Erlent

Ungur maður lést í flug­elda­slysi í Dan­mörku

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið varð í Óðinsvéum í nótt. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Slysið varð í Óðinsvéum í nótt. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty

Karlmaður á þrítugsaldri er látinn eftir að flugeldur sprakk nærri höfði hans í Óðinsvéum í Danmörku í nótt.

Í frétt DR kemur fram að slysið hafi orðið skömmu eftir miðnætti. Morten Schultz Larsen, yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Óðinsvéum, segir að maðurinn, sem var 24 ára, hafi fyrst verið fluttur á bráðadeild með alvarlega áverka en síðar látist af völdum sára sinna.

Larsen segir líkur á að um hafi verið að ræða heimatilbúinn flugeld sem hafi sprungið nærri höfði mannsins.

Talsmaður lögreglu, Torben Jakobsen, segir að of snemmt sé að segja til um hvort að flugeldurinn hafi verið löglegur eða ólöglegur. Hann segir að nokkur fjöldi manna hafi verið staddur nærri manninum þegar slysið varð og að einn til viðbotar hafi slasast lítillega. Áverkar hans eru ekki taldir alvarlegir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×