Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2024 17:31 Stefán Teitur í baráttu við Brenden Aaronson leikmann Leeds. Vísir/Getty Stefán Teitur Þórðarson kom inn á í hálfleik í liði Preston sem tók á móti Leeds í Championship-deildinni á Englandi í dag. Stefán Teitur hóf leikinn á varamannabekk Preston í dag en liðið var um miðja deild fyrir leikinn gegn Leeds. Gestirnir voru hins vegar í 2. sæti og setja stefnuna á sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Brad Potts kom heimaliði Preston í 1-0 um miðjan fyrri hálfleikinn og þannig var staðan að loknum fyrri hálfleik. Stefán Teitur kom inn af bekknum í hálfleik hjá Preston og þegar allt stefndi í góðan sigur heimamanna tókst liði Leeds að jafna metin í uppbótartíma þegar Jack Whatmough skoraði sjálfsmark. Grátleg niðurstaða fyrir heimamenn sem urðu að sætta sig við 1-1 jafntefli. Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Blackburn sem vann 2-0 sigur á Luton Town á heimavelli en Arnór er að snúa til baka eftir erfið meiðsli og veikindi síðustu mánuði. Þá var Guðlaugur Victor Pálsson óntaður varamaður hjá Plymouth sem tapaði 2-0 gegn toppliði Sheffield United á útivelli. Gott gengi Willums og félaga heldur áfram Í League One-deildinni var Willum Þór Willumsson í byrjunarliði Birmingham sem mætti liði Bristol Rovers á heimavelli. Birmingham vann góðan 2-0 sigur eftir tvö mörk í fyrri hálfleiknum en Willum Þór lék allan leikinn í liði heimamanna. Birmingham er í 2. sæti deildarinnar og er einu stigi á eftir liði Wycombe en á leik til góða. Alfons Sampsted var ekki í leikmannahópi Birmingham í dag. Þá var Jason Daði Svanþórsson í byrjunarliði Grimsby sem mætti Crewe á heimavelli. Jason Daði var tekinn af velli á 80. mínútu í 2-0 tapi en Grimsby er í 7. sæti League Two-deildarinnar og í baráttu um sæti í deildinni fyrir ofan á næstu leiktíð. Tengdar fréttir Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ „Þetta var eiginlega algjör viðbjóður," segir atvinnumaðurinn í fótbolta, Arnór Sigurðsson sem nálgast endurkomu á völlinn eftir langvinn veikindi og meiðsli ofan á þau. Reynsla sem hefur skerpt sýn hans á það góða í lífinu. 5. desember 2024 08:01 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Í beinni: Haukar - Grindavík | Slagur upp á líf og dauða Körfubolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Í beinni: FH - Fram | Byrja blóðugt einvígi Handbolti Fleiri fréttir Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Sjá meira
Stefán Teitur hóf leikinn á varamannabekk Preston í dag en liðið var um miðja deild fyrir leikinn gegn Leeds. Gestirnir voru hins vegar í 2. sæti og setja stefnuna á sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Brad Potts kom heimaliði Preston í 1-0 um miðjan fyrri hálfleikinn og þannig var staðan að loknum fyrri hálfleik. Stefán Teitur kom inn af bekknum í hálfleik hjá Preston og þegar allt stefndi í góðan sigur heimamanna tókst liði Leeds að jafna metin í uppbótartíma þegar Jack Whatmough skoraði sjálfsmark. Grátleg niðurstaða fyrir heimamenn sem urðu að sætta sig við 1-1 jafntefli. Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Blackburn sem vann 2-0 sigur á Luton Town á heimavelli en Arnór er að snúa til baka eftir erfið meiðsli og veikindi síðustu mánuði. Þá var Guðlaugur Victor Pálsson óntaður varamaður hjá Plymouth sem tapaði 2-0 gegn toppliði Sheffield United á útivelli. Gott gengi Willums og félaga heldur áfram Í League One-deildinni var Willum Þór Willumsson í byrjunarliði Birmingham sem mætti liði Bristol Rovers á heimavelli. Birmingham vann góðan 2-0 sigur eftir tvö mörk í fyrri hálfleiknum en Willum Þór lék allan leikinn í liði heimamanna. Birmingham er í 2. sæti deildarinnar og er einu stigi á eftir liði Wycombe en á leik til góða. Alfons Sampsted var ekki í leikmannahópi Birmingham í dag. Þá var Jason Daði Svanþórsson í byrjunarliði Grimsby sem mætti Crewe á heimavelli. Jason Daði var tekinn af velli á 80. mínútu í 2-0 tapi en Grimsby er í 7. sæti League Two-deildarinnar og í baráttu um sæti í deildinni fyrir ofan á næstu leiktíð.
Tengdar fréttir Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ „Þetta var eiginlega algjör viðbjóður," segir atvinnumaðurinn í fótbolta, Arnór Sigurðsson sem nálgast endurkomu á völlinn eftir langvinn veikindi og meiðsli ofan á þau. Reynsla sem hefur skerpt sýn hans á það góða í lífinu. 5. desember 2024 08:01 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Í beinni: Haukar - Grindavík | Slagur upp á líf og dauða Körfubolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Í beinni: FH - Fram | Byrja blóðugt einvígi Handbolti Fleiri fréttir Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Sjá meira
Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ „Þetta var eiginlega algjör viðbjóður," segir atvinnumaðurinn í fótbolta, Arnór Sigurðsson sem nálgast endurkomu á völlinn eftir langvinn veikindi og meiðsli ofan á þau. Reynsla sem hefur skerpt sýn hans á það góða í lífinu. 5. desember 2024 08:01