„Vissi hvað ég var að fara út í“ Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 15:47 Freyr Alexandersson náði að stýra Kortrijk í tæplega ár sem er nokkuð vel af sér vikið miðað við þjálfarasögu félagsins síðustu ár. Getty/Nico Vereecken Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson segir fólki að hafa ekki áhyggjur af sér, eftir að hann var rekinn frá belgíska félaginu Kortrijk í gær þrátt fyrir að hafa reynst algjör bjargvættur á síðustu leiktíð. Freyr tók við Kortrijk í nær ómögulegri stöðu, langneðst í belgísku deildinni, í byrjun þessa árs. Hann hafði áður náð að stýra Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina, halda því þar uppi og festa í sessi. Þessi 42 ára þjálfari var rekinn frá Kortrijk í gær og fyrrverandi þjálfari liðsins, Yves Vanderhaeghe, ráðinn í hans stað. Freyr tjáði sig stuttlega um þessa niðurstöðu á Instagram í dag og bar sig vel: „Langaði bara að þakka ykkur fyrir öll skilaboðin, stuðninginn og ástina. Kann virkilega vel að meta það,“ skrifaði Freyr. „Ekki hafa áhyggjur af mér,“ bætti hann við og spurning hvort að Freyr sé þegar kominn með möguleika á öðru starfi, en hann hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara karla. Ekki hefur náðst í Frey í dag. Hann var aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins þegar Erik Hamrén var með liðið, og áður landsliðsþjálfari kvenna, en tók svo við Lyngby árið 2021. Frábært ferðalag með öllu sem því hefur fylgt Þegar Freyr tók svo við Kortrijk var ljóst að hann væri á leið í afar óöruggt umhverfi enda þjálfaraskipti tíð í Belgíu og ekki síst hjá Kortrijk. Freyr var þriðji þjálfarinn sem stýrði Kortrijk á síðustu leiktíð og alls hefur félagið nú átján sinnum skipt um þjálfara frá árinu 2014, án þess að tímabundnar ráðningar séu taldar með. Talað var um að hann væri á leið í „kirkjugarð þjálfara“ og á það bent í grein hér á Vísi að miðað við þróun þjálfaramál hjá Kortrijk gæti Freyr ekki búist við að vera lengur en um hálft ár í starfi. Hann entist hins vegar í nánast heilt ár. „Ég vissi hvað ég var að fara út í. Ferðalagið hefur verið frábært. Með öllu sem því hefur fylgt,“ skrifaði Freyr á Instagram en eins og fyrr segir hefur ekki náðst í hann í dag. Belgíski boltinn Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira
Freyr tók við Kortrijk í nær ómögulegri stöðu, langneðst í belgísku deildinni, í byrjun þessa árs. Hann hafði áður náð að stýra Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina, halda því þar uppi og festa í sessi. Þessi 42 ára þjálfari var rekinn frá Kortrijk í gær og fyrrverandi þjálfari liðsins, Yves Vanderhaeghe, ráðinn í hans stað. Freyr tjáði sig stuttlega um þessa niðurstöðu á Instagram í dag og bar sig vel: „Langaði bara að þakka ykkur fyrir öll skilaboðin, stuðninginn og ástina. Kann virkilega vel að meta það,“ skrifaði Freyr. „Ekki hafa áhyggjur af mér,“ bætti hann við og spurning hvort að Freyr sé þegar kominn með möguleika á öðru starfi, en hann hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara karla. Ekki hefur náðst í Frey í dag. Hann var aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins þegar Erik Hamrén var með liðið, og áður landsliðsþjálfari kvenna, en tók svo við Lyngby árið 2021. Frábært ferðalag með öllu sem því hefur fylgt Þegar Freyr tók svo við Kortrijk var ljóst að hann væri á leið í afar óöruggt umhverfi enda þjálfaraskipti tíð í Belgíu og ekki síst hjá Kortrijk. Freyr var þriðji þjálfarinn sem stýrði Kortrijk á síðustu leiktíð og alls hefur félagið nú átján sinnum skipt um þjálfara frá árinu 2014, án þess að tímabundnar ráðningar séu taldar með. Talað var um að hann væri á leið í „kirkjugarð þjálfara“ og á það bent í grein hér á Vísi að miðað við þróun þjálfaramál hjá Kortrijk gæti Freyr ekki búist við að vera lengur en um hálft ár í starfi. Hann entist hins vegar í nánast heilt ár. „Ég vissi hvað ég var að fara út í. Ferðalagið hefur verið frábært. Með öllu sem því hefur fylgt,“ skrifaði Freyr á Instagram en eins og fyrr segir hefur ekki náðst í hann í dag.
Belgíski boltinn Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira