Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2024 10:45 Símon Einarsson framkvæmdastjóri, stofnandi og einn eigenda Straumlindar ásamt starfsfólki fyrirtækisins. Þótt verð hjá Straumlind hafi hækkað mest á milli ára er hæsta verðið hjá HS Orku, svo Orku náttúrunnar, þar á eftir Orkusölunni og loks Fallorka. Straumlind er með fimmta hæsta verðið af fyrirtækjunum níu. Straumlind Á einu ári eða frá því í október í fyrra til dagsins í dag hefur verð á raforku hjá smásölum hækkað á bilinu 9-37%. ASÍ vekur athygli á því að ólíkt dreifingu raforku hafi almenningur val um af hvaða smásölu það kjósi að versla raforku. Valið stendur milli níu smásala raforku og geta neytendur fært sig á milli söluaðila með auðveldum hætti en ekki er hægt að velja um dreifiveitu rafmagns. Í tilkynningu frá ASÍ er verðþróun á raforku hjá smásölum skoðuð lengra aftur í tímann eða frá október 2018 til dagsins í dag. Þar má sjá að verð á kílówattstund hefur hækkað um 9-44%. Munur á hæsta og lægsta verði hjá raforkusölum hefur aukist og farið úr 9% árið 2018 upp 43% í dag. Verð hækkar mest hjá Straumlind en minnst hjá Orku heimilanna Mest hefur verð á raforku hækkað hjá Straumlind, um 37% þar sem verð á kílóvattstund hefur farið úr 7,24 kr. í 9,92 kr. á einu ári. Miðað við notkun upp á 4.000 kWst á ári er það hækkun upp á 10.720 kr. Næst mest hækkar raforkuverð hjá N1 rafmagni milli ára, um 31% og Atlantsorka fylgir á eftir með 29% hækkun. Á sama tímabili hefur verð á kílóvattstund hækkað minnst hjá Orku heimilanna, um 9% en fyrirtækið býður einnig upp á lægsta verðið, 7,97 kr/kWst. Sama verð býðst að vísu einnig hjá Orkusölunni en til að fá það verð þarf að velja sérstaka leið sem kallast sparorka. Ef engin orkuleið er valin hjá Orkusölunni er verðið 32% hærra eða 10,53 kr/kWst. Hæsta raforkuverðið hjá HS orku en það lægsta hjá Orku heimilanna Verð á kílóvattstund er hæst hjá HS Orku, 11,36 kr./kWst og er það 43% hærra en lægsta verð, 7,97 kr./kWst, sem býðst hjá Orku heimilanna (og Orkusölunni ef sparorkuleið er valin). Tómas Már Sigurðsson er forstjóri HS Orku sem býður upp á hæsta verðið samkvæmt samantekt ASÍ.Vísir/Egill Aðalsteinsson Miðað við árlega rafmagnsnotkun upp á 4.000 kWst er 13.560 kr. munur á raforkuverði hjá fyrirtækjunum. Næst hæst er verð á kílóvattstund hjá Orku náttúrunnar, 10,55 kr. og þar á eftir kemur Orkusalan með 10,53 kr./kWst (ef engin orkuleið er valin). Næst lægst er verð á raforku hjá Orkubúi Vestfjarða, 8,25 kr/kWst. Þess ber að geta að ASÍ miðar við almennt verð á rafmagni til heimilisnotkunar, án afsláttarkjara sem bjóðast sums staðar og eru gjarnan tengd bílahleðslustöðvum. Mesta verðhækkun á raforku frá hruni Ef verð á rafmagni er skoðað í vísitölu neysluverðs má sjá að það hefur hækkað um 13% á einu ári (nóv ’23-’24) sem er átta prósentustigum umfram árshækkun vísitölu neysluverðs sem er 5%. Þetta er mesta hækkun sem hefur orðið á raforkuverði á einu ári frá því eftir hrun. Verð á raforku skiptist í kostnað við raforku (smásalar), dreifingu (rafveitur) og opinber gjöld. Verð á raforku í vísitölu neysluverðs nær því bæði til verðs hjá smásölum raforku, verðs dreifiveitna rafmagns og opinberra gjalda. Smásalar raforku starfa á frjálsum markaði þar sem frjáls verðlagning er við lýði. Starfsemi dreifiveitna er aftur á móti sérleyfisskyld, verðlagning þeirra takmörkunum háð þar sem verðlagning miðast við eðlilegar fjárfestingar og viðhald. Keðjuverkandi áhrif hækkandi raforkuverðs á verðlag „Verðhækkanir á raforku hafa ekki bara áhrif á heimilin heldur einnig á rekstur fyrirtækja. Minni fyrirtæki sem teljast ekki til stórnotenda verða einnig fyrir barðinu á verðhækkunum á raforku sem hækkar rekstrarkostnað þeirra,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. „Verðhækkanir á raforku hafa þannig keðjuverkandi áhrif og skapa þrýstingi á verðlag sem skerðir samkeppnishæfni fyrirtækja og ýta undir verðhækkanir sem bitna á neytendum. Íslenskir grænmetisframleiðendur hafa bent á að verðhækkanir á raforku séu nú þegar farnar að leiða til verðhækkana og ljóst er að áhrifanna mun gæta í rekstri fleiri fyrirtækja.“ Af hverju er verð á raforku að hækka? Í tilkynningu ASÍ er því velt upp af hverju verð á raforku fari hækkandi. Vísað er til mikilla breytinga sem hafi orðið á íslenskum raforkumarkaði síðustu tvo áratugina með aukinni markaðsvæðingu íslenska raforkukerfisins. Almenningur hafi lítið orðið var við þessar breytingar hingað til og fram að þessu notið góðs af lægsta raforkuverði í Evrópu. „Síðustu ár hefur eftirspurn eftir grænni orku aukist með aukinni áherslu á orkuskipti um allan heim sem endurspeglast í auknum áhuga fyrirtækja á endurnýjanlegri orku hér á landi. Þessi aukna eftirspurn hefur skapað þrýsting á raforkuverð sem leitar núna upp á við og er farin að birtast í hærra raforkuverði til heimila og smærri fyrirtækja. Heimili og smærri fyrirtæki eru því sett í þá stöðu að keppa við stórnotendur um rafmagn.“ Þetta sé vandi sem koma hefði mátt í veg fyrir og megi enn leysa. „Ástæðan fyrir því að íslensk heimili og smærri fyrirtæki finna nú fyrir verðhækkunum á raforku má rekja til þess að stjórnvöld hafa ekki ráðist í nauðsynlegar aðgerðir til að tryggja orkuöryggi og verðvernd fyrir þessa hópa, þó þeim sé það heimilt og að Evrópusambandið mæli í raun með því.“ Í tilskipun Evrópusambandsins komi fram að ríkjum sé heimilt að skylda raforkufyrirtæki til að sinna opinberri þjónustu í þágu almennra efnahagslegra hagsmuna. Þá sé mælt með að ríkin skuli tryggja öllum heimilisnotendum alþjónustu, þ.e. rétt á að fá afhenta raforku af ákveðnum gæðum á sanngjörnu verði sem sé gagnsætt, auðveldlega samanburðarhæft og feli ekki í sér mismunun. Mun aukið framboð af raforku með aukinni orkuöflun ekki leysa vandann? ASÍ bendir á að ýmsir vilji meina að lögmál framboðs og eftirspurnar muni leysa þann vanda sem við stöndum frammi fyrir og að aukið framboð af raforku með aukinni orkuöflun muni draga úr eða stöðva verðhækkanir á raforku. Þetta sé ekki rétt. „Í fyrsta lagi er íslenskur orkumarkaður gjörólíkur orkumörkuðum á meginlandi Evrópu og lögmál framboðs og eftirspurnar virka ekki með sama hætti hér og í Evrópu. Ísland er eina landið í heiminum sem er bæði með lokaðan raforkumarkað og nær 100% endurnýjanlega orku. Á meginlandi Evrópu er hægt að auka framboð af raforku með tiltölulega skömmum fyrirvara með því að setja kolaver eða kjarnorkuver í gang sem annars eru ekki í notkun. Á Íslandi verður aldrei hægt að bregðast við skorti á framboði á raforku með svo skömmum fyrirvara enda tekur tíma að ráðast í nýjar virkjanir ef þörf er á aukinni orku. Markaðsöflin virka því ekki með sama hætti hér og annars staðar í Evrópu þar sem hærra orkuverð hefur ekki sömu áhrif á framboð eftir raforku,“ segir í tilkynningu ASÍ. Það sé dýrt að virkja og mikilvægt að nota þá orku sem virkjuð sé. „Hvorki Landsvirkjun né aðrir aðilar hafa hag af því að ráðast í umfangsmiklar fjárfestingar sem felast í nýjum virkjunum til þess að láta raforku liggja ónotaða í stað þess að koma henni í verð. Þeirri orku sem bætist við íslenska raforkukerfið ef ráðist verður í aukna orkuöflun verður því fljótt ráðstafað til fyrirtækja sem hafa áhuga á henni og hún seld til þeirra. Þá erum við komin í sömu stöðu og við erum í dag.“ Aukin orkuöflun muni því ekki koma í veg fyrir verðhækkanir á raforku til almennings og smærri fyrirtækja. „Sérstaða íslensks raforkumarkaðar kallar því á að annars konar lagaumgjörð sé mótuð á raforkumarkaði en er við lýði á meginlandi Evrópu sem tryggir raforkuöryggi fyrir heimilin og smærri fyrirtæki og verðvernd. Hvort auka þurfi orkuöflun til að styðja við aukna verðmætasköpun er svo annað mál sem er sjálfsagt að ræða, en nauðsynlegt er að aðskilja frá umræðu um verðhækkanir á raforku.“ En hvað er þá hægt að gera? ASÍ bendir á að íslenskur raforkumarkaður sé ekki fullmótaður og nauðsynlegt að ráðast í stefnumótun um hvernig hátta eigi raforkuviðskiptum hér á landi til lengri tíma með það að markmiði að hámarka ábata þjóðarinnar af auðlindinni. „Ábati þjóðarinnar felst í verðmæta- og atvinnusköpun og arði til þjóðarinnar af orkuöflun- og orkusölu. Ábati þjóðarinnar af orkuauðlindinni felst þó ekki síst í því lága raforkuverði sem heimili og smærri fyrirtæki hafa notið fram að þessu. Breytingar á raforkumarkaði eiga að standa vörð um þennan ábata og auka hann eftir fremsta megni en ekki draga úr honum.“ Til skemmri tíma sé því nauðsynlegt að ráðast í aðgerðir sem tryggi að almenningur og smærri fyrirtæki hafi áfram aðgengi að orku á sanngjörnu verði. „Ýmsar leiðir eru færar í þeim efnum en nauðsynlegt er að stjórnvöld axli ábyrgð og tryggi að auðlindir þjóðarinnar séu nýttar með almannahagsmuni að leiðarljósi. Raforka er nauðsynjavara sem almenningur á að hafa jafnan aðgang að án tillits til stöðu eða tekna.“ Orkumál Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Í tilkynningu frá ASÍ er verðþróun á raforku hjá smásölum skoðuð lengra aftur í tímann eða frá október 2018 til dagsins í dag. Þar má sjá að verð á kílówattstund hefur hækkað um 9-44%. Munur á hæsta og lægsta verði hjá raforkusölum hefur aukist og farið úr 9% árið 2018 upp 43% í dag. Verð hækkar mest hjá Straumlind en minnst hjá Orku heimilanna Mest hefur verð á raforku hækkað hjá Straumlind, um 37% þar sem verð á kílóvattstund hefur farið úr 7,24 kr. í 9,92 kr. á einu ári. Miðað við notkun upp á 4.000 kWst á ári er það hækkun upp á 10.720 kr. Næst mest hækkar raforkuverð hjá N1 rafmagni milli ára, um 31% og Atlantsorka fylgir á eftir með 29% hækkun. Á sama tímabili hefur verð á kílóvattstund hækkað minnst hjá Orku heimilanna, um 9% en fyrirtækið býður einnig upp á lægsta verðið, 7,97 kr/kWst. Sama verð býðst að vísu einnig hjá Orkusölunni en til að fá það verð þarf að velja sérstaka leið sem kallast sparorka. Ef engin orkuleið er valin hjá Orkusölunni er verðið 32% hærra eða 10,53 kr/kWst. Hæsta raforkuverðið hjá HS orku en það lægsta hjá Orku heimilanna Verð á kílóvattstund er hæst hjá HS Orku, 11,36 kr./kWst og er það 43% hærra en lægsta verð, 7,97 kr./kWst, sem býðst hjá Orku heimilanna (og Orkusölunni ef sparorkuleið er valin). Tómas Már Sigurðsson er forstjóri HS Orku sem býður upp á hæsta verðið samkvæmt samantekt ASÍ.Vísir/Egill Aðalsteinsson Miðað við árlega rafmagnsnotkun upp á 4.000 kWst er 13.560 kr. munur á raforkuverði hjá fyrirtækjunum. Næst hæst er verð á kílóvattstund hjá Orku náttúrunnar, 10,55 kr. og þar á eftir kemur Orkusalan með 10,53 kr./kWst (ef engin orkuleið er valin). Næst lægst er verð á raforku hjá Orkubúi Vestfjarða, 8,25 kr/kWst. Þess ber að geta að ASÍ miðar við almennt verð á rafmagni til heimilisnotkunar, án afsláttarkjara sem bjóðast sums staðar og eru gjarnan tengd bílahleðslustöðvum. Mesta verðhækkun á raforku frá hruni Ef verð á rafmagni er skoðað í vísitölu neysluverðs má sjá að það hefur hækkað um 13% á einu ári (nóv ’23-’24) sem er átta prósentustigum umfram árshækkun vísitölu neysluverðs sem er 5%. Þetta er mesta hækkun sem hefur orðið á raforkuverði á einu ári frá því eftir hrun. Verð á raforku skiptist í kostnað við raforku (smásalar), dreifingu (rafveitur) og opinber gjöld. Verð á raforku í vísitölu neysluverðs nær því bæði til verðs hjá smásölum raforku, verðs dreifiveitna rafmagns og opinberra gjalda. Smásalar raforku starfa á frjálsum markaði þar sem frjáls verðlagning er við lýði. Starfsemi dreifiveitna er aftur á móti sérleyfisskyld, verðlagning þeirra takmörkunum háð þar sem verðlagning miðast við eðlilegar fjárfestingar og viðhald. Keðjuverkandi áhrif hækkandi raforkuverðs á verðlag „Verðhækkanir á raforku hafa ekki bara áhrif á heimilin heldur einnig á rekstur fyrirtækja. Minni fyrirtæki sem teljast ekki til stórnotenda verða einnig fyrir barðinu á verðhækkunum á raforku sem hækkar rekstrarkostnað þeirra,“ segir í tilkynningu frá ASÍ. „Verðhækkanir á raforku hafa þannig keðjuverkandi áhrif og skapa þrýstingi á verðlag sem skerðir samkeppnishæfni fyrirtækja og ýta undir verðhækkanir sem bitna á neytendum. Íslenskir grænmetisframleiðendur hafa bent á að verðhækkanir á raforku séu nú þegar farnar að leiða til verðhækkana og ljóst er að áhrifanna mun gæta í rekstri fleiri fyrirtækja.“ Af hverju er verð á raforku að hækka? Í tilkynningu ASÍ er því velt upp af hverju verð á raforku fari hækkandi. Vísað er til mikilla breytinga sem hafi orðið á íslenskum raforkumarkaði síðustu tvo áratugina með aukinni markaðsvæðingu íslenska raforkukerfisins. Almenningur hafi lítið orðið var við þessar breytingar hingað til og fram að þessu notið góðs af lægsta raforkuverði í Evrópu. „Síðustu ár hefur eftirspurn eftir grænni orku aukist með aukinni áherslu á orkuskipti um allan heim sem endurspeglast í auknum áhuga fyrirtækja á endurnýjanlegri orku hér á landi. Þessi aukna eftirspurn hefur skapað þrýsting á raforkuverð sem leitar núna upp á við og er farin að birtast í hærra raforkuverði til heimila og smærri fyrirtækja. Heimili og smærri fyrirtæki eru því sett í þá stöðu að keppa við stórnotendur um rafmagn.“ Þetta sé vandi sem koma hefði mátt í veg fyrir og megi enn leysa. „Ástæðan fyrir því að íslensk heimili og smærri fyrirtæki finna nú fyrir verðhækkunum á raforku má rekja til þess að stjórnvöld hafa ekki ráðist í nauðsynlegar aðgerðir til að tryggja orkuöryggi og verðvernd fyrir þessa hópa, þó þeim sé það heimilt og að Evrópusambandið mæli í raun með því.“ Í tilskipun Evrópusambandsins komi fram að ríkjum sé heimilt að skylda raforkufyrirtæki til að sinna opinberri þjónustu í þágu almennra efnahagslegra hagsmuna. Þá sé mælt með að ríkin skuli tryggja öllum heimilisnotendum alþjónustu, þ.e. rétt á að fá afhenta raforku af ákveðnum gæðum á sanngjörnu verði sem sé gagnsætt, auðveldlega samanburðarhæft og feli ekki í sér mismunun. Mun aukið framboð af raforku með aukinni orkuöflun ekki leysa vandann? ASÍ bendir á að ýmsir vilji meina að lögmál framboðs og eftirspurnar muni leysa þann vanda sem við stöndum frammi fyrir og að aukið framboð af raforku með aukinni orkuöflun muni draga úr eða stöðva verðhækkanir á raforku. Þetta sé ekki rétt. „Í fyrsta lagi er íslenskur orkumarkaður gjörólíkur orkumörkuðum á meginlandi Evrópu og lögmál framboðs og eftirspurnar virka ekki með sama hætti hér og í Evrópu. Ísland er eina landið í heiminum sem er bæði með lokaðan raforkumarkað og nær 100% endurnýjanlega orku. Á meginlandi Evrópu er hægt að auka framboð af raforku með tiltölulega skömmum fyrirvara með því að setja kolaver eða kjarnorkuver í gang sem annars eru ekki í notkun. Á Íslandi verður aldrei hægt að bregðast við skorti á framboði á raforku með svo skömmum fyrirvara enda tekur tíma að ráðast í nýjar virkjanir ef þörf er á aukinni orku. Markaðsöflin virka því ekki með sama hætti hér og annars staðar í Evrópu þar sem hærra orkuverð hefur ekki sömu áhrif á framboð eftir raforku,“ segir í tilkynningu ASÍ. Það sé dýrt að virkja og mikilvægt að nota þá orku sem virkjuð sé. „Hvorki Landsvirkjun né aðrir aðilar hafa hag af því að ráðast í umfangsmiklar fjárfestingar sem felast í nýjum virkjunum til þess að láta raforku liggja ónotaða í stað þess að koma henni í verð. Þeirri orku sem bætist við íslenska raforkukerfið ef ráðist verður í aukna orkuöflun verður því fljótt ráðstafað til fyrirtækja sem hafa áhuga á henni og hún seld til þeirra. Þá erum við komin í sömu stöðu og við erum í dag.“ Aukin orkuöflun muni því ekki koma í veg fyrir verðhækkanir á raforku til almennings og smærri fyrirtækja. „Sérstaða íslensks raforkumarkaðar kallar því á að annars konar lagaumgjörð sé mótuð á raforkumarkaði en er við lýði á meginlandi Evrópu sem tryggir raforkuöryggi fyrir heimilin og smærri fyrirtæki og verðvernd. Hvort auka þurfi orkuöflun til að styðja við aukna verðmætasköpun er svo annað mál sem er sjálfsagt að ræða, en nauðsynlegt er að aðskilja frá umræðu um verðhækkanir á raforku.“ En hvað er þá hægt að gera? ASÍ bendir á að íslenskur raforkumarkaður sé ekki fullmótaður og nauðsynlegt að ráðast í stefnumótun um hvernig hátta eigi raforkuviðskiptum hér á landi til lengri tíma með það að markmiði að hámarka ábata þjóðarinnar af auðlindinni. „Ábati þjóðarinnar felst í verðmæta- og atvinnusköpun og arði til þjóðarinnar af orkuöflun- og orkusölu. Ábati þjóðarinnar af orkuauðlindinni felst þó ekki síst í því lága raforkuverði sem heimili og smærri fyrirtæki hafa notið fram að þessu. Breytingar á raforkumarkaði eiga að standa vörð um þennan ábata og auka hann eftir fremsta megni en ekki draga úr honum.“ Til skemmri tíma sé því nauðsynlegt að ráðast í aðgerðir sem tryggi að almenningur og smærri fyrirtæki hafi áfram aðgengi að orku á sanngjörnu verði. „Ýmsar leiðir eru færar í þeim efnum en nauðsynlegt er að stjórnvöld axli ábyrgð og tryggi að auðlindir þjóðarinnar séu nýttar með almannahagsmuni að leiðarljósi. Raforka er nauðsynjavara sem almenningur á að hafa jafnan aðgang að án tillits til stöðu eða tekna.“
Orkumál Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira