Innlent

Á­rásin á Kjalar­nesi: Hinir hand­teknu allir á fimm­tugs­aldri

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra í nótt.
Lögregla naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra í nótt. Vísir/Vilhelm

Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að tilkynn hafi borist lögreglu skömmu fyrir klukkan eitt og hafi hún verið með mikinn viðbúnað vegna þessa. 

„Svo virðist sem ósætti og ágreiningur hafi komið upp hjá mönnum í húsinu og í framhaldinu var hnífi beitt. Nokkrir hlutu áverka, en einn þó sýnu verst og er sá alvarlega slasaður eftir atlöguna. Hinir handteknu eru allir á fimmtugsaldri, rétt eins og sá sem slasaðist mest.

Við aðgerðirnar á Kjalarnesi í nótt naut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Ekki er hægt að greina frekar frá málinu að svo stöddu.“

Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á [email protected]. Fullum trúnaði er heitið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×