Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Valur Páll Eiríksson skrifar 20. desember 2024 08:02 Frey var sagt upp símleiðis frá Bretlandi. Stjórnarmenn í Belgíu forðuðust hann. Isosport/MB Media/Getty Images Stjórnarmenn Kortrijk gátu vart horft í augu Freys Alexanderssonar þegar honum var sagt upp störfum hjá félaginu í vikunni. Honum var þess í stað sagt upp í gegnum síma. Hann er þó brattur og hlakkar til að njóta hátíðanna í faðmi fjölskyldunnar Frey var sagt upp störfum í vikunni eftir 3-0 tap fyrir Dender á laugardaginn var. Hann fékk símtal frá Ken Choo sem er framkvæmdastjóri malasísks eigendafélags sem á Kortrijk á meðal annarra félaga. „Daginn eftir tók ég liðið og talaði við þá og stjórnarmenn komu eins og alltaf og sögðu ekki neitt. Það er ekki fyrr en tveimur dögum eftir það sem ég fæ símtalið frá Ken Choo, sem er í London. Það samtal hef ég bara á milli okkar en hann þurfti bara að leyfa þeim að gera þetta, þessum stjórnarmönnum sem eru hér. Við enduðum þetta bara í góðu, ég og hann,“ segir Freyr. Ken Choo hringdi í Frey í vikunni til að tjá honum um uppsögnina, fremur en að hann ætti fund með mönnum á staðnum. Choo starfar fyrir eigendahóp félagsins sem á einnig velska liðið Cardiff City.Cardiff City FC/Getty Images Freyr er þá inntur eftir svörum hvort honum hafi raunverulega verið sagt upp gegnum síma. Hann átti engan fund með stjórnarmönnunum sem hann starfaði með dagsdaglega í Belgíu. „Nei. Þeir áttu erfitt með að horfa í augun á mér. Þetta eru tveir til þrír menn í stjórninni sem taka þessa ákvörðun. Ég setti kröfu um að ég myndi fá að koma í klúbbinn og kveðja alla, sem þekkist náttúrulega ekki hérna,“ „Ég fór og kvaddi hvern einasta starfsmann og leikmann, þar á meðal þá. Þá þurftu þeir að horfa í augun á mér. Ég vil ekkert að menn séu að kveljast sko en ég hafði samt pínku gaman að því,“ segir Freyr og hlær. Skuldar mömmu samveru Ákveðinn léttir fylgi því að komast úr þessu erfiða umhverfi í Belgíu en meðallíftími þjálfara þar í landi er tæplega hálft ár. Freyr ætti að vera á leið í strembna jólatörn með liði sínu, með leik um helgina og á annan í jólum, en nú blasir annar raunveruleiki við. Freyr hefur að vísu þegar fengið tvö símtöl vegna mögulegra þjálfarastarfa, þó ekki frá KSÍ vegna karlalandsliðsins, en áður en lengra er haldið hyggst hann nú njóta hátíðanna með fjölskyldunni. „Það er ekki komið tómarúm en það kemur. Það var fyndið, ég hringdi í mömmu og sagði henni að ég væri að hætta með Kortrijk, bara svo þú vitir það áður en það kemur í fjölmiðla. Hún spurði hvort þau ættu ekki að koma samt á leikinn 26. desember. Þau eru að koma til mín um jólin,“ segir Freyr sem getur notið hátíðanna án álagsins sem stefndi í fyrr í vikunni. „Ég skulda mömmu minni það að vera til staðar þegar hún kemur. Ég verð svolítið heltekinn af því sem ég er að gera og þessi períóda hefði verið mjög erfið. Tveir leikir, 21. og 26. des og mikil pressa og svona,“ „En þannig núna get ég bara notið þess að vera með fjölskyldunni og ætla að gera það. Ég fer síðan til Spánar yfir áramótin að hitta pabba minn og ömmu mína og börnin hitta ömmu sína og afa. Þetta er dýrmætt. Því ég veit ekkert hvenær næsta lest kemur sem ég þarf að hoppa upp í,“ segir Freyr. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Belgíski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Frey var sagt upp störfum í vikunni eftir 3-0 tap fyrir Dender á laugardaginn var. Hann fékk símtal frá Ken Choo sem er framkvæmdastjóri malasísks eigendafélags sem á Kortrijk á meðal annarra félaga. „Daginn eftir tók ég liðið og talaði við þá og stjórnarmenn komu eins og alltaf og sögðu ekki neitt. Það er ekki fyrr en tveimur dögum eftir það sem ég fæ símtalið frá Ken Choo, sem er í London. Það samtal hef ég bara á milli okkar en hann þurfti bara að leyfa þeim að gera þetta, þessum stjórnarmönnum sem eru hér. Við enduðum þetta bara í góðu, ég og hann,“ segir Freyr. Ken Choo hringdi í Frey í vikunni til að tjá honum um uppsögnina, fremur en að hann ætti fund með mönnum á staðnum. Choo starfar fyrir eigendahóp félagsins sem á einnig velska liðið Cardiff City.Cardiff City FC/Getty Images Freyr er þá inntur eftir svörum hvort honum hafi raunverulega verið sagt upp gegnum síma. Hann átti engan fund með stjórnarmönnunum sem hann starfaði með dagsdaglega í Belgíu. „Nei. Þeir áttu erfitt með að horfa í augun á mér. Þetta eru tveir til þrír menn í stjórninni sem taka þessa ákvörðun. Ég setti kröfu um að ég myndi fá að koma í klúbbinn og kveðja alla, sem þekkist náttúrulega ekki hérna,“ „Ég fór og kvaddi hvern einasta starfsmann og leikmann, þar á meðal þá. Þá þurftu þeir að horfa í augun á mér. Ég vil ekkert að menn séu að kveljast sko en ég hafði samt pínku gaman að því,“ segir Freyr og hlær. Skuldar mömmu samveru Ákveðinn léttir fylgi því að komast úr þessu erfiða umhverfi í Belgíu en meðallíftími þjálfara þar í landi er tæplega hálft ár. Freyr ætti að vera á leið í strembna jólatörn með liði sínu, með leik um helgina og á annan í jólum, en nú blasir annar raunveruleiki við. Freyr hefur að vísu þegar fengið tvö símtöl vegna mögulegra þjálfarastarfa, þó ekki frá KSÍ vegna karlalandsliðsins, en áður en lengra er haldið hyggst hann nú njóta hátíðanna með fjölskyldunni. „Það er ekki komið tómarúm en það kemur. Það var fyndið, ég hringdi í mömmu og sagði henni að ég væri að hætta með Kortrijk, bara svo þú vitir það áður en það kemur í fjölmiðla. Hún spurði hvort þau ættu ekki að koma samt á leikinn 26. desember. Þau eru að koma til mín um jólin,“ segir Freyr sem getur notið hátíðanna án álagsins sem stefndi í fyrr í vikunni. „Ég skulda mömmu minni það að vera til staðar þegar hún kemur. Ég verð svolítið heltekinn af því sem ég er að gera og þessi períóda hefði verið mjög erfið. Tveir leikir, 21. og 26. des og mikil pressa og svona,“ „En þannig núna get ég bara notið þess að vera með fjölskyldunni og ætla að gera það. Ég fer síðan til Spánar yfir áramótin að hitta pabba minn og ömmu mína og börnin hitta ömmu sína og afa. Þetta er dýrmætt. Því ég veit ekkert hvenær næsta lest kemur sem ég þarf að hoppa upp í,“ segir Freyr. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Belgíski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira