Innlent

Fækkar í þjóð­kirkjunni en Sið­mennt bætir mest við sig

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Enn fækkar í þjóðkirkjunni, sem þó er langfjölmennasta trúfélag landsins.
Enn fækkar í þjóðkirkjunni, sem þó er langfjölmennasta trúfélag landsins. Vísir/Vilhelm

Meðlimum íslensku þjóðkirkjunnar hefur fækkað um 939 síðan 1. desember á síðasta ári. Mest fjölgaði í Siðmennt á sama tímabili, en einstaklingum utan trú- og lífsskoðunarfélaga fjölgar einnig. 

Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár, sem heldur utan um tölfræði sem þessa. Þrátt fyrir fækkunina er þjóðkirkjan enn lang fjölmennasta trúfélag landsins, með 224.963 meðlimi 1. desember síðastliðinn. Næst fjölmennust er Kaþólska kirjan með 15.548 skráða meðlimi og í þriðja sæti yfir fjölmennasta trú- og lífsskoðunarfélag er Fríkirkjan í Reykjavík með 9.935 skráða meðlimi.

Frá 1. desember á síðasta ári fjölgaði mest í Siðmennt, eða um 348 meðlimi. Mest hlutfallsleg fjölgun var hjá Samfélagi Ahmadiyya-múslima á Íslandi, eða um 57,1 prósent. Meðlimir samfélagsins voru sjö 1. desember á síðasta ári, en voru orðnir ellefu ári síðar. 

MILLIFYRIRSÖGN

„Alls voru 30.779 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga sem er 0,7% hækkun frá 1. des 2023. Ef að einstaklingur er utan trú- eða lífsskoðunarfélaga þá hefur sá einstaklingur tekið afstöðu til þeirrar skráningar sinnar. Alls voru 89.935 einstaklingar skráðir með ótilgreinda skráningu. Ef að einstaklingur er með ótilgreinda skráningu þá hefur hann ekki tekið afstöðu til skráningar í trú- eða lífsskoðunarfélag,“ segir í tilkynningu Þjóðskrár. 

Hér neðar í fréttinni má nálgast töflu Þjóðskrár yfir fjölda skráðra eftir trú- og lífsskoðunarfélögum í byrjun mánaðarins og samanburð við tölur frá 1. desember 2021-2023.

Tengd skjöl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×