Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Bjarki Sigurðsson skrifar 20. desember 2024 21:01 Sigurður G. Guðjónsson er lögmaður Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri. Vísir/Einar Lögmaður segir aðgerðir Eflingar gegn Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði vera fordæmalausar. Kjör starfsmanna í dagvinnu séu ósanngjörn en enginn vilji hlusta á samtökin. Stéttarfélagið Efling og Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hér eftir SVEIT, hafa staðið í ákveðnum deilum allt frá því samtökin voru stofnuð sumarið 2021. Markmið SVEIT allt frá upphafi hefur verið að jafna kaup og kjör dagvinnufólks og þeirra í kvöld- og helgarvinnu. Deilan harðnaði þegar SVEIT skrifaði undir kjarasamning við nýtt stéttarfélag sem kallast Virðing. Efling segir Virðingu vera gervistéttarfélag, búið til af SVEIT svo samtökin nái sínu fram. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður SVEIT, segir aðgerðir Eflingar í kjölfarið fordæmalausar. „Það er bara í eðli formannsins og ákveðinna hópa innan Eflingar að það sé betra að vera með hnefann á lofti og láta fólk frá Eflingu ryðjast inn á veitingastaði eins og menn hafa orðið vitni að. Þar sem kemur hópur fólks í gulum vestum og hefur truflað afgreiðslu,“ segir Sigurður. Hann segir ungt fólk í hlutastarfi sem staldrar stutt við á hverjum vinnustað fá talsvert betri kjör en þeir sem eru í dagvinnu á veitingastöðum. Það sé afar ósanngjarnt. „Þetta hafa veitingahúsaeigendur ítrekað reyunt að ræða við Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin en það er bara ekki hlustað á þau. Það á bara að búa til einhvern heildarkjarasamning sem allir eiga að vera bundnir að, án tillits til þess hvernig sá kjarasamningur kemur niður á rekstrinum sem á hlut að máli. Það verður alltaf að horfa á heildarmyndina þegar verið er að gera kjarasamninga en ekki svona „general módel“,“ segir Sigurður. Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Stéttarfélagið Efling segir forsvarsmenn Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri og stéttarfélagsins Virðingar á harðahlaupum undan sjálfum sér. Síðarnefndu félögin saka Eflingu og áróður, árósir og vankunnáttu í ættfræði. Þá eigi Efling hagsmuna upp á milljarða að gæta. 17. desember 2024 17:10 Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 7. desember 2024 13:13 SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka til endurskoðunar kjarasamninga þá sem í gildi eru við stéttarfélagið Virðingu. SVEIT vonast til þess að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum á meðan endurskoðun stendur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá SVEIT. 11. desember 2024 14:14 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Fleiri fréttir Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Sjá meira
Stéttarfélagið Efling og Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hér eftir SVEIT, hafa staðið í ákveðnum deilum allt frá því samtökin voru stofnuð sumarið 2021. Markmið SVEIT allt frá upphafi hefur verið að jafna kaup og kjör dagvinnufólks og þeirra í kvöld- og helgarvinnu. Deilan harðnaði þegar SVEIT skrifaði undir kjarasamning við nýtt stéttarfélag sem kallast Virðing. Efling segir Virðingu vera gervistéttarfélag, búið til af SVEIT svo samtökin nái sínu fram. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður SVEIT, segir aðgerðir Eflingar í kjölfarið fordæmalausar. „Það er bara í eðli formannsins og ákveðinna hópa innan Eflingar að það sé betra að vera með hnefann á lofti og láta fólk frá Eflingu ryðjast inn á veitingastaði eins og menn hafa orðið vitni að. Þar sem kemur hópur fólks í gulum vestum og hefur truflað afgreiðslu,“ segir Sigurður. Hann segir ungt fólk í hlutastarfi sem staldrar stutt við á hverjum vinnustað fá talsvert betri kjör en þeir sem eru í dagvinnu á veitingastöðum. Það sé afar ósanngjarnt. „Þetta hafa veitingahúsaeigendur ítrekað reyunt að ræða við Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin en það er bara ekki hlustað á þau. Það á bara að búa til einhvern heildarkjarasamning sem allir eiga að vera bundnir að, án tillits til þess hvernig sá kjarasamningur kemur niður á rekstrinum sem á hlut að máli. Það verður alltaf að horfa á heildarmyndina þegar verið er að gera kjarasamninga en ekki svona „general módel“,“ segir Sigurður.
Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Veitingastaðir Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Tengdar fréttir Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Stéttarfélagið Efling segir forsvarsmenn Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri og stéttarfélagsins Virðingar á harðahlaupum undan sjálfum sér. Síðarnefndu félögin saka Eflingu og áróður, árósir og vankunnáttu í ættfræði. Þá eigi Efling hagsmuna upp á milljarða að gæta. 17. desember 2024 17:10 Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 7. desember 2024 13:13 SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka til endurskoðunar kjarasamninga þá sem í gildi eru við stéttarfélagið Virðingu. SVEIT vonast til þess að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum á meðan endurskoðun stendur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá SVEIT. 11. desember 2024 14:14 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Fleiri fréttir Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Sjá meira
Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Stéttarfélagið Efling segir forsvarsmenn Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri og stéttarfélagsins Virðingar á harðahlaupum undan sjálfum sér. Síðarnefndu félögin saka Eflingu og áróður, árósir og vankunnáttu í ættfræði. Þá eigi Efling hagsmuna upp á milljarða að gæta. 17. desember 2024 17:10
Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar er því haldið fram að kjarasamningur sem stéttarfélagið Virðing hefur við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, gangi gegn ákvæðum fjölda laga og skerði rétt launþega til muna. 7. desember 2024 13:13
SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu SVEIT, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, hafa ákveðið að taka til endurskoðunar kjarasamninga þá sem í gildi eru við stéttarfélagið Virðingu. SVEIT vonast til þess að Efling láti af fyrirhuguðum aðgerðum á meðan endurskoðun stendur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá SVEIT. 11. desember 2024 14:14