Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Forlagið 17. desember 2024 11:00 Ása Marin hefur sent frá sér fyndna og notalega sögu um leitina að ástinni, Hittu mig í Hellisgerði. „Neistinn var hugmyndin um einmanaleika í kringum jólahátíðina. Fyrstu skrifin voru mjög melankólísk en þá fékk ég þá hugmynd að snúa þessu alveg á hvolf og skrifa rómantíska gamansögu,“ segir Ása Marin rithöfundur. Ása hefur sent frá sér bókina Hittu mig í Hellisgerði sem er bráðfyndin og notaleg saga um leitina að ástinni. Þar segir frá Snjólaugu sem stendur frammi fyrir því að jólin séu ónýt þetta árið. Barnsfaðir hennar ætlar að vera á Tenerife með dóttur þeirra allar hátíðarnar og Snjólaug sér fyrir sér ömurlega einmanalegt aðfangadagskvöld. En svo fær hún snilldarhugmynd: Hún ætlar að vera búin að finna sér kærasta þegar klukkurnar hringja jólin inn. Það er þó allt annað en auðvelt fyrir konu á miðjum aldri að rata um frumskóg stefnumótaappa og misgæfulegra einhleypra karla. Hún er við það að gefast upp þegar hún fær spennandi tilboð um að prófa glænýja og rómantíska stefnumótaferð á landsbyggðinni. Rómantísk Netflix - áhrif Söguþráðurinn gæti virst dálítið kunnuglegur aðdáendum erlendra rómantískra jólamynda og ljúfra Netflix-sería og fer Ása ekki í grafgötur með þá tengingu. Sagan gerist þó í alíslenskum veruleika og þvælist söguhetjan meðal annars um náttúruperlur Suðurlands í leit sinni að hinni einu sönnu ást. „Einmanaleikinn er í bakgrunni sögunnar en auk hans blandaði ég saman ákveðnum endurtekningum úr rómantískum jólamyndum við hugmyndirnar um raunveruleikaþætti sem ganga út á það að fólk finni ástina. Sneri svo upp á klisjurnar og niðurstaðan er Hittu mig í Hellisgerði,“ útskýrir Ása. Hún á tryggan aðdáendahóp sem hefur heillast af stórskemmtilegum ferðaskáldsögum hennar sem fjalla iðulega um konur sem taka völdin í eigin lífi. Hún er því oft kölluð helsti „skvísubókahöfundur“ okkar Íslendinga og „ljúflestrardrottning“ og er það ekki alveg viðeigandi titill? „Þegar stórt er spurt! Það má í það minnsta segja að ég tæki þeim titli fagnandi enda skvísur á öllum aldri minn stærsti lesendahópur,“ segir Ása Marin sposk. En hvernig bækur og sjónvarpsefni heillar hana sjálfa? Die Hard á jólamyndalistanum „Ég er svo gott sem alæta á skáldskap og á meðan bókin er vel skrifuð og sagan góð þá skiptir það mig engu undir hvaða bókmenntagrein sagan flokkast. Það er hægt að segja að ég velji lesefni eins og ég vel sjónvarpsefni til að horfa á og það fer bara eftir því í hvernig skapi og stuði ég er. Kvikmyndir í aðdraganda jóla sem ég horfi á, svo gott sem árlega, eru: Die Hard, Lord of theRings - seríuna og Love Actually og já, ég klökkna alltaf með Emmu Thompson þegar hún setur geisladiskinn í tækið! Inn á milli læt ég ljúfa jólarómansa rúlla í gegn og þegar jólafríið hefst ætla ég að hella mér út í Dune - ævintýrið . Ég horfi líka á allar íslenskar seríur sem ég kemst í. Eins er ég hrifin af góðum breskum drama- og spennuseríum, Peaky Blinders er t.d. í algjörum sérflokki og skandinavísku jólaseríurnar Home for Christmasog A Storm for Christmas eru báðar dásamlegar. Núna er ég að spæna mig í gegnum norsku þættina Pernille.“ Fararstjórn og eigin ferðalög lita ritstörfin Ferðalög af einhverju tagi fléttast gjarnan inn í bækur Ásu. Fyrsta skáldsaga hennar, Vegur vindsins – Buen camino sem kom út árið 2015, segir frá göngu eftir Jakobsstígnum. Sú bók hlaut góðar viðtökur meðal lesenda og gagnrýnenda. Ása Marin hefur síðan skrifað þrjár skáldaðar ferðasögur: Yfir hálfan hnöttinn kom út árið 2021, Elsku sólir árið 2022 og Sjávarhjarta árið 2023 sem segja frá ferðalögum um Víetnam, Spán og Karíbahafið. Ása er menntaður kennari, námsefnishöfundur og hefur einnig starfað sem fararstjóri, sem útskýrir kannski öll þessi ferðalög í bókum hennar? „Mögulega hefur fararstjórastarfið litað skálduðu ferðasögurnar að einhverju leyti. En sögusvið þeirra tengjast þó meira þeim stöðum sem ég hef ferðast til í fríum, fyrir utan Elsku sólir. Í Hittu mig í Hellisgerði kemur fyrir ferðaþjónustufyrirtæki sem seint getur talist til fyrirmyndar og það er aldrei að vita nema undirmeðvitundin hafi upphugsað það sem dystópískt fyrirtæki sem ég gæti ekki hugsað mér að vinna fyrir,“ segir hún. Menning Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira
Ása hefur sent frá sér bókina Hittu mig í Hellisgerði sem er bráðfyndin og notaleg saga um leitina að ástinni. Þar segir frá Snjólaugu sem stendur frammi fyrir því að jólin séu ónýt þetta árið. Barnsfaðir hennar ætlar að vera á Tenerife með dóttur þeirra allar hátíðarnar og Snjólaug sér fyrir sér ömurlega einmanalegt aðfangadagskvöld. En svo fær hún snilldarhugmynd: Hún ætlar að vera búin að finna sér kærasta þegar klukkurnar hringja jólin inn. Það er þó allt annað en auðvelt fyrir konu á miðjum aldri að rata um frumskóg stefnumótaappa og misgæfulegra einhleypra karla. Hún er við það að gefast upp þegar hún fær spennandi tilboð um að prófa glænýja og rómantíska stefnumótaferð á landsbyggðinni. Rómantísk Netflix - áhrif Söguþráðurinn gæti virst dálítið kunnuglegur aðdáendum erlendra rómantískra jólamynda og ljúfra Netflix-sería og fer Ása ekki í grafgötur með þá tengingu. Sagan gerist þó í alíslenskum veruleika og þvælist söguhetjan meðal annars um náttúruperlur Suðurlands í leit sinni að hinni einu sönnu ást. „Einmanaleikinn er í bakgrunni sögunnar en auk hans blandaði ég saman ákveðnum endurtekningum úr rómantískum jólamyndum við hugmyndirnar um raunveruleikaþætti sem ganga út á það að fólk finni ástina. Sneri svo upp á klisjurnar og niðurstaðan er Hittu mig í Hellisgerði,“ útskýrir Ása. Hún á tryggan aðdáendahóp sem hefur heillast af stórskemmtilegum ferðaskáldsögum hennar sem fjalla iðulega um konur sem taka völdin í eigin lífi. Hún er því oft kölluð helsti „skvísubókahöfundur“ okkar Íslendinga og „ljúflestrardrottning“ og er það ekki alveg viðeigandi titill? „Þegar stórt er spurt! Það má í það minnsta segja að ég tæki þeim titli fagnandi enda skvísur á öllum aldri minn stærsti lesendahópur,“ segir Ása Marin sposk. En hvernig bækur og sjónvarpsefni heillar hana sjálfa? Die Hard á jólamyndalistanum „Ég er svo gott sem alæta á skáldskap og á meðan bókin er vel skrifuð og sagan góð þá skiptir það mig engu undir hvaða bókmenntagrein sagan flokkast. Það er hægt að segja að ég velji lesefni eins og ég vel sjónvarpsefni til að horfa á og það fer bara eftir því í hvernig skapi og stuði ég er. Kvikmyndir í aðdraganda jóla sem ég horfi á, svo gott sem árlega, eru: Die Hard, Lord of theRings - seríuna og Love Actually og já, ég klökkna alltaf með Emmu Thompson þegar hún setur geisladiskinn í tækið! Inn á milli læt ég ljúfa jólarómansa rúlla í gegn og þegar jólafríið hefst ætla ég að hella mér út í Dune - ævintýrið . Ég horfi líka á allar íslenskar seríur sem ég kemst í. Eins er ég hrifin af góðum breskum drama- og spennuseríum, Peaky Blinders er t.d. í algjörum sérflokki og skandinavísku jólaseríurnar Home for Christmasog A Storm for Christmas eru báðar dásamlegar. Núna er ég að spæna mig í gegnum norsku þættina Pernille.“ Fararstjórn og eigin ferðalög lita ritstörfin Ferðalög af einhverju tagi fléttast gjarnan inn í bækur Ásu. Fyrsta skáldsaga hennar, Vegur vindsins – Buen camino sem kom út árið 2015, segir frá göngu eftir Jakobsstígnum. Sú bók hlaut góðar viðtökur meðal lesenda og gagnrýnenda. Ása Marin hefur síðan skrifað þrjár skáldaðar ferðasögur: Yfir hálfan hnöttinn kom út árið 2021, Elsku sólir árið 2022 og Sjávarhjarta árið 2023 sem segja frá ferðalögum um Víetnam, Spán og Karíbahafið. Ása er menntaður kennari, námsefnishöfundur og hefur einnig starfað sem fararstjóri, sem útskýrir kannski öll þessi ferðalög í bókum hennar? „Mögulega hefur fararstjórastarfið litað skálduðu ferðasögurnar að einhverju leyti. En sögusvið þeirra tengjast þó meira þeim stöðum sem ég hef ferðast til í fríum, fyrir utan Elsku sólir. Í Hittu mig í Hellisgerði kemur fyrir ferðaþjónustufyrirtæki sem seint getur talist til fyrirmyndar og það er aldrei að vita nema undirmeðvitundin hafi upphugsað það sem dystópískt fyrirtæki sem ég gæti ekki hugsað mér að vinna fyrir,“ segir hún.
Menning Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira