Gestirnir í Melsungen byrjuðu vel í leik kvöldsins og náðu fljótt yfirhöndinni. Liðið náði fyrst fimm marka forystu í stöðunni 4-9 og þannig var munurinn á liðunum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 11-16.
Melsungen skoraði svo fyrstu þrjú mörk síðari hálfleiks og róðurinn fyrir heimamenn í Göppingen því orðinn þungur. Mest náðu gestirnir tíu marka forystu í stöðunni 13-23 og liðið vann að lokum nokkuð öruggan fjögurra marka sigur, 25-29.
Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir Melsungen sem trónir á toppi deildarinnar með 30 stig eftir 17 leiki, fjórum stigum meira en Füchse Berlin og Kiel sem sitja í sætunum fyrir neðan. Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Göppingen sem situr í 14. sæti með 10 stig.