Cecilía hefur þar með haldið marki sínu hreinu í sex leikjum af ellefu á sinni fyrstu leiktíð í ítölsku A-deildinni, og aðeins þurft að sækja boltann í netið sex sinnum alls í leikjunum ellefu.
Inter komst yfir í dag þegar Ivana Andrés skoraði á 26. mínútu. Martina Tomaselli og Elisa Polli bættu svo við mörkum í seinni hálfleik.
Fiorentina og Juventus mætast síðar í dag og eftir það verður staðan skýrari í spennandi toppbaráttu deildarinnar. Juventus er núna með 32 stig á toppnum en Inter og Roma með 28 stig, og Fiorentina, lið Alexöndru Jóhannsdóttur, með 26 stig fyrir leikinn við Juventus. Þessi fjögur lið skilja sig nokkuð frá öðrum í þessari tíu liða deild.