Enski boltinn

Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hvað gerir Trent?
Hvað gerir Trent? Andrew Powell/Getty Images

Það bendir allt til þess að hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold gangi til liðs við Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd þegar samningur hans við Liverpool rennur út í sumar. Spænska félagið vill þó ekki bíða svo lengi.

Þessi sóknarsinnaði hægri bakvörður hefur ekki viljað skrifað undir nýjan samning við Liverpool og er nú frjálst að semja við félög utan Englands.

Real beið þolinmótt eftir franska framherjanum Kylian Mbappé sem ákvað að vera áfram í París sumarið 2023 en gekk svo í raðir Madrídar-liðsins á frjálsri sölu ári síðar. Vegna varnarvandræði virðist Real ekki til í að bíða eftir Trent og hefur Liverpool þegar hafnað tilboði úr spænsku höfuðborginni.

Samkvæmt The Times stefnir Real þó á að bjóða í leikmanninn á nýjan leik og var Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madríd, spurður út í möguleik kaup á Trent.

„Það er erfitt fyrir mig að tala um þetta í þessu samhengi. Við sjáum til. Við spilum marga leiki í janúar og einbeiting okkar er á þeim leikjum. Það er ekki einfalt fyrir mig að ræða leikmannamarkaðinn á þessari stundu,“ sagði Ancelotti aðspurður hvort Real ætlaði að bjóða í Trent.

Félagaskiptaglugginn á Englandi og Spáni er opinn til 3. febrúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×