Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 4,8 prósent en 2,8 prósent ef húsnæðisverð er ekki tekið með í reikninginn. Verðbólga hefur farið hjaðnandi á árinu en ársverðbólga mældist 6,7 prósent í janúar.
Ársmeðaltal vísitölu neysluverð á þessu ári var 5,9 prósent hærra en ársins 2023. Árið 2023 var samsvarandi breyting 8,8 prósent og 8,3 prósent árið 2022.
Án húsnæðis var meðaltalið 3,8 prósentum ofan við meðalvísitöluna 2023. Hækkunin nam 7,8 prósentum í fyrra og 6,1 prósenti árið 2022.