Fótbolti

Gerrard að verða afi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Steven Gerrard með dóttur sinni, Lilly, á HM 2006.
Steven Gerrard með dóttur sinni, Lilly, á HM 2006. getty/Andrew Parsons

Liverpool-goðsögnin Steven Gerrard er að verða afi en elsta dóttir hans, Lilly, á von á sínu fyrsta barni.

Lilly greindi frá tíðindunum á Instagram. Hún er tvítug en pabbinn, Lee Byrne, er 22 ára. Ekki hefur verið greint frá kyni barnsins.

„Við getum ekki beðið. Frábærar fréttir og til hamingju. Við elskum ykkur,“ skrifaði Gerrard við færslu dóttur sinnar.

Gerrard, sem er 44 ára, á fjögur börn með eiginkonu sinni, Alex. Þau gengu í hjónaband 2007.

Gerrard hefur þjálfað Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu frá sumrinu 2023. Liðið er í 11. sæti sádi-arabísku úrvalsdeildarinnar. Áður sstýrði Gerrard Rangers og Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×