Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. janúar 2025 15:00 Meistararnir í Nýdönsk gefa út nýja plötu í þessum mánuði og verða með útgáfutónleika. Ein ástsælasta hljómsveit landsins Nýdönsk hefur gefið frá sér nýtt lag sem ber heitið Hálka lífsins. Lagið var frumflutt á Bylgjunni í morgun og tónlistarmyndband við lagið nú frumsýnt á Vísi. Myndbandið er textaverk, sett saman af Villa Warén og byggir á myndum frá Real World hljóðverinu þar sem lagið var hljóritað fyrr í sumar rétt eins og önnur lög væntanlegrar breiðskrifu sem heitir Í raunheimum. Þar er einnig að finna lagið Fullkomið farartæki sem var vinsælasta lagið 2024 á bæði. Rás 2 og Bylgjunni. Nýdönsk kynnir nýju breiðskífuna á útgáfutónleikum í Norðurljósum þann 30. janúar en búið er að bæta við aukatónleikum þar sem það seldist hratt upp á þá fyrri. Hljómsveitina skipa þeir Björn Jörundur Friðbjörnsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Jón Ólafsson, Stefán Hjörleifsson og Ólafur Hólm. Þeim til aðstoðar við gerð plötunnar var Guðmundur Pétursson. Katie May sá um upptökur og hljóðblöndun. Klippa: Nýdönsk - Hálka lífsins Snýst um þennan sem er alltaf að reyna að gera betur Björn Jörundur og Daníel Ágúst mættu til Ívars Guðmundssonar útvarpsmanns á Bylgjunni í morgun þar sem lagið var frumflutt. Þar lýstu því þeir meðal annars hvernig var að taka plötuna upp í sumar í hljóðveri tónlistarmannsins og goðsagnarinnar Peter Gabriel. Þeir segja alla meðlimi sveitarinnar koma að öllum textum. „Við köstum hugmyndum á milli, göngum um gólf, tölum upphátt og dæsum og hlæjum og sláum niður hugmyndir eða lyftum þeim upp,“ segir Björn Jörundur. „Þetta er rosa skemmtileg vinna, af því við höfum gert þetta svo lengi og þekkjumst svo vel og þá er þetta svo lítið mál. Þetta er eiginlega eins og að tala við sjálfan sig.“ Daníel Ágúst segir nýja lagið vera um mann sem virðist vera með allt niðrum sig. Hann berjist í bökkum og þá sérstaklega í einkalífinu. Þeir félagar segja sveitina stöðugt vera að leita að nýju yrkisefni og í þessu lagi tali þeir máli heimilisföðursins. Björn Jörundur segir það geta tekið á sig ýmsar kómískar hliðar. „Þarna er ein birtingarmyndin. Þarna er svona gæi sem er alltaf að reyna að gera betur í sambandinu, reyna að standa sig en hann rennur alltaf á rassinn.“ Tónlist Tengdar fréttir Nýdönsk á toppnum 2024 Á hverju ári koma út nýir stórsmellir frá tónlistarfólki víða um heiminn. 2024 einkenndist af mikilli grósku í íslensku tónlistarlífi og endurspeglar árslisti Bylgjunnar það með sönnu. Hér má finna vinsælustu lög ársins hjá útvarpsstöðinni. 1. janúar 2025 18:01 Frumsýning á Vísi: Nýdönsk á slóðum Peter Gabriel og fleiri goðsagna Hljómsveitin Nýdönsk hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Fullkomið farartæki. Myndbandið var tekið upp í hinu sögufræga hljóðveri Real World sem stofnað var af tónlistarmanninum goðsagnarkennda Peter Gabriel á níunda áratugnum, en þar dvaldi hljómsveitin við upptökur á nýrri hljómplötu sem væntanleg er á næstu mánuðum. 1. ágúst 2024 12:04 Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Myndbandið er textaverk, sett saman af Villa Warén og byggir á myndum frá Real World hljóðverinu þar sem lagið var hljóritað fyrr í sumar rétt eins og önnur lög væntanlegrar breiðskrifu sem heitir Í raunheimum. Þar er einnig að finna lagið Fullkomið farartæki sem var vinsælasta lagið 2024 á bæði. Rás 2 og Bylgjunni. Nýdönsk kynnir nýju breiðskífuna á útgáfutónleikum í Norðurljósum þann 30. janúar en búið er að bæta við aukatónleikum þar sem það seldist hratt upp á þá fyrri. Hljómsveitina skipa þeir Björn Jörundur Friðbjörnsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Jón Ólafsson, Stefán Hjörleifsson og Ólafur Hólm. Þeim til aðstoðar við gerð plötunnar var Guðmundur Pétursson. Katie May sá um upptökur og hljóðblöndun. Klippa: Nýdönsk - Hálka lífsins Snýst um þennan sem er alltaf að reyna að gera betur Björn Jörundur og Daníel Ágúst mættu til Ívars Guðmundssonar útvarpsmanns á Bylgjunni í morgun þar sem lagið var frumflutt. Þar lýstu því þeir meðal annars hvernig var að taka plötuna upp í sumar í hljóðveri tónlistarmannsins og goðsagnarinnar Peter Gabriel. Þeir segja alla meðlimi sveitarinnar koma að öllum textum. „Við köstum hugmyndum á milli, göngum um gólf, tölum upphátt og dæsum og hlæjum og sláum niður hugmyndir eða lyftum þeim upp,“ segir Björn Jörundur. „Þetta er rosa skemmtileg vinna, af því við höfum gert þetta svo lengi og þekkjumst svo vel og þá er þetta svo lítið mál. Þetta er eiginlega eins og að tala við sjálfan sig.“ Daníel Ágúst segir nýja lagið vera um mann sem virðist vera með allt niðrum sig. Hann berjist í bökkum og þá sérstaklega í einkalífinu. Þeir félagar segja sveitina stöðugt vera að leita að nýju yrkisefni og í þessu lagi tali þeir máli heimilisföðursins. Björn Jörundur segir það geta tekið á sig ýmsar kómískar hliðar. „Þarna er ein birtingarmyndin. Þarna er svona gæi sem er alltaf að reyna að gera betur í sambandinu, reyna að standa sig en hann rennur alltaf á rassinn.“
Tónlist Tengdar fréttir Nýdönsk á toppnum 2024 Á hverju ári koma út nýir stórsmellir frá tónlistarfólki víða um heiminn. 2024 einkenndist af mikilli grósku í íslensku tónlistarlífi og endurspeglar árslisti Bylgjunnar það með sönnu. Hér má finna vinsælustu lög ársins hjá útvarpsstöðinni. 1. janúar 2025 18:01 Frumsýning á Vísi: Nýdönsk á slóðum Peter Gabriel og fleiri goðsagna Hljómsveitin Nýdönsk hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Fullkomið farartæki. Myndbandið var tekið upp í hinu sögufræga hljóðveri Real World sem stofnað var af tónlistarmanninum goðsagnarkennda Peter Gabriel á níunda áratugnum, en þar dvaldi hljómsveitin við upptökur á nýrri hljómplötu sem væntanleg er á næstu mánuðum. 1. ágúst 2024 12:04 Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Nýdönsk á toppnum 2024 Á hverju ári koma út nýir stórsmellir frá tónlistarfólki víða um heiminn. 2024 einkenndist af mikilli grósku í íslensku tónlistarlífi og endurspeglar árslisti Bylgjunnar það með sönnu. Hér má finna vinsælustu lög ársins hjá útvarpsstöðinni. 1. janúar 2025 18:01
Frumsýning á Vísi: Nýdönsk á slóðum Peter Gabriel og fleiri goðsagna Hljómsveitin Nýdönsk hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Fullkomið farartæki. Myndbandið var tekið upp í hinu sögufræga hljóðveri Real World sem stofnað var af tónlistarmanninum goðsagnarkennda Peter Gabriel á níunda áratugnum, en þar dvaldi hljómsveitin við upptökur á nýrri hljómplötu sem væntanleg er á næstu mánuðum. 1. ágúst 2024 12:04