Leikurinn var æsispennandi frá upphafi og aldrei munaði miklu milli liðanna, en heimamenn í Melsungen voru með yfirhöndina og héldu út til enda.
Flensburg reyndi hvað það gat að jafna leikinn en komst aldrei nógu nálægt og þurfti að sætta sig við tveggja marka tap.
Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir Melsungen. Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað í kvöld.
Úrslitahelgin haldin í apríl
Dregið verður í undanúrslit þann 19. desember. Þar verða Kiel, Rhein-Neckar Löwen og Balingen/W í pottinum ásamt Melsungen.
Undanúrslita- og úrslitaleikurinn fara svo fram helgina 12.-13. apríl 2025 á Lanxess leikvanginum í Köln.