Reuters hefur eftir Israel Katz, sem staddur var í heimsókn í norðurhluta Ísrael, að stjórnvöld í Líbanon þyrftu að veita líbanska hernum heimild til að halda Hezbollah frá Litani ánni og taka niður alla innviði samtakanna.
„Ef vopnahléið verður að engu verður Líbanon ekki lengur veittur neinn griður. Við munum framfylgja skilmálum samningins til hins ýtrasta og undanþágulaust. Ef við höfum hingað til verið að gera greinarmun á Líbanon og Hezbollah þá verður það ekki lengur raunin.“
Ísraelsher hefur bannað fjölda fólks að snúa aftur heim í suðurhluta Líbanon en íbúar beggja vegna landamæra Ísrael og Líbanon hafa neyðst til að flýja vegna átakanna. Áætlað er að yfir 3.000 manns hafi látist í árásum Ísrael í Líbanon og yfir 13.000 særst.
„Ef stríð hefst á ný þá munum við bregðast við af meiri styrk, fara lengra inn og, það sem er mikilvægast, það verða ekki lengur neinar undanþágur veittar ríkinu Líbanon.“