„Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. desember 2024 21:32 Myndin til vinstri er frá 2017 og sýnir skrautið sem þá var í garði Birnu Sigmundsdóttur. Nú er Birna hætt að skreyta. Vísir/samsett „Út með illsku og hatur inn með gleði og frið,” segir í texta Magnúsar Eiríkssonar við jólasmellinn Gleði og friðarjól. Það sem veitir einum gleði er þó ekki alltaf til þess fallið að skapa friðarjól. Þannig eru nágrannaerjur vegna jólaskrauts fastur liður á aðventunni að sögn formanns Húseigendafélagsins. Íbúi í Laugardal sem er hætt að skreyta vegna deilna við nágranna segir það huggun harmi gegn að nú fái skrautið notið sín á öðrum heimilum. Fyrir nokkrum árum heimsótti fréttastofan Birnu sem býr við Dragaveg en hún hefur árum saman skreytt vel og mikið í garðinum hjá sér svo athygli vakti. Núna er hins vegar ekkert jólaskraut í garðinum hjá Birnu, en deilur við nágrannann leiddu til þess að hún hætti að skreyta. „Þetta gladdi börnin, þetta gladdi eldra fólkið og íbúana hér í hverfinu. Og ég hef alltaf fengið að hafa þetta í friði og alltaf bætt meira við,“ segir Birna. En fyrir tveimur árum flutti inn nýr nágranni sem var ekki jafn hrifinn. „Fólkið á efri hæðinni það vildi ekki svona. Ég held að það haldi að það búi í einbýli. Nema jólaskrautið fór og þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg,“ segir Birna um leið og hún lýsir því sem hún kallar grófa atlögu nágranna síns að skrautinu í garðinum. „Það fékk ekkert að vera í friði, ekki neitt,“ segir Birna „Lögreglan er búin að koma hérna ansi mörgum sinnum til þess að reyna að tala við hann, en það tekst ekki,“ segir Birna sem að endingu ákvað að gefa allt skrautið til fólks sem hafði minna á milli handanna. Er það huggun harmi gegn að vita að skrautið fær að njóta sín á öðrum heimilum? „Já það finnst mér yndislegt, að vita það,“ svarar Birna. Birna Sigmundsdóttir hefur átt í deilum við nágranna sinn vegna skrauts í garðinum.Vísir/Ívar Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg geri úrbætur og skýri reglur um lóðamörk. „Ef að það verður ekki gert þá verða þessar deilur miklu verri,“ segir Birna. „Það þarf að taka á þessu máli því að ef að það er einn frekur aðili í húsi þá mun hann yfirtaka alla lóðina og enginn annar kemst þar að og það er svakalegt.“ Kvartanir og fyrirspurnir berast árlega á aðventunni Reynsla Birnu er ekki einsdæmi en formaður húseigendafélagsins segir deilur um jólaskraut rata inn á borð samtakanna á ári hverju. „Þetta geta verið kvartanir og stundum er bara verið að spyrja hverjar reglurnar eru,“ segir Hildur Ýr Viðarsdóttir, formaður Húseigendafélagsins. Hvað er það helsta sem fer í taugarnar á fólki? „Ég held að það sé kannski ef að þetta er mjög mikil lýsing eða blikkandi eða hávaði. Þá er þetta kannski farið að trufla nágranna ef þetta er of mikið. Það er kannski helst það sem fólk er að nefna,“ svarar Hildur. Mismunandi reglur gildi um það hvernig nálgast skuli deilur um jólaskraut eftir því hvort fólk býr í sérbýli eða fjölbýli. „Í sérbýli þá ræður þú svolítið sjálfur hvernig þú vilt skreyta þitt hús og haga þessu. Mörkin þar eru bara að þú sért ekki farinn að trufla nágrannana of mikið og stappa gegn friðhelgi einkalífs nágrannana. Það myndi kannski geta gerst ef að skreytingarnar eru svo miklar og kannski hávaði og einhver jólalög allan sólarhringinn, blikkandi ljós og svo framvegis,“ útskýrir Hildur. Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður er formaður Húseigendafélagsins.Vísir/Bjarni Í fjöleignahúsum geti húsfélög sett samræmdar reglur um jólaskreytingar. „Þá er það bara einfaldur meirihluti sem ræður því. Þá verður fólk bara að una því sem er ákveðið, jafnvel þó að það sé kannski ekki til í að vera með græna seríu á svölunum eða eitthvað slíkt. Og kostnaðurinn þarf þá að deilast á alla.“ Þótt sumar deilur séu harðari en aðrar og í einstaka tilfellum sé kallað eftir aðstoð lögreglu segist Hildur ekki telja það vera algengt og hvetur hún nágranna til að sýna hver öðrum tillitssemi. „Þetta er nú yfirleitt eitthvað sem leysist en þegar jólaandinn kemur yfir fólkið þá kannski gleymast þessar erjur og svo er þetta náttúrlega bara tímabundið, þetta yfirleitt stendur bara yfir fram í janúar og þangað til að ljósin eru slökkt,“ segir Hildur. Jól Lögreglumál Reykjavík Nágrannadeilur Jólaskraut Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Sjá meira
Fyrir nokkrum árum heimsótti fréttastofan Birnu sem býr við Dragaveg en hún hefur árum saman skreytt vel og mikið í garðinum hjá sér svo athygli vakti. Núna er hins vegar ekkert jólaskraut í garðinum hjá Birnu, en deilur við nágrannann leiddu til þess að hún hætti að skreyta. „Þetta gladdi börnin, þetta gladdi eldra fólkið og íbúana hér í hverfinu. Og ég hef alltaf fengið að hafa þetta í friði og alltaf bætt meira við,“ segir Birna. En fyrir tveimur árum flutti inn nýr nágranni sem var ekki jafn hrifinn. „Fólkið á efri hæðinni það vildi ekki svona. Ég held að það haldi að það búi í einbýli. Nema jólaskrautið fór og þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg,“ segir Birna um leið og hún lýsir því sem hún kallar grófa atlögu nágranna síns að skrautinu í garðinum. „Það fékk ekkert að vera í friði, ekki neitt,“ segir Birna „Lögreglan er búin að koma hérna ansi mörgum sinnum til þess að reyna að tala við hann, en það tekst ekki,“ segir Birna sem að endingu ákvað að gefa allt skrautið til fólks sem hafði minna á milli handanna. Er það huggun harmi gegn að vita að skrautið fær að njóta sín á öðrum heimilum? „Já það finnst mér yndislegt, að vita það,“ svarar Birna. Birna Sigmundsdóttir hefur átt í deilum við nágranna sinn vegna skrauts í garðinum.Vísir/Ívar Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg geri úrbætur og skýri reglur um lóðamörk. „Ef að það verður ekki gert þá verða þessar deilur miklu verri,“ segir Birna. „Það þarf að taka á þessu máli því að ef að það er einn frekur aðili í húsi þá mun hann yfirtaka alla lóðina og enginn annar kemst þar að og það er svakalegt.“ Kvartanir og fyrirspurnir berast árlega á aðventunni Reynsla Birnu er ekki einsdæmi en formaður húseigendafélagsins segir deilur um jólaskraut rata inn á borð samtakanna á ári hverju. „Þetta geta verið kvartanir og stundum er bara verið að spyrja hverjar reglurnar eru,“ segir Hildur Ýr Viðarsdóttir, formaður Húseigendafélagsins. Hvað er það helsta sem fer í taugarnar á fólki? „Ég held að það sé kannski ef að þetta er mjög mikil lýsing eða blikkandi eða hávaði. Þá er þetta kannski farið að trufla nágranna ef þetta er of mikið. Það er kannski helst það sem fólk er að nefna,“ svarar Hildur. Mismunandi reglur gildi um það hvernig nálgast skuli deilur um jólaskraut eftir því hvort fólk býr í sérbýli eða fjölbýli. „Í sérbýli þá ræður þú svolítið sjálfur hvernig þú vilt skreyta þitt hús og haga þessu. Mörkin þar eru bara að þú sért ekki farinn að trufla nágrannana of mikið og stappa gegn friðhelgi einkalífs nágrannana. Það myndi kannski geta gerst ef að skreytingarnar eru svo miklar og kannski hávaði og einhver jólalög allan sólarhringinn, blikkandi ljós og svo framvegis,“ útskýrir Hildur. Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður er formaður Húseigendafélagsins.Vísir/Bjarni Í fjöleignahúsum geti húsfélög sett samræmdar reglur um jólaskreytingar. „Þá er það bara einfaldur meirihluti sem ræður því. Þá verður fólk bara að una því sem er ákveðið, jafnvel þó að það sé kannski ekki til í að vera með græna seríu á svölunum eða eitthvað slíkt. Og kostnaðurinn þarf þá að deilast á alla.“ Þótt sumar deilur séu harðari en aðrar og í einstaka tilfellum sé kallað eftir aðstoð lögreglu segist Hildur ekki telja það vera algengt og hvetur hún nágranna til að sýna hver öðrum tillitssemi. „Þetta er nú yfirleitt eitthvað sem leysist en þegar jólaandinn kemur yfir fólkið þá kannski gleymast þessar erjur og svo er þetta náttúrlega bara tímabundið, þetta yfirleitt stendur bara yfir fram í janúar og þangað til að ljósin eru slökkt,“ segir Hildur.
Jól Lögreglumál Reykjavík Nágrannadeilur Jólaskraut Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Sjá meira