Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 3. desember 2024 22:10 Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, er kát með eldsneytissparnaðinn sem fylgir nýju flugvélinni fyrir aftan. Egill Aðalsteinsson Icelandair-menn fögnuðu tímamótum með komu fyrstu Airbus-þotu félagsins til landsins í dag og um leið því að fá farkost sem eyðir þrjátíu prósentum minna eldsneyti á hvert sæti en þotan sem hún leysir af hólmi. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þotuna fljúga lágt yfir Reykjavíkurflugvelli. Hún birtist yfir borginni um eittleytið í dag áður en haldið var í aðflug að Keflavíkurflugvelli eftir þriggja stunda flug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg. Áhöfnin sem flaug fyrstu Airbus-þotu Icelandair heim til Íslands ásamt forstjóra félagsins. Gleðin skein úr andlitum. Frá vinstri eru: Bogi Nils Bogason forstjóri, Kári Kárason flugstjóri, Arnar Jökull Agnarsson flugstjóri, María Björg Magnúsdóttir yfirflugfreyja, Íris Ósk Haraldsdóttir, Anna Lilja Gísladóttir, Linda Hlín Þórðardóttir, Flemming Bisgaard þjálfunarflugstjóri og Ásta Kristín Victorsdóttir.KMU Flugstjórarnir Kári Kárason og Arnar Jökull Agnarsson lentu henni síðan fagmannlega. Í Leifsstöð var áhöfninni fagnað með blómvöndum. Athygli vakti að fjöldi erlendra fréttamanna var á staðnum til að flytja fréttir af upphafi Airbus-væðingar rótgróins Boeing-flugfélags. Frá flugstöðinni var flugvélin færð inn í flugskýli Icelandair þar sem starfsmenn félagsins og aðrir gestir fengu að kynnast gripnum. Þotan dregin inn í flugsskýli Icelandair þar sem fram fór móttökuhátíð síðdegis.KMU Sylvía Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, sér fram á verulegan eldsneytissparnað. „Heldur betur. Þessi er mun hagkvæmari heldur en gamla sjö-fimm-sjöan. Hún eyðir þrjátíu prósent minna eldsneyti. Þannig að við erum mjög spennt að taka hana inn í rekstur og nýta okkur hana. Hér er hún, í öllu sínu veldi. Komin til okkar,“ segir Sylvía. Inga Lára Gylfadóttir verður fyrsti kvenflugstjóri Icelandair á vélinni, stýrir henni í áætlunarflugi númer tvö þann 10. desember, sem verður síðdegisflug til Kaupmannahafnar. Inga Lára Gylfadóttir, flugstjóri á Airbus-þotu Icelandair.Egill Aðalsteinsson Við höfum orð á því við Ingu Láru inni í flugskýlinu að okkur finnist ríkja tilhlökkun og gleði meðal starfsmanna Icelandair. „Heldur betur. Þetta er alveg ótrúlega stór dagur, finnst mér, og merkilegur. Og að þessi vél sé komin markar bara tímamót, held ég,“ svarar Inga Lára. Og það er komið nafn á flugvélina. Hún heitir Esja, eftir borgarfjalli Reykjavíkur. Sjá má Esju á flugi með Esju í baksýn hér í frétt Stöðvar 2: Icelandair Airbus Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43 Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þotuna fljúga lágt yfir Reykjavíkurflugvelli. Hún birtist yfir borginni um eittleytið í dag áður en haldið var í aðflug að Keflavíkurflugvelli eftir þriggja stunda flug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg. Áhöfnin sem flaug fyrstu Airbus-þotu Icelandair heim til Íslands ásamt forstjóra félagsins. Gleðin skein úr andlitum. Frá vinstri eru: Bogi Nils Bogason forstjóri, Kári Kárason flugstjóri, Arnar Jökull Agnarsson flugstjóri, María Björg Magnúsdóttir yfirflugfreyja, Íris Ósk Haraldsdóttir, Anna Lilja Gísladóttir, Linda Hlín Þórðardóttir, Flemming Bisgaard þjálfunarflugstjóri og Ásta Kristín Victorsdóttir.KMU Flugstjórarnir Kári Kárason og Arnar Jökull Agnarsson lentu henni síðan fagmannlega. Í Leifsstöð var áhöfninni fagnað með blómvöndum. Athygli vakti að fjöldi erlendra fréttamanna var á staðnum til að flytja fréttir af upphafi Airbus-væðingar rótgróins Boeing-flugfélags. Frá flugstöðinni var flugvélin færð inn í flugskýli Icelandair þar sem starfsmenn félagsins og aðrir gestir fengu að kynnast gripnum. Þotan dregin inn í flugsskýli Icelandair þar sem fram fór móttökuhátíð síðdegis.KMU Sylvía Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, sér fram á verulegan eldsneytissparnað. „Heldur betur. Þessi er mun hagkvæmari heldur en gamla sjö-fimm-sjöan. Hún eyðir þrjátíu prósent minna eldsneyti. Þannig að við erum mjög spennt að taka hana inn í rekstur og nýta okkur hana. Hér er hún, í öllu sínu veldi. Komin til okkar,“ segir Sylvía. Inga Lára Gylfadóttir verður fyrsti kvenflugstjóri Icelandair á vélinni, stýrir henni í áætlunarflugi númer tvö þann 10. desember, sem verður síðdegisflug til Kaupmannahafnar. Inga Lára Gylfadóttir, flugstjóri á Airbus-þotu Icelandair.Egill Aðalsteinsson Við höfum orð á því við Ingu Láru inni í flugskýlinu að okkur finnist ríkja tilhlökkun og gleði meðal starfsmanna Icelandair. „Heldur betur. Þetta er alveg ótrúlega stór dagur, finnst mér, og merkilegur. Og að þessi vél sé komin markar bara tímamót, held ég,“ svarar Inga Lára. Og það er komið nafn á flugvélina. Hún heitir Esja, eftir borgarfjalli Reykjavíkur. Sjá má Esju á flugi með Esju í baksýn hér í frétt Stöðvar 2:
Icelandair Airbus Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43 Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Veður Fleiri fréttir Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Sjá meira
Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. 2. desember 2024 23:43
Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24