Arsenal fann enga leið gegn Everton

Sindri Sverrisson skrifar
Leikmenn Arsenal náðu sér ekki á strik gegn Everton í dag.
Leikmenn Arsenal náðu sér ekki á strik gegn Everton í dag. Getty/Stuart MacFarlane

Arsenal varð að sætta sig við markalaust jafntefli á heimavelli gegn Everton í dag, í bragðdaufum leik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Arsenal var mikið meira með boltann í leiknum en skapaði sér fá færi, og þegar það tókst var Jordan Pickford vandanum vaxinn í marki gestanna.

Undir lokin var möguleiki á að Arsenal fengi vítaspyrnu, eftir baráttu Vitalii Mykolenko og Thomas Partey, en að lokinni skoðun á myndbandi var ekkert dæmt.

Þetta var annað jafntefli Arsenal í röð í deildinni en liðið er þó taplaust í síðustu sex deildarleikjum.

Arsenal er núna með 30 stig í 3. sæti deildarinnar og Manchester City gæti jafnað liðið að stigum með sigri gegn Manchester United á morgun. Arsenal er stigi á eftir Chelsea sem núna á leik til góða við Brentford á morgun. Everton er með 15 stig í 15. sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira