„Þetta er bara komið til að vera“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. desember 2024 23:27 Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna. vísir/bjarni Nemendur með þroskahömlun og annars konar fötlun útskrifuðust úr splunkunýju námi í dag frá ellefu símenntunarmiðstöðvum um allt land. Nemendur sem ræddu við fréttastofu segjast hafa lært mikið og námið hafa verið skemmtilegt. Nokkrir eru þegar búnir að fá atvinnuviðtöl og -tilboð. Fréttastofa greindi frá því í byrjun september að nýtt nám fyrir fólk með þroskahömlun og aðrar fatlanir hafi litið dagsins ljós undir nafninu: Færniþjálfun á vinnumarkaði. Ráðist var í verkefnið til að auka atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu en námið býður upp á starfsþjálfun og fræðslu. Nemendur sem fréttastofa ræddi við á þeim tíma voru vongóðir um að fá vinnu að námi loknu. Ætlar að hafa það huggulegt og finna vinnu Núna er fyrsta misseri þessa nýja náms lokið en hvernig gekk nemendum? Við töluðum við nokkra nemendur sem voru að útskrifast í dag. Hin 22 ára Anna Björk Elkjær Emilsdóttir útskriftarnemi kunni einkar vel við sig í náminu. „Þetta var bara mjög gaman. Þetta var mjög skemmtilegt nám og ég lærði mikið af þessu. Hvað ætlarðu að gera núna þegar að námið er búið? „Hafa það huggulegt og reyna finna vinnu.“ Ertu búin að sækja um einhvers staðar? „Já og ég fékk viðtal, það var á þriðjudaginn og ég er að bíða eftir því að þau heyra til baka.“ Anna Björk Elkjær Emilsdóttir útskriftarnemi.vísir/bjarni Mælir með náminu sem sé þroskandi Erla Kristín Pétursdóttir útskriftarnemi segir námið hafa gengið vel. Hún hafi lært ýmislegt nýtt og eignast nýja vini. „Ég er búin að benda nokkrum sem ég þekki á þetta nám og þau eru bara: Hvar get ég sótt um þetta?“ Svo þú mælir með þessu? „Algjörlega, þetta er mjög gott námskeiði og mjög þroskandi.“ Erla Kristín Pétursdóttir útskriftarnemi.vísir/bjarni Komið til að vera Vinnumálastofnun stendur fyrir verkefninu ásamt Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Fjölmennt, en um 70 nemendur á ellefu stöðum á landinu útskrifast nú úr náminu sem fór fram fram í símenntunarmiðstöðvum og stofnunum víða um land. Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna, segir útskriftina hafa mikla þýðingu. „Tækifærin sem þetta er að gefa, við heyrum að einstaklingar eru komnir með atvinnuviðtöl og tilboð og mögulega áframhaldandi nám hjá Mími, og þetta er bara svo stórkostlegt. Þetta er nákvæmlega það sem að markmiðið var. Að lyfta þessum hópi sem hefur fá tækifæri. Við förum af stað aftur eftir áramótin sem er bara mjög gleðilegt. Þetta er bara komið til að vera, Færni á vinnumarkaði.“ Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna.vísir/bjarni Félagsmál Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í byrjun september að nýtt nám fyrir fólk með þroskahömlun og aðrar fatlanir hafi litið dagsins ljós undir nafninu: Færniþjálfun á vinnumarkaði. Ráðist var í verkefnið til að auka atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu en námið býður upp á starfsþjálfun og fræðslu. Nemendur sem fréttastofa ræddi við á þeim tíma voru vongóðir um að fá vinnu að námi loknu. Ætlar að hafa það huggulegt og finna vinnu Núna er fyrsta misseri þessa nýja náms lokið en hvernig gekk nemendum? Við töluðum við nokkra nemendur sem voru að útskrifast í dag. Hin 22 ára Anna Björk Elkjær Emilsdóttir útskriftarnemi kunni einkar vel við sig í náminu. „Þetta var bara mjög gaman. Þetta var mjög skemmtilegt nám og ég lærði mikið af þessu. Hvað ætlarðu að gera núna þegar að námið er búið? „Hafa það huggulegt og reyna finna vinnu.“ Ertu búin að sækja um einhvers staðar? „Já og ég fékk viðtal, það var á þriðjudaginn og ég er að bíða eftir því að þau heyra til baka.“ Anna Björk Elkjær Emilsdóttir útskriftarnemi.vísir/bjarni Mælir með náminu sem sé þroskandi Erla Kristín Pétursdóttir útskriftarnemi segir námið hafa gengið vel. Hún hafi lært ýmislegt nýtt og eignast nýja vini. „Ég er búin að benda nokkrum sem ég þekki á þetta nám og þau eru bara: Hvar get ég sótt um þetta?“ Svo þú mælir með þessu? „Algjörlega, þetta er mjög gott námskeiði og mjög þroskandi.“ Erla Kristín Pétursdóttir útskriftarnemi.vísir/bjarni Komið til að vera Vinnumálastofnun stendur fyrir verkefninu ásamt Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Fjölmennt, en um 70 nemendur á ellefu stöðum á landinu útskrifast nú úr náminu sem fór fram fram í símenntunarmiðstöðvum og stofnunum víða um land. Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna, segir útskriftina hafa mikla þýðingu. „Tækifærin sem þetta er að gefa, við heyrum að einstaklingar eru komnir með atvinnuviðtöl og tilboð og mögulega áframhaldandi nám hjá Mími, og þetta er bara svo stórkostlegt. Þetta er nákvæmlega það sem að markmiðið var. Að lyfta þessum hópi sem hefur fá tækifæri. Við förum af stað aftur eftir áramótin sem er bara mjög gleðilegt. Þetta er bara komið til að vera, Færni á vinnumarkaði.“ Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna.vísir/bjarni
Félagsmál Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira