Flug Icelandair til Narsarsuaq á Grænlandi klukkan 12 er enn á áætlun en annars hefur öllum flugferðum verið frestað til klukkan 15:30 þegar áætlað er að flogið verði frá Akureyri til Reykjavíkur.

Gul viðvörun er í gildi á stórum hluta landsins og víða hvasst og hált. Þrengsli eru lokuð og Krýsuvíkurvegur. Allt norðanvert Snæfellsnes er ófært og fjöldi vega á Vesturlandi á óvissustigi og verða það þar til klukkan 21 í kvöld.
Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur var í viðtali í Bítinu í morgun og ræddi veðrið næsta sólarhringinn en var líka á persónulegum nótum í aðdraganda jólanna.