Í umfjöllun Reuters kemur fram að þetta sé í fyrsta skipti sem sitjandi forseti sætir handtökuheimild í landinu. Þá er haft eftir stofnun sem rannsakar spillingu hátt settra embættismanna í Suður-Kóreu að héraðsdómur Vesturhluta Suður-Kóreu haft samþykkt beiðni yfirvalda um handtökuheimild á hendur Yoon.
Heimildin gildir í viku og stjórnvöld mega einungis hafa Yoon í haldi í tvo sólarhringa eftir að hann hefur verið handtekinn. Í framhaldinu þurfa rannsakendur að ákveða hvort þeir fari fram á gæsluvarðhald yfir honum.
Yoon var ákærður fyrir embættisglöp og var í leið vikið úr embætti fyrir að setja herlög fyrirvaralaust í upphafi mánaðar. Herlögin voru einungis í gildi í sex klukkustundir en komu landsmönnum í verulega opna skjöldu og fjölmenn mótmæli brutust út víða í landinu.
Yoon hefur verið sakaður um uppreisn og hafa bent á að samkvæmt lögum má forseti landsins aðeins setja á herlög á stríðstímum eða í svipuðu neyðarástandi.
Han Duck-soo forsætisráðherra landsins hefur tekið við embættinu tímabundið en hann er að auki ákærður fyrir embættisglöp.