Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. desember 2024 07:38 Murdoch sótti landsþing Repúblikanaflokksins í sumar. Getty/Leon Neal Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch hefur verið gerður afturreka með ósk sína um að fá að breyta skilmálum fjölskyldusjóðs sem meðal annars kveða á um að elstu börnin hans fjögur fái jafnan atkvæðisrétt í viðskiptaveldi föður síns að honum látnum. Sjóðurinn var stofnaður þegar Murdoch og önnur eiginkona hans, Anna Murdoch Mann, skildu. Mann er móðir Elisabeth, Lachlan og James Murdoch en fyrir átti Rupert elstu dótturina, Prudence Murdoch, með fyrstu eiginkonu sinni. Skilmálarnir áttu að vera óhagganlegir, nema ef til þess kæmi að grípa þyrfti til ráðstafana til að vernda hagsmuni barnanna fjögurra. Murdoch vildi hins vegar breyta þeim þannig að Lachlan, sem stendur föður sínum næst hugmyndafræðilega séð, yrði einráður. Lögmenn auðjöfursins vildu meina að það væri hinum börnunum fyrir bestu að Lachlan sæti einn við stjórnvölinn; þannig væri hag viðskiptaveldisins og þar af leiðandi þeirra best borgið. Að óbreyttu eru líkur á að breytingar verði á miðlum Murdoch, þar sem hin börnin hans eru ekki jafn íhaldssöm og Lachlan. Fox News og aðrir miðlar samsteypunnar News Corp gætu þannig að orðið öllu hófsamari en hingað til. Yfirvöld í Nevada sem tóku beiðni Murdoch fyrir komust að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða óforskammaða tilraun Rupert og Lachlan til að taka stjórnina af hinum þremur. Murdoch hyggst áfrýja dómnum. Rupert Murdoch á tvær dætur til viðbótar með þriðju eigikonu sinni, Wendy Deng. Þær munu erfa föður sinn til jafns við hin börnin en fá ekki atkvæðarétt í fyrirtækinu. Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Sjóðurinn var stofnaður þegar Murdoch og önnur eiginkona hans, Anna Murdoch Mann, skildu. Mann er móðir Elisabeth, Lachlan og James Murdoch en fyrir átti Rupert elstu dótturina, Prudence Murdoch, með fyrstu eiginkonu sinni. Skilmálarnir áttu að vera óhagganlegir, nema ef til þess kæmi að grípa þyrfti til ráðstafana til að vernda hagsmuni barnanna fjögurra. Murdoch vildi hins vegar breyta þeim þannig að Lachlan, sem stendur föður sínum næst hugmyndafræðilega séð, yrði einráður. Lögmenn auðjöfursins vildu meina að það væri hinum börnunum fyrir bestu að Lachlan sæti einn við stjórnvölinn; þannig væri hag viðskiptaveldisins og þar af leiðandi þeirra best borgið. Að óbreyttu eru líkur á að breytingar verði á miðlum Murdoch, þar sem hin börnin hans eru ekki jafn íhaldssöm og Lachlan. Fox News og aðrir miðlar samsteypunnar News Corp gætu þannig að orðið öllu hófsamari en hingað til. Yfirvöld í Nevada sem tóku beiðni Murdoch fyrir komust að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða óforskammaða tilraun Rupert og Lachlan til að taka stjórnina af hinum þremur. Murdoch hyggst áfrýja dómnum. Rupert Murdoch á tvær dætur til viðbótar með þriðju eigikonu sinni, Wendy Deng. Þær munu erfa föður sinn til jafns við hin börnin en fá ekki atkvæðarétt í fyrirtækinu.
Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira