Foreldrar hæstánægðir með Lund þó breytingar verði gerðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2024 07:02 Leikskólinn Lundur er í Kleppsgörðum og er sjálfstætt starfandi leikskóli. Tæplega þrjátíu börn eru á leikskólanum og langflest á milli eins og tveggja ára. Vísir/Vilhelm Foreldrar barna á ungbarnaleikskólanum Lundi eru upp til hópa ánægðir með leikskólann og merkja vellíðan hjá börnum sínum. Þeir telja að farið hafi verið offari í lýsingum fyrrverandi starfsfólks á samfélagsmiðlum. Þetta segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, um viðbrögð foreldra á fundi með starfsfólki og fulltrúum skóla- og frístundasviðs á miðvikudag. Hann segir mikilvægt í allri umræðu að hafa í huga að um ungbarnaleikskóla sé að ræða og þarfir svo ungra barna ólíkar þeim sem þekkist á leikskólum fyrir tveggja ára börn og eldri. Greint var frá því þann 8. nóvember að starfsfólk Reykjavíkurborgar hefði farið í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað barnanna á leikskólanum. Þá hafði leikskólinn verði til umræðu í Facebook-hópnum Mæðratips þar sem fyrrverandi starfsmaður sagði börnin aldrei fara út að leika, ekkert skipulagt starf væri í leikskólanum og flest börnin væru grátandi lungann úr deginum og að væflast um í herbergjum skólans. „Við höfum unnið að því með leikskólanum að fara í gegnum bæði áskoranir og tækifæri,“ segir Helgi. Farið hafi verið í nokkrar heimsóknir í skólann, rætt við starfsfólk og leikskólastjórann Valgerði H. Valgeirsdóttur. „Á fundinum fórum við yfir það sem við viljum leggja á borð fyrir skólann og fara fram á úrbætur,“ segir Helgi. Hann segist finna fyrir mikilli hlýju hjá starfsfólki sem sé mjög mikilsvert og mikið sé lagt upp úr öryggi barnanna í skólanum. „En við sjáum tækifæri, sérstaklega hjá eldri börnum,“ segir Helgi og bendir á að mikill munur sé á rúmlega eins árs barni og svo tveggja ára barni, hvað varðar tækifæri til að veita meira sjálfræði og sjálfseflingu þegar komi að matartímanum, leiktíma og víðar. „Þetta er eitthvað sem við erum að vinna með leikskólastjóra í að þróa og útfæra. Við notum næstu vikur til að fara í þessar útfærslur á starfinu.“ Fram kom í frétt Mbl.is að meðal krafna um breytinga á aðbúnaði væru ný húsgögn sem hentuðu betur svo ungum börnum. Þau hefðu hingað til setið í háum stólum og verið bundin í þá. „Foreldrar þekkja þetta úr eldhúsum og bílstólum að börn eru bundin því annars gætu þau farið sér að voða,“ segir Helgi. Þau þurfi eðlilega að vera bundin á meðan þau séu að matast, svo þau fari ekki sjálfum sér að voða. „Við teljum að skoða þurfi hve lengi börn sitji í stólunum, hvort þau séu að leika sér, að bíða eða annað. Við viljum auka sjálfstæði barnanna með því að hafa meiri skilgreiningu á því hvenær börn eru í þessum stólum og hvenær ekki.“ Vinnan sem unnin sé með Lundi sé gott veganesti í umræðu um uppbygginu leikskóla, ungbarnadeilda og ungbarnaleikskóla. Upplýsingagjöf mætti vera betri Hann segir foreldra á fundinum hafa talið að skóla- og frístundasvið hefði mátt standa betur að upplýsingagjöf til foreldra undanfarnar vikur. „Þetta eru foreldrar sem eru ánægðir með leikskólann og merkja vellíðan hjá börnum sínum.“ Þeim hafi fundist umræðan á samfélagsmiðlum bæði mjög óvægin og ósanngjörn. „Þess vegna erum við í þessari vegferð. Svo allir séu sáttir.“ Hann segir aldrei áður hafa komið fram ábendingar um að hlutir gætu verið í betri farvegi á leikskólanum Lundi. Þetta séu aðstæður sem lært verði að og tekið inn í breiðara samtal. Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Þetta segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, um viðbrögð foreldra á fundi með starfsfólki og fulltrúum skóla- og frístundasviðs á miðvikudag. Hann segir mikilvægt í allri umræðu að hafa í huga að um ungbarnaleikskóla sé að ræða og þarfir svo ungra barna ólíkar þeim sem þekkist á leikskólum fyrir tveggja ára börn og eldri. Greint var frá því þann 8. nóvember að starfsfólk Reykjavíkurborgar hefði farið í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað barnanna á leikskólanum. Þá hafði leikskólinn verði til umræðu í Facebook-hópnum Mæðratips þar sem fyrrverandi starfsmaður sagði börnin aldrei fara út að leika, ekkert skipulagt starf væri í leikskólanum og flest börnin væru grátandi lungann úr deginum og að væflast um í herbergjum skólans. „Við höfum unnið að því með leikskólanum að fara í gegnum bæði áskoranir og tækifæri,“ segir Helgi. Farið hafi verið í nokkrar heimsóknir í skólann, rætt við starfsfólk og leikskólastjórann Valgerði H. Valgeirsdóttur. „Á fundinum fórum við yfir það sem við viljum leggja á borð fyrir skólann og fara fram á úrbætur,“ segir Helgi. Hann segist finna fyrir mikilli hlýju hjá starfsfólki sem sé mjög mikilsvert og mikið sé lagt upp úr öryggi barnanna í skólanum. „En við sjáum tækifæri, sérstaklega hjá eldri börnum,“ segir Helgi og bendir á að mikill munur sé á rúmlega eins árs barni og svo tveggja ára barni, hvað varðar tækifæri til að veita meira sjálfræði og sjálfseflingu þegar komi að matartímanum, leiktíma og víðar. „Þetta er eitthvað sem við erum að vinna með leikskólastjóra í að þróa og útfæra. Við notum næstu vikur til að fara í þessar útfærslur á starfinu.“ Fram kom í frétt Mbl.is að meðal krafna um breytinga á aðbúnaði væru ný húsgögn sem hentuðu betur svo ungum börnum. Þau hefðu hingað til setið í háum stólum og verið bundin í þá. „Foreldrar þekkja þetta úr eldhúsum og bílstólum að börn eru bundin því annars gætu þau farið sér að voða,“ segir Helgi. Þau þurfi eðlilega að vera bundin á meðan þau séu að matast, svo þau fari ekki sjálfum sér að voða. „Við teljum að skoða þurfi hve lengi börn sitji í stólunum, hvort þau séu að leika sér, að bíða eða annað. Við viljum auka sjálfstæði barnanna með því að hafa meiri skilgreiningu á því hvenær börn eru í þessum stólum og hvenær ekki.“ Vinnan sem unnin sé með Lundi sé gott veganesti í umræðu um uppbygginu leikskóla, ungbarnadeilda og ungbarnaleikskóla. Upplýsingagjöf mætti vera betri Hann segir foreldra á fundinum hafa talið að skóla- og frístundasvið hefði mátt standa betur að upplýsingagjöf til foreldra undanfarnar vikur. „Þetta eru foreldrar sem eru ánægðir með leikskólann og merkja vellíðan hjá börnum sínum.“ Þeim hafi fundist umræðan á samfélagsmiðlum bæði mjög óvægin og ósanngjörn. „Þess vegna erum við í þessari vegferð. Svo allir séu sáttir.“ Hann segir aldrei áður hafa komið fram ábendingar um að hlutir gætu verið í betri farvegi á leikskólanum Lundi. Þetta séu aðstæður sem lært verði að og tekið inn í breiðara samtal.
Leikskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira