Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. desember 2024 10:52 Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu. AP Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, var ákærður um embættismissi eftir að hafa lýst yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. Í stuttri ræðu í morgun baðst forsetinn afsökunar á þessari ákvörðun sinni. Til að ákæran komist í gegnum þingið þarf tvö hundruð atkvæði eða tvo þriðju þingsins. Stjórnarandstaðan þarf því átta atkvæði frá stjórnarflokknum. Allir nema þrír þingmenn stjórnarflokkins PPP yfirgáfu þingsalinn. Þingmaðurinn Ahn Cheol-soo var eini þingmaður stjórnarflokksins sem eftir sat og bættist svo Kim Ye-ji við. Þingmaðurinn Kim Sang-wook snéri aftur þegar atkvæðagreiðslan var hafin. Kim Sang-woo sagðist hafa kosið gegn ákærunni, líkt og stefna flokksins hans er. Hann telji það mikilvægt að greiða atkvæði. 105 þingmenn PPP yfirgáfu þingsalinn án þess að snúa aftur. Þingmennirnir hafa til klukkan 00:48 á staðartíma til að greiða atkvæði eða tólf mínútur í fjögur á íslenskum tíma. Eftir að atkvæðagreiðslan hófst bað talsmaður ákærunnar þingmennina sem yfirgáfu salinn að snúa aftur. „Eru þið ekki hrædd um að vera dæmd af sögunni, af fólkinu, af heiminum?“ sagði hann. Stjórnarandstaðan getur næst greitt atkvæði um ákæruna 11. desember. „Handtakið Yoon Suk Yeol“ Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghúsið og vilja flestir afsögn forsetans. Mik Fréttamaður BBC sem staddur er í höfuðborginni sagði að mótmælendur hefðu kallað á þingmennina sem gengu út. „Farið inn og greiðið atkvæði,“ sögðu þeir. Þá voru þingmennirnir einnig kallaðir svikarar og bleyður. Mótmælendurnir kölluðu einnig eftir því að handataka ætti Yoon Suk Yeol. „Frelsi lýðræðisins er að molna út af einum manni,“ sagði Choi Eun-chong, einn mótmælendanna. Þingmönnunum þremur sem snéru aftur inn í þingsalinn var fagnað ákaft. Vissu mótmælendur ekki að Kim Sang-wook kaus gegn ákærunni. Suður-Kórea Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, var ákærður um embættismissi eftir að hafa lýst yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. Í stuttri ræðu í morgun baðst forsetinn afsökunar á þessari ákvörðun sinni. Til að ákæran komist í gegnum þingið þarf tvö hundruð atkvæði eða tvo þriðju þingsins. Stjórnarandstaðan þarf því átta atkvæði frá stjórnarflokknum. Allir nema þrír þingmenn stjórnarflokkins PPP yfirgáfu þingsalinn. Þingmaðurinn Ahn Cheol-soo var eini þingmaður stjórnarflokksins sem eftir sat og bættist svo Kim Ye-ji við. Þingmaðurinn Kim Sang-wook snéri aftur þegar atkvæðagreiðslan var hafin. Kim Sang-woo sagðist hafa kosið gegn ákærunni, líkt og stefna flokksins hans er. Hann telji það mikilvægt að greiða atkvæði. 105 þingmenn PPP yfirgáfu þingsalinn án þess að snúa aftur. Þingmennirnir hafa til klukkan 00:48 á staðartíma til að greiða atkvæði eða tólf mínútur í fjögur á íslenskum tíma. Eftir að atkvæðagreiðslan hófst bað talsmaður ákærunnar þingmennina sem yfirgáfu salinn að snúa aftur. „Eru þið ekki hrædd um að vera dæmd af sögunni, af fólkinu, af heiminum?“ sagði hann. Stjórnarandstaðan getur næst greitt atkvæði um ákæruna 11. desember. „Handtakið Yoon Suk Yeol“ Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghúsið og vilja flestir afsögn forsetans. Mik Fréttamaður BBC sem staddur er í höfuðborginni sagði að mótmælendur hefðu kallað á þingmennina sem gengu út. „Farið inn og greiðið atkvæði,“ sögðu þeir. Þá voru þingmennirnir einnig kallaðir svikarar og bleyður. Mótmælendurnir kölluðu einnig eftir því að handataka ætti Yoon Suk Yeol. „Frelsi lýðræðisins er að molna út af einum manni,“ sagði Choi Eun-chong, einn mótmælendanna. Þingmönnunum þremur sem snéru aftur inn í þingsalinn var fagnað ákaft. Vissu mótmælendur ekki að Kim Sang-wook kaus gegn ákærunni.
Suður-Kórea Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira