Þungar vikur framundan Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. desember 2024 12:40 Þrjátíu og sjö eru í einangrun á Landspítalanum með inflúensu eða aðrar öndunarfærasýkingar. Vísir/Vilhelm Stjórnendur Landspítalans búast við að næsta vikur verði þungar eftir að inflúensan tók að breiðast út. Nokkrir sjúklingar liggja á gjörgæslu og bráðamóttöku með inflúensu og hefur grímuskylda verið tekin upp á spítalanum. Í hádeginu á aðfangadag var grímuskylda tekin upp á Landspítalanum en Hildur Helgadóttir, formaður farsóttanefndar Landspítalans, segir það gert þar sem inflúensan sé að sækja í sig veðrið ofan í aðrar öndunarfærasýkingar sem hafa verið að ganga í samfélaginu. „Inflúensan er komin og spítalinn er alltaf svona viku tíu dögum á eftir samfélaginu og við vissum það að það voru búin að vera mikil veikindi í samfélaginu fyrir jólin. Þannig við skoðuðum hjá okkur og sáum það að það var að sigla í þetta sama ástand þar sem það voru margir að koma inn með inflúensu og svo sem aðrar öndunarfæraveirur. Þannig við brugðum á það ráð sem að við þekkjum vel og gagnast vel og er lítið íþyngjandi að setja á grímuskyldu.“ Hildur Helgadóttir er formaður farsóttanefndar Landspítalans.Vísir/Egill Hún segir nokkra sjúklinga liggja inni á bráðamóttökunni með inflúensu og á gjörgæslu. „Það eru þrjátíu og sjö manns í einangrun á spítalanum út af öndunarfæraveirum. Sem er þá ýmislegt. Það er inflúensan þar á meðal og líka fleiri veirur.“ Þá sé RS vírusinn enn að hafa töluverð áhrif á börn en átta börn liggi inni á Barnaspítalanum með RS. Hildur hvetur fólk til að bólusetja sig gegn flensunni en það er gert hjá heilsugæslustöðvum. „Það er ekkert orðið of seint. Endilega að gera það því að bólusetningin dregur úr veikindunum. Hún kannski hindrar smit í einhverju tilvikum en allavega verða veikindin minni.“ Þá býst Hildur við að næstu vikur verði snúnar á spítalanum. „Við bara búumst við fleiri tilvikum og faraldurinn er greinilega að sækja í sig veðrið. Þá fáum við þá sem verða veikastir og þurfa innlögn. Þannig það má alveg búast við að næstu vikur verða þungar.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Grímuskylda á Landspítalanum Grímuskylda hefur verið sett á Landspítalanum yfir hátíðarnar í ljósi þess að inflúensan sé byrjuð að herja á landsmenn í meiri mæli ofan í aðrar öndunarfæraveirur. 26. desember 2024 10:21 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Í hádeginu á aðfangadag var grímuskylda tekin upp á Landspítalanum en Hildur Helgadóttir, formaður farsóttanefndar Landspítalans, segir það gert þar sem inflúensan sé að sækja í sig veðrið ofan í aðrar öndunarfærasýkingar sem hafa verið að ganga í samfélaginu. „Inflúensan er komin og spítalinn er alltaf svona viku tíu dögum á eftir samfélaginu og við vissum það að það voru búin að vera mikil veikindi í samfélaginu fyrir jólin. Þannig við skoðuðum hjá okkur og sáum það að það var að sigla í þetta sama ástand þar sem það voru margir að koma inn með inflúensu og svo sem aðrar öndunarfæraveirur. Þannig við brugðum á það ráð sem að við þekkjum vel og gagnast vel og er lítið íþyngjandi að setja á grímuskyldu.“ Hildur Helgadóttir er formaður farsóttanefndar Landspítalans.Vísir/Egill Hún segir nokkra sjúklinga liggja inni á bráðamóttökunni með inflúensu og á gjörgæslu. „Það eru þrjátíu og sjö manns í einangrun á spítalanum út af öndunarfæraveirum. Sem er þá ýmislegt. Það er inflúensan þar á meðal og líka fleiri veirur.“ Þá sé RS vírusinn enn að hafa töluverð áhrif á börn en átta börn liggi inni á Barnaspítalanum með RS. Hildur hvetur fólk til að bólusetja sig gegn flensunni en það er gert hjá heilsugæslustöðvum. „Það er ekkert orðið of seint. Endilega að gera það því að bólusetningin dregur úr veikindunum. Hún kannski hindrar smit í einhverju tilvikum en allavega verða veikindin minni.“ Þá býst Hildur við að næstu vikur verði snúnar á spítalanum. „Við bara búumst við fleiri tilvikum og faraldurinn er greinilega að sækja í sig veðrið. Þá fáum við þá sem verða veikastir og þurfa innlögn. Þannig það má alveg búast við að næstu vikur verða þungar.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Grímuskylda á Landspítalanum Grímuskylda hefur verið sett á Landspítalanum yfir hátíðarnar í ljósi þess að inflúensan sé byrjuð að herja á landsmenn í meiri mæli ofan í aðrar öndunarfæraveirur. 26. desember 2024 10:21 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Grímuskylda á Landspítalanum Grímuskylda hefur verið sett á Landspítalanum yfir hátíðarnar í ljósi þess að inflúensan sé byrjuð að herja á landsmenn í meiri mæli ofan í aðrar öndunarfæraveirur. 26. desember 2024 10:21