Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2024 16:05 Fjölmörg hús urðu fyrir miklum skemmdum og eru heilu hverfi og þorpin sögð í rúst. AP/Rainat Aliloiffa Björgunarsveitarmenn keppast enn við að ná til byggða sem óttast er að fellibylurinn Chido hafi leikið mjög grátt í eyjaklasanum Mayotte á Indlandshafi. Óttast er að þúsundir hafi dáið þegar hitabeltislægðin gekk þar yfir en samgöngur og samskiptakerfi liggja enn víða niðri. Eyjurnar liggja milli Afríku og Madagaskar en hafa frá árinu 1841 verið franskt yfirráðasvæði og eru Frakkar að senda björgunarlið og neyðarbirgðir með herflugvélum og skipum. Fátækt er mikil á Mayoote, en eyjunar hafa veirð kallaðar „fátækasti hluti Evrópusambandsins“. Um þrjú hundruð þúsund manns búa á eyjunum, sem eru mjög þétt byggðar, og hafa fregnir borist af því að heilu hverfin séu í rúst eftir óveðrið og að fjallaþorp sömuleiðis. Vegir eru víða ófærir vegna skemmda og fallinna trjáa. Formleg tala látinna stendur enn í fjórtán en hún m un að öllum líkindum hækka verulega. France24 hefur eftir François-Xavier Bieuville, ríkisstjóra, að hundruð hafi dáið og tala látinna gæti hækkað í þúsundir. Óvíst hvort raunverulegur fjöldi látinna muni nokkurn tímann verða ljós að fullu. Samkvæmt Bieuville er það að hluta til mögulegt þar sem flestir íbúa eyjanna eru íslamstrúar og samkvæmt þeirra hefðum ber að jarða fólk innan sólarhrings eftir að það deyr. Einnig er töluvert að fólki frá enn fátækari löndum eins og Sómalíu og Comoros-eyjum sem flýja til Mayotte og eru hvergi á skrá sem íbúar. Franskir hermenn á ferð um Mayotte.AP/Franski herinn Stórir hlutar eyjanna eru rafmagnslausir og án samskiptaleiða en fregnir hafa einnig borist af skorti á nauðsynjum eins og matvælum, vatni og húsaskjóli fyrir fólk sem hefur misst heimili sín. Til að bæta gráu ofan á svart varð stærsta sjúkrahús Mayotte fyrir töluverðum skemmdum. Unnið er að því að koma upp tímabundið neyðarsjúkrahúsi á eyjunum. Ráðamenn í Frakklandi búast við því að um átta hundruð björgunarsveitarmenn og aðrir hjálparstarfsmenn verði fluttir til eyjanna á næstu dögum og er notast við gervihnattamyndir til að greina hvaða svæði þurfa mesta aðstoð og fyrst. Frakkland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Óttast er að fjöldi látinna í franska eyjaklasanum Mayotte verði nokkur hundruð eftir að fellibylurinn Chido reið þar yfir á laugardagsnótt. Ellefu eru þegar látnir og um 250 slasaðir. 15. desember 2024 21:34 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Eyjurnar liggja milli Afríku og Madagaskar en hafa frá árinu 1841 verið franskt yfirráðasvæði og eru Frakkar að senda björgunarlið og neyðarbirgðir með herflugvélum og skipum. Fátækt er mikil á Mayoote, en eyjunar hafa veirð kallaðar „fátækasti hluti Evrópusambandsins“. Um þrjú hundruð þúsund manns búa á eyjunum, sem eru mjög þétt byggðar, og hafa fregnir borist af því að heilu hverfin séu í rúst eftir óveðrið og að fjallaþorp sömuleiðis. Vegir eru víða ófærir vegna skemmda og fallinna trjáa. Formleg tala látinna stendur enn í fjórtán en hún m un að öllum líkindum hækka verulega. France24 hefur eftir François-Xavier Bieuville, ríkisstjóra, að hundruð hafi dáið og tala látinna gæti hækkað í þúsundir. Óvíst hvort raunverulegur fjöldi látinna muni nokkurn tímann verða ljós að fullu. Samkvæmt Bieuville er það að hluta til mögulegt þar sem flestir íbúa eyjanna eru íslamstrúar og samkvæmt þeirra hefðum ber að jarða fólk innan sólarhrings eftir að það deyr. Einnig er töluvert að fólki frá enn fátækari löndum eins og Sómalíu og Comoros-eyjum sem flýja til Mayotte og eru hvergi á skrá sem íbúar. Franskir hermenn á ferð um Mayotte.AP/Franski herinn Stórir hlutar eyjanna eru rafmagnslausir og án samskiptaleiða en fregnir hafa einnig borist af skorti á nauðsynjum eins og matvælum, vatni og húsaskjóli fyrir fólk sem hefur misst heimili sín. Til að bæta gráu ofan á svart varð stærsta sjúkrahús Mayotte fyrir töluverðum skemmdum. Unnið er að því að koma upp tímabundið neyðarsjúkrahúsi á eyjunum. Ráðamenn í Frakklandi búast við því að um átta hundruð björgunarsveitarmenn og aðrir hjálparstarfsmenn verði fluttir til eyjanna á næstu dögum og er notast við gervihnattamyndir til að greina hvaða svæði þurfa mesta aðstoð og fyrst.
Frakkland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Óttast er að fjöldi látinna í franska eyjaklasanum Mayotte verði nokkur hundruð eftir að fellibylurinn Chido reið þar yfir á laugardagsnótt. Ellefu eru þegar látnir og um 250 slasaðir. 15. desember 2024 21:34 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Óttast er að fjöldi látinna í franska eyjaklasanum Mayotte verði nokkur hundruð eftir að fellibylurinn Chido reið þar yfir á laugardagsnótt. Ellefu eru þegar látnir og um 250 slasaðir. 15. desember 2024 21:34