Egill Þór er látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. desember 2024 09:44 Egill Þór Jónsson er látinn eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi í á fjórða ár. Egill Þór Jónsson, teymisstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er látinn. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut í návist fjölskyldu og vina föstudagskvöldið 20. desember. Hann var 34 ára gamall og hafði undanfarin ár háð harða baráttu við krabbamein. Greint er frá andláti Egils Þórs í Morgunblaðinu í dag. Þar er námsferill Egils rifjaður upp en hann ólst upp í Breiðholti, gekk í Hólabrekkuskóla, Fjölbrautaskólann í Breiðholti og lærði síðar félags- og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Egill Þór helgaði sig fólki með fatlanir og geðrænan vanda í starfi. Hann vann sem stuðningsfulltrúi í búsetukjarnanum Rangárseli að loknu BA-prófi í félagsfræði frá 2015 til 2018. Egill Þór var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins frá 2018 til 2022 og varaborgarfulltrúi síðastliðin tvö ár. Hann var öflugur í félagsstörfum bæði í háskólanámi og í stjórnmálum. Þá stakk hann reglulega niður penna og birtist nokkur fjöldi pistla eftir hann í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi. Egill var opinskár varðandi baráttu sína við krabbameinið en hann greindist með eitilkrabbamein um mitt ár 2021. Árið 2023 benti allt til þess að sigur hefði unnist á meininu. Bakslag kom upp síðastliðið sumar og dvaldi Egill Þór löngum stundum á sjúkrahúsi með óútskýrð veikindi. Það var loks í lok ágúst sem Egill Þór fékk greiningu á nýju veikindunum. Það reyndist vera mergmisþroski sem mátti rekja til fyrri lyfjameðferða og var forstig hvítblæðis sem hann barðist við fram á síðasta dag. Eftirlifandi eiginkona Egils Þórs er Inga María Hlíðar Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Þau eignuðust saman tvö börn, Aron Trausta fimm ára og Sigurdísi þriggja ára. Andlát Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira
Greint er frá andláti Egils Þórs í Morgunblaðinu í dag. Þar er námsferill Egils rifjaður upp en hann ólst upp í Breiðholti, gekk í Hólabrekkuskóla, Fjölbrautaskólann í Breiðholti og lærði síðar félags- og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. Egill Þór helgaði sig fólki með fatlanir og geðrænan vanda í starfi. Hann vann sem stuðningsfulltrúi í búsetukjarnanum Rangárseli að loknu BA-prófi í félagsfræði frá 2015 til 2018. Egill Þór var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins frá 2018 til 2022 og varaborgarfulltrúi síðastliðin tvö ár. Hann var öflugur í félagsstörfum bæði í háskólanámi og í stjórnmálum. Þá stakk hann reglulega niður penna og birtist nokkur fjöldi pistla eftir hann í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi. Egill var opinskár varðandi baráttu sína við krabbameinið en hann greindist með eitilkrabbamein um mitt ár 2021. Árið 2023 benti allt til þess að sigur hefði unnist á meininu. Bakslag kom upp síðastliðið sumar og dvaldi Egill Þór löngum stundum á sjúkrahúsi með óútskýrð veikindi. Það var loks í lok ágúst sem Egill Þór fékk greiningu á nýju veikindunum. Það reyndist vera mergmisþroski sem mátti rekja til fyrri lyfjameðferða og var forstig hvítblæðis sem hann barðist við fram á síðasta dag. Eftirlifandi eiginkona Egils Þórs er Inga María Hlíðar Thorsteinsson, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Þau eignuðust saman tvö börn, Aron Trausta fimm ára og Sigurdísi þriggja ára.
Andlát Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira