Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Árni Sæberg skrifar 12. desember 2024 15:25 Helgi vildi ekki una niðurstöðu Héraðsdóms og skaut málinu því til Landsréttar. Vísir/Vilhelm Helgi Hermannsson, áður stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sling, hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins 67 milljónir króna í Landsrétti. Starfsmennirnir stefndu Helga sem þeir töldu hafa svikið sig um gerða samninga þegar Sling var selt fyrir fleiri milljarða króna. Fyrirtæki sem þeir höfðu tekið þátt í að byggja upp og átt kauprétt í. Dómur Landsréttar var kveðinn upp klukkan 15 og hefur ekki enn verið birtur. Hann staðfestir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Sumarið 2023 var Helgi dæmdur til að greiða starfsmönnunum fjórum alls 67 milljónir króna. Vísir ræddi í kjölfarið við grafíska hönnuðinn Bjarka Atlason, sem var einn af þeim sem stefndu Helga. Hann lýsti því að mennirnir hafi talið sig svikna eftir að hafa ekki fengið kaupréttarsamninga sína efnda og svo ekki fengið greitt eftir að samkomulag um greiðslu eftir sölu Sling var gert. Héraðsdómur hafi dæmt Helga til greiðslu milljónanna 67. Mennirnir hafi furðað sig á því að hann hafi ákveðið að áfrýja dóminum til Landsréttar, enda hefðu lögfróðir menn tjáð þeim að litlar líkur væru á að dóminum yrði snúið. Bjarki hafi talið Helga einungis vera að fresta málinu. Helgi svarar fyrir sig Helgi setti sig í samband við Vísi eftir að frétt þessi birtist og óskaði eftir því að fá eftirfarandi yfirlýsingu birta: „Ég er ekki sammála niðurstöðu dómsins sem tekur ekki til lykilstaðreynda í þessu sérstaka máli. Sem snýst um meinta kauprétti manna sem aldrei unnu hjá fyrirtækinu eða stoppuðu mjög stutt við í árdögum þess. Tveir af þeim fjórum mönnum sem standa fyrir þessari málsókn hafa aldrei unnið fyrir Sling. Já, þú last rétt, aldrei unnið fyrir Sling. Gísli Guðmundsson hefur aldrei unnið hjá Sling. Jose Eduardo Valenzuela Martinez hefur aldrei unnið hjá Sling. Hinir tveir hættu fyrir langa löngu. Aron Ingi Óskarsson vann í 4 mánuði fyrir Sling sumarið 2016. Bjarki Fannar Atlason vann fyrir auglýsingastofu 2015 sem heitir Döðlur sem vann fyrir Sling. Bjarki hætti öllum afskiptum af Sling 2017 þegar hann stofnaði eigið fyrirtæki sem heitir 50Skills. Við sölu Sling sumarið 2022 hafði margt af kjarna starfsfólki félagsins unnið dag og nótt fyrir fyrirtækið í mörg ár. Þetta frábæra starfsfólk, 34 aðtölu, stóð með fyrirtækinu í gegnum mikla erfiðleika árum saman. Allt þetta góða fólk voru hluthafar í fyrirtækinu við sölu og nutu þess fjárhagslega. Vert er líka að hafa í huga og spyrja dóminn: Af hverju er ekki öllum hluthöfum Sling þá gert að greiða hlutfallslega eftir eign sinni í félaginu heldur aðeins einum hluthafa af mjög mörgum? Fólk getur lært margt af vegferð Sling á árunum 2015 til 2022. Startup fyrirtæki sem nær árangri í Ameríku krefst úthalds og þrautsegju. Ef einhver hefur áhuga á að kynna sér söguna og læra af henni er þeim frjálst að hafa samband [email protected].“ Dómsmál Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Tæknirisi kaupir íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling Bandaríska fyrirtækið Toast, sem heldur úti stafrænum vettvang fyrir veitingastaði og er skráð í kauphöllinni í New York, hefur keypt íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling, sem hefur þróað hugbúnað fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum. 7. júlí 2022 13:49 Sling selt á nærri níu milljarða króna til bandarísks tæknirisa Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling, sem var stofnað af Helga Hermannssyni fyrir um sjö árum síðan, var keypt fyrr í sumar á samtals um 60,6 miljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 8,6 milljarða króna á gengi dagsins í dag, af bandaríska tæknifyrirtækinu Toast. Stærstur hluti kaupverðsins var í formi reiðufjár en stjórnendur Sling fengu einnig afhent hlutabréf í Toast sem skráð í kauphöllinni í New York (NYSE). 5. september 2022 07:00 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Dómur Landsréttar var kveðinn upp klukkan 15 og hefur ekki enn verið birtur. Hann staðfestir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Sumarið 2023 var Helgi dæmdur til að greiða starfsmönnunum fjórum alls 67 milljónir króna. Vísir ræddi í kjölfarið við grafíska hönnuðinn Bjarka Atlason, sem var einn af þeim sem stefndu Helga. Hann lýsti því að mennirnir hafi talið sig svikna eftir að hafa ekki fengið kaupréttarsamninga sína efnda og svo ekki fengið greitt eftir að samkomulag um greiðslu eftir sölu Sling var gert. Héraðsdómur hafi dæmt Helga til greiðslu milljónanna 67. Mennirnir hafi furðað sig á því að hann hafi ákveðið að áfrýja dóminum til Landsréttar, enda hefðu lögfróðir menn tjáð þeim að litlar líkur væru á að dóminum yrði snúið. Bjarki hafi talið Helga einungis vera að fresta málinu. Helgi svarar fyrir sig Helgi setti sig í samband við Vísi eftir að frétt þessi birtist og óskaði eftir því að fá eftirfarandi yfirlýsingu birta: „Ég er ekki sammála niðurstöðu dómsins sem tekur ekki til lykilstaðreynda í þessu sérstaka máli. Sem snýst um meinta kauprétti manna sem aldrei unnu hjá fyrirtækinu eða stoppuðu mjög stutt við í árdögum þess. Tveir af þeim fjórum mönnum sem standa fyrir þessari málsókn hafa aldrei unnið fyrir Sling. Já, þú last rétt, aldrei unnið fyrir Sling. Gísli Guðmundsson hefur aldrei unnið hjá Sling. Jose Eduardo Valenzuela Martinez hefur aldrei unnið hjá Sling. Hinir tveir hættu fyrir langa löngu. Aron Ingi Óskarsson vann í 4 mánuði fyrir Sling sumarið 2016. Bjarki Fannar Atlason vann fyrir auglýsingastofu 2015 sem heitir Döðlur sem vann fyrir Sling. Bjarki hætti öllum afskiptum af Sling 2017 þegar hann stofnaði eigið fyrirtæki sem heitir 50Skills. Við sölu Sling sumarið 2022 hafði margt af kjarna starfsfólki félagsins unnið dag og nótt fyrir fyrirtækið í mörg ár. Þetta frábæra starfsfólk, 34 aðtölu, stóð með fyrirtækinu í gegnum mikla erfiðleika árum saman. Allt þetta góða fólk voru hluthafar í fyrirtækinu við sölu og nutu þess fjárhagslega. Vert er líka að hafa í huga og spyrja dóminn: Af hverju er ekki öllum hluthöfum Sling þá gert að greiða hlutfallslega eftir eign sinni í félaginu heldur aðeins einum hluthafa af mjög mörgum? Fólk getur lært margt af vegferð Sling á árunum 2015 til 2022. Startup fyrirtæki sem nær árangri í Ameríku krefst úthalds og þrautsegju. Ef einhver hefur áhuga á að kynna sér söguna og læra af henni er þeim frjálst að hafa samband [email protected].“
Dómsmál Nýsköpun Tækni Tengdar fréttir Tæknirisi kaupir íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling Bandaríska fyrirtækið Toast, sem heldur úti stafrænum vettvang fyrir veitingastaði og er skráð í kauphöllinni í New York, hefur keypt íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling, sem hefur þróað hugbúnað fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum. 7. júlí 2022 13:49 Sling selt á nærri níu milljarða króna til bandarísks tæknirisa Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling, sem var stofnað af Helga Hermannssyni fyrir um sjö árum síðan, var keypt fyrr í sumar á samtals um 60,6 miljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 8,6 milljarða króna á gengi dagsins í dag, af bandaríska tæknifyrirtækinu Toast. Stærstur hluti kaupverðsins var í formi reiðufjár en stjórnendur Sling fengu einnig afhent hlutabréf í Toast sem skráð í kauphöllinni í New York (NYSE). 5. september 2022 07:00 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Tæknirisi kaupir íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling Bandaríska fyrirtækið Toast, sem heldur úti stafrænum vettvang fyrir veitingastaði og er skráð í kauphöllinni í New York, hefur keypt íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling, sem hefur þróað hugbúnað fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum. 7. júlí 2022 13:49
Sling selt á nærri níu milljarða króna til bandarísks tæknirisa Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sling, sem var stofnað af Helga Hermannssyni fyrir um sjö árum síðan, var keypt fyrr í sumar á samtals um 60,6 miljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 8,6 milljarða króna á gengi dagsins í dag, af bandaríska tæknifyrirtækinu Toast. Stærstur hluti kaupverðsins var í formi reiðufjár en stjórnendur Sling fengu einnig afhent hlutabréf í Toast sem skráð í kauphöllinni í New York (NYSE). 5. september 2022 07:00