Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar VÍS 23. desember 2024 14:48 Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS, segir að með því að þekkja mikilvægustu atriðin og vera vakandi yfir því sem er að gerast á heimilinu sé hægt að minnka verulega hættuna á að eitthvað komi upp á. Jólaljósin og matseldin eru ómissandi partur af jólahaldinu og skammdeginu. Það er mikið um að vera í desembermánuði, margt að hugsa um en um leið ný handtök og oft mikið um að vera á skömmum tíma. Þá er líka mikilvægt að huga að örygginu svo jólahaldið fari ekki úr skorðum. Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS, segir að tölfræðin sýni okkur að brunar á heimilum séu algengastir í desember en janúar fylgi fast á eftir. Eldamennskan algengasti orsakavaldurinn „Desember á auðvitað að vera ánægjuríkur mánuður. Hann nýtur sín best þegar við náum að njóta lífsins með okkar besta fólki, dekra við sjálf okkur og aðra og taka jólastressið í hæfilegum skömmtum. En það er eins með öryggismálin, að það er best að hafa þessa hluti í huga og þekkja helstu atriðin, til þess einmitt að við getum notið jólanna áhyggjulaus“ , segir Sigrún. „Við hjá VÍS söfnum allt árið um kring gögnum um slys og óhöpp. Tölfræðin sýnir okkur að brunar á heimilum eru flestir í desember, en fast á eftir fylgir svo janúar. Oft er þetta eldamennskan sem fer úrskeiðis, en hún er algengasta orsök bruna á heimilum, sérstaklega þegar steikt er úr olíu, en óhöppin verða líka í kring um eldamennskuna, t.d. þegar hlutir eru geymdir á eldavélum. Utan dyra eru það svo brunar út frá flugeldum og svo íkveikjum í kring um áramótin.“ Bruni út frá potti á eldavél. Kertin glæða jólin lífi – en geta verið varasöm Jólin eru auðvitað hátíð ljóssins og það er falleg hefð að kveikja á kertum til að skapa hlýlega stemningu og birtu inni á heimilinu. Kertin geta samt verið varasöm, ekki síst þegar við tendrum ljós á nýjum stöðum inni á heimilinu á sama tíma og stússið er jafnvel í hámarki. Sigrún segir að með því að hafa nokkra hluti í huga megi lágmarka hættuna á brunum verulega. „Led-kerti eru auðvitað öruggasti kosturinn, en mörg viljum við heldur halda okkur við klassísku kertin enda gera þau mjög mikið fyrir jólastemninguna. Þá skiptir miklu máli að við höfum traustar undirstöðurundir kertunum og látum aldrei skraut liggja að kertum. Það verður að vera gott bil á milli kertanna, a.m.k. 10 sm og svo má auðvitað aldrei hafa kerti nærri gardínum eða í trekki. Húðuð kerti geta verið varasöm því stundum getur kviknað í skrauthúðinni og svo getur verið gott að nota kerti með kveik sem nær ekki alla leið niður að botni kertisins. Svo eru það útikertin en þau mega aldrei hvíla beint á timburpöllum og aldrei nálægt veggjum eða eldfimum hlutum.“ Besta ráðið að fylgjast stöðugt með Sigrún segir að besta ráðið sé að fylgjast alltaf vel með og skilja kerti aldrei eftir eftirlitslaus. „Besta ráðið er auðvitað að vera stöðugt vakandi yfir því sem við erum að gera, láta stressið ekki taka frá okkur einbeitinguna og vita hvar hætturnar liggja. Kerti eiga aldrei að loga í rýmum þar sem enginn en, auðvitað slökkvum við á öllum kertum áður en við förum að sofa og skiljum þau ekki eftir logandi þegar við förum út. Það getur verið ágætt að taka bara einn rúnt um húsið áður en farið er í háttinn og athuga hvort allt sé ekki eins og það á að vera.“ Rafmagnið getur líka skapað hættu Mun minni hætta er af hefðbundnum perum en áður var þegar perur gátu hitnað mikið. Þær perur hafa nánast alveg horfið úr notkun, en um leið hefur alls kyns raftækjum og hleðslutækjum fjölgað mikið. Þeim fylgir ný hætta sem gott er að vita af. „Um jólin drögum við kannski upp gömlu jólaseríurnar sem hafa fylgt okkur í áraraðir, en þær gátu einmitt verið varasamar, sérstaklega þessar elstu. Þegar nokkrar perur eru farnar þá geta hinar byrjað að ofhitna. Best er að nota nýjar ledseríur en þær eru mun öruggari og hitna nær ekkert. Hins vegar þurfum við líka að vara okkur á fjöltengjum þegar við tengjum ný ljós og tæki hér og þar um húsið og að setja aldrei mörg rafmagnsfrek tæki í samband við sama fjöltengið. Gott er að dreifa rafmagnsnotkuninni á sem flestar innstungur og raðtengja aldrei fjöltengi. Það borgar sig líka að skipta út gömlum, lélegum fjöltengjum og seríum. Hleðslutæki eiga aldrei heima í sófum, rúmum eða teppum og eiga ekki að vera í sambandi á næturna meðan við sofum en almennt gildir að það best að þau séu á sýnilegum stað þar sem loftar vel um þau. Það er líka mikilvægt að hlaða ekki tæki nálægt útgönguleiðum svo við höfum alltaf greiða leið út ef eitthvað kemur upp á.“ Sigrún segir að með því að þekkja mikilvægustu atriðin og vera vakandi yfir því sem er að gerast á heimilinu sé hægt að minnka verulega hættuna á að eitthvað komi upp á. En þegar eitthvað gerist er líka mikilvægt að kunna að bregðast við og hafa öryggismálin í lagi. „Eldur er nefnilega mjög erfiður viðureignar og getur orðið óviðráðanlegur á örskömmum tíma. Það hefur margsýnt sig að í hita leiksins þegar eldur breiðist út þá á fólk erfitt með að muna hvar eldvarnarbúnaðurinn er geymdur og grípur þá það sem er hendi næst. Því skiptir miklu máli að eldvarnabúnaður sé sýnilegur. Ég læt fylgja með nokkra punkta um eldvarnarbúnaðinn en óska annars öllum landsmönnum öruggra og ánægjulegra jóla!“ Eldvarnarbúnaður Reykskynjarar - Reykskynjari á að vera í hverju rými. - Ef skynjarar eru með 9 vatta rafhlöðu þarf að skipta um þær einu sinni á ári. Gott er að miða það við upphaf aðventu og prófa síðan virkni skynjara eftir að búið er að skipta um. - Líftími skynjarans sjálfs eru 10 ár. Framleiðsludag má sjá á bakhlið. Ef svo er ekki þá, eru ágætis líkur á að skynjarinn sé orðinn ansi gamall. - Ef skynjari er með 10 ára rafhlöðu, þarf að prófa virkni hans með því að ýta á þar til gerðan hnapp. - 9v rafhlöður er hægt að fá á skrifstofum VÍS Slökkvitæki - Yfirfarið 6 kg slökkvitæki á að vera til á hverju heimili. - Hengt upp á vegg þannig að handfang sé í 80 til 90 sm hæð á sýnilegum stað við flóttaleið. - Aldrei skal setja sig í hættu við að nota slökkvitæki. Heldur koma sér út, loka rýmum ef hægt er og hringja í 112. Eldvarnateppi - Eldvarnateppi á að vera hengt upp á vegg á sýnilegum stað í eldhúsi. - Ekki það nærri eldavél að erfitt geti verið að ná í það ef eldur kviknar á eldavélinni. - Verja hendur með teppi, leggja það yfir eldinn og leyfa því að vera þar til eldurinn er slökknaður Hús og heimili Jól Áramót Slysavarnir Tryggingar Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS, segir að tölfræðin sýni okkur að brunar á heimilum séu algengastir í desember en janúar fylgi fast á eftir. Eldamennskan algengasti orsakavaldurinn „Desember á auðvitað að vera ánægjuríkur mánuður. Hann nýtur sín best þegar við náum að njóta lífsins með okkar besta fólki, dekra við sjálf okkur og aðra og taka jólastressið í hæfilegum skömmtum. En það er eins með öryggismálin, að það er best að hafa þessa hluti í huga og þekkja helstu atriðin, til þess einmitt að við getum notið jólanna áhyggjulaus“ , segir Sigrún. „Við hjá VÍS söfnum allt árið um kring gögnum um slys og óhöpp. Tölfræðin sýnir okkur að brunar á heimilum eru flestir í desember, en fast á eftir fylgir svo janúar. Oft er þetta eldamennskan sem fer úrskeiðis, en hún er algengasta orsök bruna á heimilum, sérstaklega þegar steikt er úr olíu, en óhöppin verða líka í kring um eldamennskuna, t.d. þegar hlutir eru geymdir á eldavélum. Utan dyra eru það svo brunar út frá flugeldum og svo íkveikjum í kring um áramótin.“ Bruni út frá potti á eldavél. Kertin glæða jólin lífi – en geta verið varasöm Jólin eru auðvitað hátíð ljóssins og það er falleg hefð að kveikja á kertum til að skapa hlýlega stemningu og birtu inni á heimilinu. Kertin geta samt verið varasöm, ekki síst þegar við tendrum ljós á nýjum stöðum inni á heimilinu á sama tíma og stússið er jafnvel í hámarki. Sigrún segir að með því að hafa nokkra hluti í huga megi lágmarka hættuna á brunum verulega. „Led-kerti eru auðvitað öruggasti kosturinn, en mörg viljum við heldur halda okkur við klassísku kertin enda gera þau mjög mikið fyrir jólastemninguna. Þá skiptir miklu máli að við höfum traustar undirstöðurundir kertunum og látum aldrei skraut liggja að kertum. Það verður að vera gott bil á milli kertanna, a.m.k. 10 sm og svo má auðvitað aldrei hafa kerti nærri gardínum eða í trekki. Húðuð kerti geta verið varasöm því stundum getur kviknað í skrauthúðinni og svo getur verið gott að nota kerti með kveik sem nær ekki alla leið niður að botni kertisins. Svo eru það útikertin en þau mega aldrei hvíla beint á timburpöllum og aldrei nálægt veggjum eða eldfimum hlutum.“ Besta ráðið að fylgjast stöðugt með Sigrún segir að besta ráðið sé að fylgjast alltaf vel með og skilja kerti aldrei eftir eftirlitslaus. „Besta ráðið er auðvitað að vera stöðugt vakandi yfir því sem við erum að gera, láta stressið ekki taka frá okkur einbeitinguna og vita hvar hætturnar liggja. Kerti eiga aldrei að loga í rýmum þar sem enginn en, auðvitað slökkvum við á öllum kertum áður en við förum að sofa og skiljum þau ekki eftir logandi þegar við förum út. Það getur verið ágætt að taka bara einn rúnt um húsið áður en farið er í háttinn og athuga hvort allt sé ekki eins og það á að vera.“ Rafmagnið getur líka skapað hættu Mun minni hætta er af hefðbundnum perum en áður var þegar perur gátu hitnað mikið. Þær perur hafa nánast alveg horfið úr notkun, en um leið hefur alls kyns raftækjum og hleðslutækjum fjölgað mikið. Þeim fylgir ný hætta sem gott er að vita af. „Um jólin drögum við kannski upp gömlu jólaseríurnar sem hafa fylgt okkur í áraraðir, en þær gátu einmitt verið varasamar, sérstaklega þessar elstu. Þegar nokkrar perur eru farnar þá geta hinar byrjað að ofhitna. Best er að nota nýjar ledseríur en þær eru mun öruggari og hitna nær ekkert. Hins vegar þurfum við líka að vara okkur á fjöltengjum þegar við tengjum ný ljós og tæki hér og þar um húsið og að setja aldrei mörg rafmagnsfrek tæki í samband við sama fjöltengið. Gott er að dreifa rafmagnsnotkuninni á sem flestar innstungur og raðtengja aldrei fjöltengi. Það borgar sig líka að skipta út gömlum, lélegum fjöltengjum og seríum. Hleðslutæki eiga aldrei heima í sófum, rúmum eða teppum og eiga ekki að vera í sambandi á næturna meðan við sofum en almennt gildir að það best að þau séu á sýnilegum stað þar sem loftar vel um þau. Það er líka mikilvægt að hlaða ekki tæki nálægt útgönguleiðum svo við höfum alltaf greiða leið út ef eitthvað kemur upp á.“ Sigrún segir að með því að þekkja mikilvægustu atriðin og vera vakandi yfir því sem er að gerast á heimilinu sé hægt að minnka verulega hættuna á að eitthvað komi upp á. En þegar eitthvað gerist er líka mikilvægt að kunna að bregðast við og hafa öryggismálin í lagi. „Eldur er nefnilega mjög erfiður viðureignar og getur orðið óviðráðanlegur á örskömmum tíma. Það hefur margsýnt sig að í hita leiksins þegar eldur breiðist út þá á fólk erfitt með að muna hvar eldvarnarbúnaðurinn er geymdur og grípur þá það sem er hendi næst. Því skiptir miklu máli að eldvarnabúnaður sé sýnilegur. Ég læt fylgja með nokkra punkta um eldvarnarbúnaðinn en óska annars öllum landsmönnum öruggra og ánægjulegra jóla!“ Eldvarnarbúnaður Reykskynjarar - Reykskynjari á að vera í hverju rými. - Ef skynjarar eru með 9 vatta rafhlöðu þarf að skipta um þær einu sinni á ári. Gott er að miða það við upphaf aðventu og prófa síðan virkni skynjara eftir að búið er að skipta um. - Líftími skynjarans sjálfs eru 10 ár. Framleiðsludag má sjá á bakhlið. Ef svo er ekki þá, eru ágætis líkur á að skynjarinn sé orðinn ansi gamall. - Ef skynjari er með 10 ára rafhlöðu, þarf að prófa virkni hans með því að ýta á þar til gerðan hnapp. - 9v rafhlöður er hægt að fá á skrifstofum VÍS Slökkvitæki - Yfirfarið 6 kg slökkvitæki á að vera til á hverju heimili. - Hengt upp á vegg þannig að handfang sé í 80 til 90 sm hæð á sýnilegum stað við flóttaleið. - Aldrei skal setja sig í hættu við að nota slökkvitæki. Heldur koma sér út, loka rýmum ef hægt er og hringja í 112. Eldvarnateppi - Eldvarnateppi á að vera hengt upp á vegg á sýnilegum stað í eldhúsi. - Ekki það nærri eldavél að erfitt geti verið að ná í það ef eldur kviknar á eldavélinni. - Verja hendur með teppi, leggja það yfir eldinn og leyfa því að vera þar til eldurinn er slökknaður
Reykskynjarar - Reykskynjari á að vera í hverju rými. - Ef skynjarar eru með 9 vatta rafhlöðu þarf að skipta um þær einu sinni á ári. Gott er að miða það við upphaf aðventu og prófa síðan virkni skynjara eftir að búið er að skipta um. - Líftími skynjarans sjálfs eru 10 ár. Framleiðsludag má sjá á bakhlið. Ef svo er ekki þá, eru ágætis líkur á að skynjarinn sé orðinn ansi gamall. - Ef skynjari er með 10 ára rafhlöðu, þarf að prófa virkni hans með því að ýta á þar til gerðan hnapp. - 9v rafhlöður er hægt að fá á skrifstofum VÍS Slökkvitæki - Yfirfarið 6 kg slökkvitæki á að vera til á hverju heimili. - Hengt upp á vegg þannig að handfang sé í 80 til 90 sm hæð á sýnilegum stað við flóttaleið. - Aldrei skal setja sig í hættu við að nota slökkvitæki. Heldur koma sér út, loka rýmum ef hægt er og hringja í 112. Eldvarnateppi - Eldvarnateppi á að vera hengt upp á vegg á sýnilegum stað í eldhúsi. - Ekki það nærri eldavél að erfitt geti verið að ná í það ef eldur kviknar á eldavélinni. - Verja hendur með teppi, leggja það yfir eldinn og leyfa því að vera þar til eldurinn er slökknaður
Hús og heimili Jól Áramót Slysavarnir Tryggingar Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira