„Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 9. desember 2024 21:58 Halldór Garðar Hermannsson, fyrirliði Keflavíkur, var ánægður eftir sigurinn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Bikarmeistararnir í Keflavík verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Vís bikarsins eftir flottan ellefu stiga sigur á Tindastól 81-70. Þetta var annar sigur liðsins gegn sterku liði Tindastóls á stuttum tíma. „Þetta var klárlega liðssigur og varnarsigur. Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi,“ sagði Halldór Garðar Hermannsson, fyrirliði Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Þetta var annar sigur Keflavíkur gegn Tindastól um helgina en Keflavík kjöldró Tindastól á föstudaginn. „Þetta var alveg skrítið að undirbúa sig aftur fyrir sama lið en það er bara geggjað og Tindastóll er náttúrulega bara frábært lið. Það er frábært að halda þeim í 70 stigum og við gerðum bara mjög vel og fráköstuðum mjög vel sem var fannst mér lykillinn af þessu,“ sagði Halldór. Halldór Garðar talaði um að fráköstin hefðu verið lykillinn af sigrinum í kvöld ásamt góðum varnarleik. „Það eru fráköstin klárlega. Við höldum þeim í 25 stigum í seinni hálfleik og þar af átta í fjórða leikhluta þannig varnarleikurinn eitt, tvö og þrjú. Það var bara þannig í dag,“ sagði Halldór. Keflavík voru ekki jafn skotglaðir í þessum leik eins og við sáum í fyrri leik liðana um helgina. „Það er kannski ekki eðlilegt að skjóta 60% í þriggja þó við eigum það alveg til. Ég veit það ekki, kannski bara tveir leikir á stuttum tíma og fæturnir aðeins þyngri. Menn voru að leggja meiri baráttu í vörnina.“ Flestir spekingar landsins hafa talað upp Tindastól og Stjörnuna sem bestu lið landsins um þessar mundir en það má þó alls ekki afskrifa Keflavík. „Þetta er bara mjög fljótt að breytast og það eru mörg lið að gera sig líklega. Við erum klárlega í mixinu þannig við höldum bara áfram,“ sagði Halldór. Aðspurður um hvort að Keflavík ætti einhvern óska mótherja vill Halldór Garðar bara sjá sitt lið fá heimaleik. „Ég vill bara fá heimaleik. Við fengum engan heimaleik í fyrra og við erum komnir með einn núna þannig ég væri til í annan heimaleik,“ sagði Halldór að lokum. VÍS-bikarinn Keflavík ÍF Tindastóll Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur Bikarmeistarar Keflavíkur eru komnir áfram í átta liða úrslit VÍS bikars karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Tindastól, 81-70, í Keflavík í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en Keflvíkingar héldu Stólunum í átta stigum í lokaleikhlutanum. Þetta var annar sigur Keflavíkur á Stólunum með nokkra daga millibili eftir stórsigur í deildarleik liðanna á dögunum. 9. desember 2024 22:06 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
„Þetta var klárlega liðssigur og varnarsigur. Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi,“ sagði Halldór Garðar Hermannsson, fyrirliði Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Þetta var annar sigur Keflavíkur gegn Tindastól um helgina en Keflavík kjöldró Tindastól á föstudaginn. „Þetta var alveg skrítið að undirbúa sig aftur fyrir sama lið en það er bara geggjað og Tindastóll er náttúrulega bara frábært lið. Það er frábært að halda þeim í 70 stigum og við gerðum bara mjög vel og fráköstuðum mjög vel sem var fannst mér lykillinn af þessu,“ sagði Halldór. Halldór Garðar talaði um að fráköstin hefðu verið lykillinn af sigrinum í kvöld ásamt góðum varnarleik. „Það eru fráköstin klárlega. Við höldum þeim í 25 stigum í seinni hálfleik og þar af átta í fjórða leikhluta þannig varnarleikurinn eitt, tvö og þrjú. Það var bara þannig í dag,“ sagði Halldór. Keflavík voru ekki jafn skotglaðir í þessum leik eins og við sáum í fyrri leik liðana um helgina. „Það er kannski ekki eðlilegt að skjóta 60% í þriggja þó við eigum það alveg til. Ég veit það ekki, kannski bara tveir leikir á stuttum tíma og fæturnir aðeins þyngri. Menn voru að leggja meiri baráttu í vörnina.“ Flestir spekingar landsins hafa talað upp Tindastól og Stjörnuna sem bestu lið landsins um þessar mundir en það má þó alls ekki afskrifa Keflavík. „Þetta er bara mjög fljótt að breytast og það eru mörg lið að gera sig líklega. Við erum klárlega í mixinu þannig við höldum bara áfram,“ sagði Halldór. Aðspurður um hvort að Keflavík ætti einhvern óska mótherja vill Halldór Garðar bara sjá sitt lið fá heimaleik. „Ég vill bara fá heimaleik. Við fengum engan heimaleik í fyrra og við erum komnir með einn núna þannig ég væri til í annan heimaleik,“ sagði Halldór að lokum.
VÍS-bikarinn Keflavík ÍF Tindastóll Tengdar fréttir Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur Bikarmeistarar Keflavíkur eru komnir áfram í átta liða úrslit VÍS bikars karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Tindastól, 81-70, í Keflavík í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en Keflvíkingar héldu Stólunum í átta stigum í lokaleikhlutanum. Þetta var annar sigur Keflavíkur á Stólunum með nokkra daga millibili eftir stórsigur í deildarleik liðanna á dögunum. 9. desember 2024 22:06 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Fleiri fréttir „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur Bikarmeistarar Keflavíkur eru komnir áfram í átta liða úrslit VÍS bikars karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Tindastól, 81-70, í Keflavík í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en Keflvíkingar héldu Stólunum í átta stigum í lokaleikhlutanum. Þetta var annar sigur Keflavíkur á Stólunum með nokkra daga millibili eftir stórsigur í deildarleik liðanna á dögunum. 9. desember 2024 22:06
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik