Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson skrifar 5. desember 2024 18:31 Í dag situr Sjálfstæðisflokkurinn í minnihluta starfsstjórn (Vísindavefurinn) sem er ríkisstjórn Íslands. Hlutverk starfsstjórna er að halda hlutunum í gangi þangað til að ný ríkisstjórn tekur við. Hlutverk starfsstjórna er ekki að taka bindandi ákvarðanir eins og að leyfa ólögmætar hvalveiðar næstu fimm árin. Þessar hvalveiðar eru allar reknar með gífurlegu tapi enda er engin markaður fyrir þessa vöru og hefur ekki verið það síðustu 39 ár. Ákvörðun Bjarna Ben er augljóslega ólögmæt að öllu leiti, þar sem hún bindur mögulega hendur næstu ríkisstjórnar næstu fimm árin. Það er einnig augljóst á þessu útspili að Sjálfstæðisflokkurinn reiknar með að komast aftur í ríkisstjórn fljótlega. Það á skilyrðislaust að afturkalla þessi leyfi samkvæmt lögum þar um. Enda eru þessar leyfisveitingar settar með ólögmætum hætti eins og ég nefni hérna að ofan. Sú ríkisstjórn sem er að koma núna á næstu vikum verður að afturkalla þessi leyfi án tafar þegar hún tekur við völdum. Þar sem ríkisstjórnin hefur slíka heimild í lögum um nýtingu hvalveiða. Síðan ætti án tafar að fella lög um hvalveiðar úr gildi, friða hvali í kringum Ísland með lögum um alla framtíð. Þetta gildir einnig „vísindaveiðar“ sem eru ekkert nema yfirvarp fyrir hvalveiðar og hafa aldrei verið neitt annað. Þeir verkalýðsleiðtogar sem fagna þessu lifa í fortíðinni og þurfa að hætta eða koma sér inn í nútímann sem fyrst. Þessi starfsemi er hvorki arðbær eða skapar atvinnu. Það veit enginn hversu mörg tonn af hvalkjöti sitja í frystigeymslum hvalveiði fyrirtækja á Íslandi vegna þess að þetta kjöt selst ekki (auk þess að vera fullt af þungmálmum vegna mengunar í sjónum) og sala þess er bönnuð innan Evrópusambandsins og í reynd, flest öllum ríkjum heims. Þó getur magn lagasetninga og hversu ströng lög eru verið mismunandi milli landa. Staðreyndin er að hvalastofnar í heiminum eru ekki mjög sterkir og hafa ekki verið það í marga áratugi. Hvalveiðar Íslendinga, Norðmanna og Japana eru að valda miklu tjóni á þessu stofnum. Síðan hefur samfélagið fært sig frá því að borða hvalkjöt og það er ekki að fara að koma aftur. Þannig að hérna er um að ræða hvalveiðar til þess að halda á lofti goðsögn um hvalveiðar. Það er engin réttlæting hérna, aðeins græðgi og yfirgangur gagnvart náttúrunni. Það er mín skoðun að það eigi að afturkalla þessi leyfi um leið og ný ríkisstjórn tekur við völdum og setja lög á Alþingi í kjölfarið sem banna hvalveiðar alfarið. Það er einnig ljóst, miðað við uppljóstranir á síðustu vikum að leyfisveiting til hvalveiðar er umvafin spillingu og vanhæfni. Þetta hefur alltaf verið raunin með hvalveiðar á Íslandi síðan þær hófust á ný árið 2003 sem „vísindaveiðar“ og síðan sem atvinnuveiðar árið 2006. Hvað hvalveiðiskipin varðar. Þau eru fín í brotajárn og síðan er hægt að nota gufukatlana til þess að útvega heitt vatn þegar eldgos tekur Svartsengi úr sambandi þegar stórgos verður á svæðinu. Það eru það eina sem hægt er að nota þessi skip í núna. Eitt skip er hægt að setja á safn, til þess að minna Íslendinga á þessa skömm sem hvalveiðar eru í raun. Höfundur er borgaralegur vísindamaður búsettur í Danmörku Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Jón Frímann Jónsson Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Í dag situr Sjálfstæðisflokkurinn í minnihluta starfsstjórn (Vísindavefurinn) sem er ríkisstjórn Íslands. Hlutverk starfsstjórna er að halda hlutunum í gangi þangað til að ný ríkisstjórn tekur við. Hlutverk starfsstjórna er ekki að taka bindandi ákvarðanir eins og að leyfa ólögmætar hvalveiðar næstu fimm árin. Þessar hvalveiðar eru allar reknar með gífurlegu tapi enda er engin markaður fyrir þessa vöru og hefur ekki verið það síðustu 39 ár. Ákvörðun Bjarna Ben er augljóslega ólögmæt að öllu leiti, þar sem hún bindur mögulega hendur næstu ríkisstjórnar næstu fimm árin. Það er einnig augljóst á þessu útspili að Sjálfstæðisflokkurinn reiknar með að komast aftur í ríkisstjórn fljótlega. Það á skilyrðislaust að afturkalla þessi leyfi samkvæmt lögum þar um. Enda eru þessar leyfisveitingar settar með ólögmætum hætti eins og ég nefni hérna að ofan. Sú ríkisstjórn sem er að koma núna á næstu vikum verður að afturkalla þessi leyfi án tafar þegar hún tekur við völdum. Þar sem ríkisstjórnin hefur slíka heimild í lögum um nýtingu hvalveiða. Síðan ætti án tafar að fella lög um hvalveiðar úr gildi, friða hvali í kringum Ísland með lögum um alla framtíð. Þetta gildir einnig „vísindaveiðar“ sem eru ekkert nema yfirvarp fyrir hvalveiðar og hafa aldrei verið neitt annað. Þeir verkalýðsleiðtogar sem fagna þessu lifa í fortíðinni og þurfa að hætta eða koma sér inn í nútímann sem fyrst. Þessi starfsemi er hvorki arðbær eða skapar atvinnu. Það veit enginn hversu mörg tonn af hvalkjöti sitja í frystigeymslum hvalveiði fyrirtækja á Íslandi vegna þess að þetta kjöt selst ekki (auk þess að vera fullt af þungmálmum vegna mengunar í sjónum) og sala þess er bönnuð innan Evrópusambandsins og í reynd, flest öllum ríkjum heims. Þó getur magn lagasetninga og hversu ströng lög eru verið mismunandi milli landa. Staðreyndin er að hvalastofnar í heiminum eru ekki mjög sterkir og hafa ekki verið það í marga áratugi. Hvalveiðar Íslendinga, Norðmanna og Japana eru að valda miklu tjóni á þessu stofnum. Síðan hefur samfélagið fært sig frá því að borða hvalkjöt og það er ekki að fara að koma aftur. Þannig að hérna er um að ræða hvalveiðar til þess að halda á lofti goðsögn um hvalveiðar. Það er engin réttlæting hérna, aðeins græðgi og yfirgangur gagnvart náttúrunni. Það er mín skoðun að það eigi að afturkalla þessi leyfi um leið og ný ríkisstjórn tekur við völdum og setja lög á Alþingi í kjölfarið sem banna hvalveiðar alfarið. Það er einnig ljóst, miðað við uppljóstranir á síðustu vikum að leyfisveiting til hvalveiðar er umvafin spillingu og vanhæfni. Þetta hefur alltaf verið raunin með hvalveiðar á Íslandi síðan þær hófust á ný árið 2003 sem „vísindaveiðar“ og síðan sem atvinnuveiðar árið 2006. Hvað hvalveiðiskipin varðar. Þau eru fín í brotajárn og síðan er hægt að nota gufukatlana til þess að útvega heitt vatn þegar eldgos tekur Svartsengi úr sambandi þegar stórgos verður á svæðinu. Það eru það eina sem hægt er að nota þessi skip í núna. Eitt skip er hægt að setja á safn, til þess að minna Íslendinga á þessa skömm sem hvalveiðar eru í raun. Höfundur er borgaralegur vísindamaður búsettur í Danmörku
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun