Sport

Dag­skráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnumenn og Þórsarar verða í eldlínunni í kvöld en þó á móti öðrum liðum.
Stjörnumenn og Þórsarar verða í eldlínunni í kvöld en þó á móti öðrum liðum. Vísir/Jón Gautur

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á föstudögum.

Þrettánda umferð Bónus deildar karla í körfubolta klárast í kvöld með tveimur leikjum. Þeir verða báðir sýndir beint og eftir þessa tvo leiki verður öll umferðin gerð upp í Bónus Körfuboltakvöldi.

Leikur Aston Villa og West Ham í enska bikarnum verður í beinni sem og leikur úr sádi-arabíska fótboltanum.

Það verður einnig sýnt frá Meistaradeildinni í snóker og NHL-deildinni í íshokkí.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.20 hefst útsending frá leik Stjörnunnar og KR í Bónus deild karla í körfubolta.

Klukkan 21.05 hefst Bónus Körfuboltakvöld þar sem öll þrettánda umferð Bónus deildar karla verður gerð upp.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 18.50 hefst útsending frá leik Þórs Þorl. og Vals í Bónus deild karla í körfubolta.

Vodafone Sport

Klukkan 11.00 hefst útsending frá Meistaradeildinni í snóker.

Klukkan 16.55 hefst útsending frá leik AL Ahli og Al Shabab í sádi-arabíska fótboltanum.

Klukkan 19.55 hefst útsending frá leik Aston Villa og West Ham í enska bikarnum.

Klukkan 00.05 hefst útsending frá leik Washington Capitals og Montreal Canadiens í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×