Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. janúar 2025 21:05 Séra Óskar Hafsteinn og Sigurður Ágústsson, formaður kirkjukórs Hrunaprestakalls voru kampakátir með hvað Grautarmessan tókst vel í Hrepphólakirkju. Magnús Hlynur Hreiðarsson Grjónagrautur og slátur sló í gegn eftir Nýársmessu í Hrepphólakirkju í Hrunamannahreppi í dag en það voru karlarnir í kór kirkjunnar, sem sáu um veitingarnar fyrir kirkjugesti, sem mikil ánægja var með. Messan er kölluð Grautarmessa. Góð mæting var í messuna en sóknarprestur kirkjunnar, séra Óskar Hafsteinn Óskarsson sá um guðsþjónustuna og kirkjukór Hrunaprestakalls sá um sönginn. Eftir messuna var öllum boðið í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem karlarnir í kórnum voru klárir með grjónagraut og slátur fyrir alla og kaffi og súkkulaði á eftir. „Þetta er frábært framtak og það er eitthvað svo ótrúleg íslenskt og heiðarlegt að byrja árið á grjónagraut og slátri. En eftir hamborgarhrygginn og hangikjötið og allt þetta, allan jólamatinn þá er þetta eitthvað svo ótrúlega kærkomið,” segir Séra Óskar Hafsteinn. Karlarnir í kirkjukór Hrunaprestakalls sáu um veitingarnar en Sigurður Ágústsson í Birtingaholti er formaður kórsins. „Við skulum segja að við höfum séð um þetta en við erum flestir vel giftir þannig að það komu kannski einhverjar konur að aðstoða okkur við þetta en við sáum um þetta inn í safnaðarheimilinu að uppfæra og uppvarta í þessu,” segir Sigurður alsæll með daginn og hvað Grautarmessan tókst vel. Sigurður Ágústsson í Birtingaholti og formaður kórsins að ausa grjónagraut í skál.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kirkjugestir kunnu vel að meta veitingarnar og framtakið í Grautarmessunni. „Þetta er bara frábært, mjög vinsælt allavega, segir Ragnheiður Sif Kristjánsdóttir, messugestur. „Þetta er bara alveg frábært og þetta er líka bara svo gott samfélag, sem við búum í. Lyfrapylsan var það, sem sló í gegn hjá okkur,” segja þær Elsa Ingjaldsdóttir og Valný Guðmundsdóttir, messugestir. Kirkjugestir tóku vel til matar síns eftir guðsþjónustuna í morgun þar sem grjónagrautur og slátur var meðal annars í boði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er bara frábært enda er þetta frábært samfélag, sem við búum hérna í,” segir Sigurður Ingi Jóhannsson, messugestur. Og það var vel við hæfi í nýársmessunni hjá kórnum að enda sönginn í kirkjunni á þjóðsöngnum. Hrepphólakirkja er einstaklega falleg byggð 1909.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Þjóðkirkjan Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Góð mæting var í messuna en sóknarprestur kirkjunnar, séra Óskar Hafsteinn Óskarsson sá um guðsþjónustuna og kirkjukór Hrunaprestakalls sá um sönginn. Eftir messuna var öllum boðið í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem karlarnir í kórnum voru klárir með grjónagraut og slátur fyrir alla og kaffi og súkkulaði á eftir. „Þetta er frábært framtak og það er eitthvað svo ótrúleg íslenskt og heiðarlegt að byrja árið á grjónagraut og slátri. En eftir hamborgarhrygginn og hangikjötið og allt þetta, allan jólamatinn þá er þetta eitthvað svo ótrúlega kærkomið,” segir Séra Óskar Hafsteinn. Karlarnir í kirkjukór Hrunaprestakalls sáu um veitingarnar en Sigurður Ágústsson í Birtingaholti er formaður kórsins. „Við skulum segja að við höfum séð um þetta en við erum flestir vel giftir þannig að það komu kannski einhverjar konur að aðstoða okkur við þetta en við sáum um þetta inn í safnaðarheimilinu að uppfæra og uppvarta í þessu,” segir Sigurður alsæll með daginn og hvað Grautarmessan tókst vel. Sigurður Ágústsson í Birtingaholti og formaður kórsins að ausa grjónagraut í skál.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kirkjugestir kunnu vel að meta veitingarnar og framtakið í Grautarmessunni. „Þetta er bara frábært, mjög vinsælt allavega, segir Ragnheiður Sif Kristjánsdóttir, messugestur. „Þetta er bara alveg frábært og þetta er líka bara svo gott samfélag, sem við búum í. Lyfrapylsan var það, sem sló í gegn hjá okkur,” segja þær Elsa Ingjaldsdóttir og Valný Guðmundsdóttir, messugestir. Kirkjugestir tóku vel til matar síns eftir guðsþjónustuna í morgun þar sem grjónagrautur og slátur var meðal annars í boði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er bara frábært enda er þetta frábært samfélag, sem við búum hérna í,” segir Sigurður Ingi Jóhannsson, messugestur. Og það var vel við hæfi í nýársmessunni hjá kórnum að enda sönginn í kirkjunni á þjóðsöngnum. Hrepphólakirkja er einstaklega falleg byggð 1909.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Þjóðkirkjan Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira