Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton, Hulda Jónsdóttir Tölgyes, Klara Ósk Elíasdóttir, Ragnheiður Gröndal, Rósa Líf Darradóttir og Valgerður Árnadóttir skrifa 5. desember 2024 19:02 „Getur verið að samanlagðar sálir geti einhverju breytt?” -Björn Jörundur Friðbjörnsson. Þessari spurningu er varfærnislega kastað fram í hinu fleyga lagi Flugvélar. Skáldið spyr hvort það breyti einhverju þegar sálir leggjast á eitt. Getum við saman breytt heiminum? Við sem þetta skrifum komum úr ólíkum áttum, við störfum á ýmsum sviðum og höfum fljótt á litið ekki svo margt sameiginlegt annað en að vera allar íslenskar og búa hér. En það er annað sem tengir okkur, það eru lífsgildi okkar og sú einlæga trú að heimurinn byrjar hvorki né endar á okkur, tilvist okkar er ekki öðrum æðri og það hvernig við veljum að lifa lífinu á ekki að þurfa að kosta aðrar lifandi verur þjáningu og eymd. Við reynum eftir fremsta megni að lifa í takt við þau lífsgildi, eins flókið og það getur reynst í nútímasamfélagi. Í nóvember síðastliðnum stóð Dýraverndarsambandið fyrir pallborði um dýravelferðarmál þar sem fulltrúar flestra stjórnmálaflokka í framboði í Alþingiskosningum mættu. Ánægjulegt var að sjá og heyra að stjórnmálafólki væri ekki sama um velferð dýra. Við erum þó á þeirri skoðun að enn sé langt er í land. Umræðunni um velferð dýra hættir til að verða skautuð og mannhverf. Það skilar engu að hlaupa í vörn í hvert sinn sem spurningin er borin upp: Hvernig líður dýrunum? Dýrin geta því miður ekki talað mannamál svo við verðum að reyna að gera okkur í hugarlund, út frá núverandi þekkingu, hvernig þeim kann að líða. Í þauleldi (verksmiðjubúskap) eru viðhafðar framleiðsluaðferðir sem fela í sér víðtæka þjáningu. Svín eru meðhöndluð eins og framleiðslueiningar en ekki skyni gæddar verur sem finna til og hafa þarfir. Þau eru lokuð í þröngum rýmum og þeim er neitað um að lifa samkvæmt sínu náttúrulega eðli. Svín þjást vegna skorts á hreyfingu, afþreyingu, sólarljósi og félagslegri tengingu. Þau eru látin þola sársaukafullar aðgerðir eins og hala- og tannklippingar án deyfingar. Að lokum enda þau flest líf sitt frá sér numin af hræðslu og örvæntingu í gasklefa. Það fólk sem hefur upplifað að verða hrætt um líf sitt eða fundið fyrir miklum kvíða getur ef til vill sett sig í þeirra spor. Svín upplifa þessar tilfinningar líka og vilja, eins og öll önnur spendýr, lifa af. Er hamborgarhryggurinn og jólaskinkan þess virði? Þegar við hugsum út í það erum við flest sammála því að þessar aðstæður eru ekki boðlegar skyni gæddum verum eða dýrum sem í eðli sínu eru líkust hundum hvað varðar vitsmuni og þarfir. Ef við myndum aldrei bjóða gæludýrunum okkar upp á að lifa slíkar þjáningar, hvers vegna gerum við það þá við svín? Það er alls ekki svo að okkur sé öllum sama um dýr. Nýlegt dæmi er kötturinn frægi, Diegó. Þegar Diegó var numinn á brott úr bæli sínu í verslun í Skeifunni þá lagðist samfélagið á eitt að finna hann og í Facebook hópnum „Spottaði Diegó” varð múgæsingur þar sem fólk hótaði þeim sem hafði tekið Diegó öllu illu. Fólki var alls ekki sama um hann. En hvers vegna var því ekki sama um Diegó? Vegna þess að fólk þekkir hann og var búið að mynda við hann tengsl og þótti vænt um hann. Diegó er ekkert öðruvísi en aðrar kisur (eða önnur dýr ef út í það er farið) munurinn er sá að hann er vinsæll. Og frægur. Og flokkaður af okkar samfélagi sem gæludýr. Á Íslandi eru um 80 þúsund svín drepin árlega og enginn tekur eftir því. Enda er ekkert svínanna frægt eða vinsælt. Þau eru nafnlaus númer sem almenningur lætur sig ekki varða vegna þess að framleiðslan fer fram bak við luktar dyr. Fólk hefur jafnvel talið sér trú um að svín séu skítug eða heimsk og almennt er kannski ekki mjög vinsælt að muna hve blíð, klár og skynug þau eru. Allavega ekki ef þau eiga að enda á disknum. Fjarlægðin við þessi stórkostlegu dýr viðheldur aftengingu og vanþekkingu neytenda. Engum myndi lítast á blikuna ef veggir verksmiðjubúa væru úr gleri. Eins og bítillinn sagði: „If slaughterhouses had glass walls everyone would be a vegetarian.” - Paul McCartney. Verksmiðjubúskapur er vandamál sem kallar á sameiginlega ábyrgð samfélags, framleiðenda og neytenda - þvert á viðhorf og lífsstíl. Þar skipta neytendur máli og hvað við veljum okkur úti í búð og á jólahlaðborðum. Í ljósi kærleikans sem jólahátíðin boðar viljum við vinkonurnar hvetja ykkur til þess að velta því fyrir ykkur hvort það sé í anda jólanna að bera á borð hold af einhverjum sem þjáðist? Friður á jörð byrjar á disknum þínum! Kærleiks- og jólakveðjur, Aldís Amah Hamilton, leikkona Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur Klara Ósk Elíasdóttir, tónlistarkona Ragnheiður Gröndal, tónlistarkona Rósa Líf Darradóttir, læknir Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Vegan Jól Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
„Getur verið að samanlagðar sálir geti einhverju breytt?” -Björn Jörundur Friðbjörnsson. Þessari spurningu er varfærnislega kastað fram í hinu fleyga lagi Flugvélar. Skáldið spyr hvort það breyti einhverju þegar sálir leggjast á eitt. Getum við saman breytt heiminum? Við sem þetta skrifum komum úr ólíkum áttum, við störfum á ýmsum sviðum og höfum fljótt á litið ekki svo margt sameiginlegt annað en að vera allar íslenskar og búa hér. En það er annað sem tengir okkur, það eru lífsgildi okkar og sú einlæga trú að heimurinn byrjar hvorki né endar á okkur, tilvist okkar er ekki öðrum æðri og það hvernig við veljum að lifa lífinu á ekki að þurfa að kosta aðrar lifandi verur þjáningu og eymd. Við reynum eftir fremsta megni að lifa í takt við þau lífsgildi, eins flókið og það getur reynst í nútímasamfélagi. Í nóvember síðastliðnum stóð Dýraverndarsambandið fyrir pallborði um dýravelferðarmál þar sem fulltrúar flestra stjórnmálaflokka í framboði í Alþingiskosningum mættu. Ánægjulegt var að sjá og heyra að stjórnmálafólki væri ekki sama um velferð dýra. Við erum þó á þeirri skoðun að enn sé langt er í land. Umræðunni um velferð dýra hættir til að verða skautuð og mannhverf. Það skilar engu að hlaupa í vörn í hvert sinn sem spurningin er borin upp: Hvernig líður dýrunum? Dýrin geta því miður ekki talað mannamál svo við verðum að reyna að gera okkur í hugarlund, út frá núverandi þekkingu, hvernig þeim kann að líða. Í þauleldi (verksmiðjubúskap) eru viðhafðar framleiðsluaðferðir sem fela í sér víðtæka þjáningu. Svín eru meðhöndluð eins og framleiðslueiningar en ekki skyni gæddar verur sem finna til og hafa þarfir. Þau eru lokuð í þröngum rýmum og þeim er neitað um að lifa samkvæmt sínu náttúrulega eðli. Svín þjást vegna skorts á hreyfingu, afþreyingu, sólarljósi og félagslegri tengingu. Þau eru látin þola sársaukafullar aðgerðir eins og hala- og tannklippingar án deyfingar. Að lokum enda þau flest líf sitt frá sér numin af hræðslu og örvæntingu í gasklefa. Það fólk sem hefur upplifað að verða hrætt um líf sitt eða fundið fyrir miklum kvíða getur ef til vill sett sig í þeirra spor. Svín upplifa þessar tilfinningar líka og vilja, eins og öll önnur spendýr, lifa af. Er hamborgarhryggurinn og jólaskinkan þess virði? Þegar við hugsum út í það erum við flest sammála því að þessar aðstæður eru ekki boðlegar skyni gæddum verum eða dýrum sem í eðli sínu eru líkust hundum hvað varðar vitsmuni og þarfir. Ef við myndum aldrei bjóða gæludýrunum okkar upp á að lifa slíkar þjáningar, hvers vegna gerum við það þá við svín? Það er alls ekki svo að okkur sé öllum sama um dýr. Nýlegt dæmi er kötturinn frægi, Diegó. Þegar Diegó var numinn á brott úr bæli sínu í verslun í Skeifunni þá lagðist samfélagið á eitt að finna hann og í Facebook hópnum „Spottaði Diegó” varð múgæsingur þar sem fólk hótaði þeim sem hafði tekið Diegó öllu illu. Fólki var alls ekki sama um hann. En hvers vegna var því ekki sama um Diegó? Vegna þess að fólk þekkir hann og var búið að mynda við hann tengsl og þótti vænt um hann. Diegó er ekkert öðruvísi en aðrar kisur (eða önnur dýr ef út í það er farið) munurinn er sá að hann er vinsæll. Og frægur. Og flokkaður af okkar samfélagi sem gæludýr. Á Íslandi eru um 80 þúsund svín drepin árlega og enginn tekur eftir því. Enda er ekkert svínanna frægt eða vinsælt. Þau eru nafnlaus númer sem almenningur lætur sig ekki varða vegna þess að framleiðslan fer fram bak við luktar dyr. Fólk hefur jafnvel talið sér trú um að svín séu skítug eða heimsk og almennt er kannski ekki mjög vinsælt að muna hve blíð, klár og skynug þau eru. Allavega ekki ef þau eiga að enda á disknum. Fjarlægðin við þessi stórkostlegu dýr viðheldur aftengingu og vanþekkingu neytenda. Engum myndi lítast á blikuna ef veggir verksmiðjubúa væru úr gleri. Eins og bítillinn sagði: „If slaughterhouses had glass walls everyone would be a vegetarian.” - Paul McCartney. Verksmiðjubúskapur er vandamál sem kallar á sameiginlega ábyrgð samfélags, framleiðenda og neytenda - þvert á viðhorf og lífsstíl. Þar skipta neytendur máli og hvað við veljum okkur úti í búð og á jólahlaðborðum. Í ljósi kærleikans sem jólahátíðin boðar viljum við vinkonurnar hvetja ykkur til þess að velta því fyrir ykkur hvort það sé í anda jólanna að bera á borð hold af einhverjum sem þjáðist? Friður á jörð byrjar á disknum þínum! Kærleiks- og jólakveðjur, Aldís Amah Hamilton, leikkona Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingur Klara Ósk Elíasdóttir, tónlistarkona Ragnheiður Gröndal, tónlistarkona Rósa Líf Darradóttir, læknir Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun