Eftir að slökkvilið kom á staðinn kom í ljós að eldur reyndist ekki vera laus en aðeins mikill reykur. Er talið að einhver hafi sett flugeldatertu í brunastiga við neyðarinngang og reykur þannig borist inn í skólann.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var aðeins reykræst en reykskemmdir eru annars taldar litlar.