Redden, sem er 31 árs gamall, gekkst í september við ákærum um morðtilraun og önnur brot en sagðist hann eiga við geðræn vandamál að stríða, samkvæmt frétt CNN.
Holthus sagðist hafa óttast um líf sitt þegar Redden réðst á hana.
Í upphafi ársins var Redden í dómsal hjá Holthus eftir að hann játaði tilraun til stórfelldrar líkamsárásar og óskaði hann þess að fá skilorðsbundna refsingu. Það féllst dómarinn ekki á og vísaði til langrar brotasögu Redden.
Sjá einnig: Fékk ekki skilorð og réðst á dómarann
Hann brást við með því að stökka yfir dómarabekkinn og ráðast á Holthus.
VIDEO: Judge Mary Kay Holthus was attacked inside her own courtroom Wednesday during a sentencing hearing. pic.twitter.com/ARzXOHJ8er
— Law&Crime Network (@LawCrimeNetwork) January 3, 2024
Verjandi Redden segir að á þessum tíma hafi hann ekki verið að taka lyf sín við geðklofa.
Þá sagði Redden sjálfur í dómsal í gær að hann hefði ekki ætlað sér að bana Holthus.
„Ég er ekki að reyna að afsaka mig, en ég er að segja að ég er ekki slæmur maður og ég veit að ég ætlaði ekki að bana Mary Kay Holthus“, sagði hann.