Við fáum nýjustu tíðindi af stjórnarmyndunarviðræðum frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar.
Rætt verður við íbúa fjölbýlishúss í Breiðholti, sem er allt annað en sáttur við framkvæmdir sem hafa staðið yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús og útsýnið er ónýtt.
Við heimsækjum vertinn í Flugkaffinu á Akureyrarflugvelli, sem segir algjört lykilatriði að gera almennilegar pönnukökur, og við hittum karlakórinn Raddbandafélagið, sem heldur árlega jólatónleika í kvöld.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.