Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar 20. desember 2024 13:31 Til hamingju með kjörið, með óskum um velfarnað í mikilvægum verkum . Af hverju skrifa ég þér opið bréfi? Jú, fyrir ári síðan, 21 desember í fyrra, kærði ég sjálfan mig fyrir ólögleg áfengiskaup í gegnum netsölu á Íslandi. Lögreglan tók við áfenginu og öllum gögnum málsins m.a. formlegri játningu sem byggir á lagalegum tilvísunum m.m. Síðan hef ég ekki fengið svör um hvar málið er statt þótt eftir hafi verið leitað? Veit ekki hvað veldur en vinna við að klára málið ætti ekki að vera embættinu ofviða. ÁTVR kærði árið 2020 Alvarlegra er þó að ÁTVR kærði netsölu áfengis fyrir fjórum og hálfu ári síðan, þann 16. júní 2020, en hefur ekki fengið neina niðurstöðu hjá lögreglu. Slíkur seinagangur er með ólíkindum. Eftir nokkra daga hefst árið 2025! Hverju veldur? Nú hefur þú, kæri Grímur, verið opinber talsmaður lögreglu, m.a. varðandi kæru ÁTVR á netsölu áfengis. Rifjum upp hverju lögreglustjóri og þú hafið komið á framfæri í því máli. Í frétt á ruv.is 9 ágúst sl. sagði:- Í svari lögreglustjóra, sem barst ríkissaksóknara í júníbyrjun, sagði svo að greinargerðin myndi að öllum líkindum berast rannsóknardeildinni fyrir miðjan júní og þá yrði málið sent til ákærusviðs. Að lokum baðst lögreglan afsökunar á seinaganginum. - Lögreglan afsakar seinagang en hvað svo? Í frétt á visir.is 3 september sl. sagði: -Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á kærum á hendur tveimur netverslunum sem selja áfengi er lokið. Mál þeirra eru nú á borði ákærusviðs embættisins.Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við Vísi.Hann sagði í samtali við Vísi um miðjan júní síðastliðinn að rannsóknin væri á lokametrunum en málið hefur verið til rannsóknar í rúm fjögur ár.- Miðað við þessar upplýsingar tók rannsókn málsins 4 ár, sem verður að teljast óeðlilega langur tími, enda biðst lögreglan afsökunar á því. En hvað svo? Síðan hefur fullrannsakað málið legið á borði ákærusviðs lögreglu í um hálft ár, eins og þú staðfestir. Afsakið, en það er ekki hægt að bjóða upp á að þetta mál klárist ekki. Það er ekki hægt að bjóða upp á að fyrirkomulag áfengissölu molni niður fyrir allra augum meðan lögreglan klárar ekki af eða á. Fjöldi aðila bíða niðurstöðu Fjöldi aðila bíða niðurstöðu í kærumáli ÁTVR. Í því sambandi minni ég á að breiðfylking félaga heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri sendu áskorun í lok ágúst sl. til yfirvalda um að bregðast við yfirstandandi lýðheilsuógn vegna stóraukinnar netsölu áfengis. Í yfirlýsingunni sagði m.a.: -Félögin skora á yfirvöld að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og markmiðum gildandi laga um um einkasölu ÁTVR á áfengi.- Hvað félög voru þetta? Jú, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag lýðheilsufræðinga, Félag sjúkraþjálfara, Ljósmæðrafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Sjúkraliðafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Lyfjafræðingafélag Íslands, Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa, SÁÁ, Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum. Af hverju klárast ekki kæra ÁTVR frá 2020? Ekki ætla ég að halda því fram að dómsmályfirvöld hafi hvatt til fálætis. Það getur ekki verið? Maður vill auðvitað ekki trúa slíku. Ég vona að þú brýnir þína fyrrum kollega í lögreglunni til góðra verka. Gangi þér sem best i þingstörfum og þá sérstaklega í málefnum er varðand réttindi barna og ungmenna, forvarna og velferðarmála Höfundur er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Til hamingju með kjörið, með óskum um velfarnað í mikilvægum verkum . Af hverju skrifa ég þér opið bréfi? Jú, fyrir ári síðan, 21 desember í fyrra, kærði ég sjálfan mig fyrir ólögleg áfengiskaup í gegnum netsölu á Íslandi. Lögreglan tók við áfenginu og öllum gögnum málsins m.a. formlegri játningu sem byggir á lagalegum tilvísunum m.m. Síðan hef ég ekki fengið svör um hvar málið er statt þótt eftir hafi verið leitað? Veit ekki hvað veldur en vinna við að klára málið ætti ekki að vera embættinu ofviða. ÁTVR kærði árið 2020 Alvarlegra er þó að ÁTVR kærði netsölu áfengis fyrir fjórum og hálfu ári síðan, þann 16. júní 2020, en hefur ekki fengið neina niðurstöðu hjá lögreglu. Slíkur seinagangur er með ólíkindum. Eftir nokkra daga hefst árið 2025! Hverju veldur? Nú hefur þú, kæri Grímur, verið opinber talsmaður lögreglu, m.a. varðandi kæru ÁTVR á netsölu áfengis. Rifjum upp hverju lögreglustjóri og þú hafið komið á framfæri í því máli. Í frétt á ruv.is 9 ágúst sl. sagði:- Í svari lögreglustjóra, sem barst ríkissaksóknara í júníbyrjun, sagði svo að greinargerðin myndi að öllum líkindum berast rannsóknardeildinni fyrir miðjan júní og þá yrði málið sent til ákærusviðs. Að lokum baðst lögreglan afsökunar á seinaganginum. - Lögreglan afsakar seinagang en hvað svo? Í frétt á visir.is 3 september sl. sagði: -Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á kærum á hendur tveimur netverslunum sem selja áfengi er lokið. Mál þeirra eru nú á borði ákærusviðs embættisins.Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við Vísi.Hann sagði í samtali við Vísi um miðjan júní síðastliðinn að rannsóknin væri á lokametrunum en málið hefur verið til rannsóknar í rúm fjögur ár.- Miðað við þessar upplýsingar tók rannsókn málsins 4 ár, sem verður að teljast óeðlilega langur tími, enda biðst lögreglan afsökunar á því. En hvað svo? Síðan hefur fullrannsakað málið legið á borði ákærusviðs lögreglu í um hálft ár, eins og þú staðfestir. Afsakið, en það er ekki hægt að bjóða upp á að þetta mál klárist ekki. Það er ekki hægt að bjóða upp á að fyrirkomulag áfengissölu molni niður fyrir allra augum meðan lögreglan klárar ekki af eða á. Fjöldi aðila bíða niðurstöðu Fjöldi aðila bíða niðurstöðu í kærumáli ÁTVR. Í því sambandi minni ég á að breiðfylking félaga heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri sendu áskorun í lok ágúst sl. til yfirvalda um að bregðast við yfirstandandi lýðheilsuógn vegna stóraukinnar netsölu áfengis. Í yfirlýsingunni sagði m.a.: -Félögin skora á yfirvöld að hvika í engu frá samþykktri lýðheilsustefnu til ársins 2030 og markmiðum gildandi laga um um einkasölu ÁTVR á áfengi.- Hvað félög voru þetta? Jú, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag lýðheilsufræðinga, Félag sjúkraþjálfara, Ljósmæðrafélag Íslands, Læknafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Sjúkraliðafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Lyfjafræðingafélag Íslands, Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa, SÁÁ, Fræðsla og forvarnir-félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum. Af hverju klárast ekki kæra ÁTVR frá 2020? Ekki ætla ég að halda því fram að dómsmályfirvöld hafi hvatt til fálætis. Það getur ekki verið? Maður vill auðvitað ekki trúa slíku. Ég vona að þú brýnir þína fyrrum kollega í lögreglunni til góðra verka. Gangi þér sem best i þingstörfum og þá sérstaklega í málefnum er varðand réttindi barna og ungmenna, forvarna og velferðarmála Höfundur er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar