

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir stunguárás sem beindist gegn tveimur og er sögð átti sér stað í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi síðastliðna nýársnótt. Héraðssaksóknari, sem ákærir í málinu, vill meina að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða.
Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður um að hafa framið stunguárás í húsnæði á vegum Matfugls á Kjalarnesi á nýársnótt, fær að dúsa í gæsluvarðhaldi til 3. mars næstkomandi.
Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður um að hafa framið stunguárás í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi á nýársnótt, fær að dúsa í gæsluvarðhaldi til 4. febrúar næstkomandi. Eftir handtöku greindi hann lögreglu frá því að hann hefði stungið þrjá menn í neyðarvörn. Á meðan á frásögn hans stóð grét hann og kvað líf sitt vera búið.
Gæsluvarðhald manns á fimmtugsaldri vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi á nýársnótt hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 4. febrúar. Var það gert að beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og í þágu rannsóknar á árásinni.
Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt.
Rannsókn stendur enn yfir á hnífstunguárás sem átti sér stað á Kjalarnesi á nýársnótt. Þrír menn á fimmtugsaldri voru handteknir vegna málsins og var einn þeirra úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir áfram reynt að ná betur utan um atburðarásina en þar tefji fyrir að mennirnir tali ólík tungumál.
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir.
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, fram til 8. janúar, vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi í nótt.
Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt.
Tveir eru alvarlega særðir og er annar þeirra talinn vera í lífshættu eftir stunguárás á Kjalarnesi í nótt.