Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Andri Már Eggertsson skrifar 10. janúar 2025 22:22 Hilmar Smári Henningsson var frábær í kvöld með 30 stig fyrir Stjörnuna. vísir/Anton Stjörnumenn endurheimtu toppsætið í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld með átta stiga sigri á KR-ingum í Ásgarði, 94-86. Stjörnuliðið missti frá sér gott forskot í seinni hálfleik og úr varð spennandi leikur í fjórða leikhluta. Stjörnumennn voru hins vegar sterkari í lokin og lönduðu góðum sigri. Hilmar Smári Henningsson var frábær í kvöld með 30 stig fyrir Stjörnuna. Ægir Þór Steinarsson var búinn að hrista af sér meiðslin frá því í síðasta leik og var mættur í byrjunarlið Stjörnunnar. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og bæði lið spiluðu sterka vörn og létu finna fyrir sér sem gerði það að verkum að það var lítið skorað í fyrsta fjórðungi. Shaquille Rombley dró vagninn fyrir Stjörnuna sóknarlega og gerði 10 af 20 stigum liðsins. Heimamenn voru þremur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 20-17. Það var gaman að sjá Björn Kristjánsson koma inn á í öðrum leikhluta og setja fimm stig á stuttum tíma fyrir gestina. Eftir það kom fyrsta áhlaup kvöldsins þar sem Stjörnumenn fundu annan gír og gerðu níu stig í röð og staðan var 42-32. Hilmar Smári, Jase Febres og Shaquille sáu um að setja stig á töfluna fyrir heimamenn en þeir gerðu 41 af 50 stigum Stjörnunnar í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði eins og framhald af öðrum leikhluta þar sem heimamenn voru ekki í neinum vandræðum með varnarleik KR-inga og Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, tók leikhlé í stöðunni 61-47. Leikhlé Jakobs vakti KR-inga því heimamenn spiluðu betri vörn sem varð til þess að Stjarnan gerði aðeins eitt stig af vítalínunni á tæplega fimm mínútum. Gestirnir settu stóra þrista ofan í og munurinn fór minnst niður í tvö stig. Heimamenn enduðu þriðja leikhluta á að gera síðustu sex stigin sem var þungt högg fyrir KR-inga. Í fjórða leikhluta náðu KR-ingar að minnka forskot Stjörnunnar niður í fimm stig þegar að 44 sekúndur voru eftir en nær komust gestirnir ekki og Stjarnan vann átta stiga sigur 94-86. Atvik leiksins KR-ingar minnkuðu forskot Stjörnunnar niður í tvö stig í þriðja leikhluta. Hilmar Smári Henningsson svaraði því með tveimur þriggja stiga körfum sem voru síðustu sex stigin í þriðja leikhluta. Þetta var ansi þungt högg fyrir KR-inga. Stjörnur og skúrkar Hilmar Smári Henningsson, Jase Febres, Shaquille Rombley voru allt í öllu og sá um að setja stig á töfluna fyrir Stjörnuna. Þríeykið gerði 77 af 94 stigum liðsins. Hilmar Smári bar af með 30 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Það er erfitt að gera einhvern að skúrki í liði KR. Vesturbæingar spiluðu flottan leik og áttu fínan möguleika í fjórða leikhluta á að taka forystuna. Stjarnan er hins vegar á öðrum stað en KR í dag og þannig fór sem fór. Jason Tyler Gigliotti, leikmaður KR, spilaði tæplega ellefu mínútur og komst ekki á blað. Dómararnir [7] Dómarar kvöldsins voru Kristinn Óskarsson, Jakob Árni Ísleifsson og Ingi Björn Jónsson. Leikurinn var mjög vel dæmdur og gekk hratt fyrir sig. Stemning og umgjörð Umgjörðin á leik kvöldsins hjá Stjörnunni var til fyrirmyndar. Just Wingin it var á svæðinu og áhorfendur gátu fengið sér dýrindis brisket. Í hálfleik fengu allir sem vildu að fara niður á gólf og taka þátt í skotleik. Ungir stuðningsmenn beggja lið mættu en það hefði verið gaman að sjá Helga Magnússon sem varð sjö sinnum Íslandsmeistari með KR freista þess að vinna sælgæti í sjoppunni en Helgi var á leiknum. „Hilmar Smári var mjög góður og við áttum í erfiðleikum með hann“ Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, hrósaði Stjörnunni eftir leik kvöldsinsVísir/Anton Brink Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, var nokkuð brattur eftir átta stiga tap gegn Stjörnunni. „Í fyrri hálfleik voru þetta mikið af lausum boltum og þeir fengu sóknarfráköst og náðu að halda okkur frá þeim með því. Í seinni hálfleik var Hilmar Smári mjög góður og við áttum í erfiðleikum með hann. Heilt yfir vorum við að elta sem var erfitt en við hótuðum í seinni hálfleik en náðum aldrei að gera alvöru leik úr þessu,“ sagði Jakob í viðtali eftir leik. Jakob var ánægður með vörn liðsins þegar KR-ingar minnkuðu forskot Stjörnunnar niður í tvö stig í þriðja leikhluta. „Vörnin okkar var góð, við vorum hreyfanlegir og vorum að hjálpa hvor öðrum. Við gerðum miklu betur heldur en í fyrri hálfleik. Við náðum að opna völlinn og fengum opin skot. Þeir voru mjög sterkir á hálfum velli en við náðum aðeins að opna þá á þessum kafla.“ „Við vorum búnir að minnka forskotið niður í tvö stig og þeir náðu aftur forskotinu undir lokin sem var sárt en við náðum samt aftur að minnka forskot þeirra í fjórða leikhluta en þeir eru eitt af betri liðunum í deildinni og örugglega það besta í augnablikinu. „Þrátt fyrir að við værum að koma til baka þá var ekkert stress hjá þeim og þeir héldu sínu leikplani og vissu að hverju þeir ættu að leita af,“ sagði Jakob að lokum. Bónus-deild karla Stjarnan KR
Stjörnumenn endurheimtu toppsætið í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld með átta stiga sigri á KR-ingum í Ásgarði, 94-86. Stjörnuliðið missti frá sér gott forskot í seinni hálfleik og úr varð spennandi leikur í fjórða leikhluta. Stjörnumennn voru hins vegar sterkari í lokin og lönduðu góðum sigri. Hilmar Smári Henningsson var frábær í kvöld með 30 stig fyrir Stjörnuna. Ægir Þór Steinarsson var búinn að hrista af sér meiðslin frá því í síðasta leik og var mættur í byrjunarlið Stjörnunnar. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og bæði lið spiluðu sterka vörn og létu finna fyrir sér sem gerði það að verkum að það var lítið skorað í fyrsta fjórðungi. Shaquille Rombley dró vagninn fyrir Stjörnuna sóknarlega og gerði 10 af 20 stigum liðsins. Heimamenn voru þremur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 20-17. Það var gaman að sjá Björn Kristjánsson koma inn á í öðrum leikhluta og setja fimm stig á stuttum tíma fyrir gestina. Eftir það kom fyrsta áhlaup kvöldsins þar sem Stjörnumenn fundu annan gír og gerðu níu stig í röð og staðan var 42-32. Hilmar Smári, Jase Febres og Shaquille sáu um að setja stig á töfluna fyrir heimamenn en þeir gerðu 41 af 50 stigum Stjörnunnar í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði eins og framhald af öðrum leikhluta þar sem heimamenn voru ekki í neinum vandræðum með varnarleik KR-inga og Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, tók leikhlé í stöðunni 61-47. Leikhlé Jakobs vakti KR-inga því heimamenn spiluðu betri vörn sem varð til þess að Stjarnan gerði aðeins eitt stig af vítalínunni á tæplega fimm mínútum. Gestirnir settu stóra þrista ofan í og munurinn fór minnst niður í tvö stig. Heimamenn enduðu þriðja leikhluta á að gera síðustu sex stigin sem var þungt högg fyrir KR-inga. Í fjórða leikhluta náðu KR-ingar að minnka forskot Stjörnunnar niður í fimm stig þegar að 44 sekúndur voru eftir en nær komust gestirnir ekki og Stjarnan vann átta stiga sigur 94-86. Atvik leiksins KR-ingar minnkuðu forskot Stjörnunnar niður í tvö stig í þriðja leikhluta. Hilmar Smári Henningsson svaraði því með tveimur þriggja stiga körfum sem voru síðustu sex stigin í þriðja leikhluta. Þetta var ansi þungt högg fyrir KR-inga. Stjörnur og skúrkar Hilmar Smári Henningsson, Jase Febres, Shaquille Rombley voru allt í öllu og sá um að setja stig á töfluna fyrir Stjörnuna. Þríeykið gerði 77 af 94 stigum liðsins. Hilmar Smári bar af með 30 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Það er erfitt að gera einhvern að skúrki í liði KR. Vesturbæingar spiluðu flottan leik og áttu fínan möguleika í fjórða leikhluta á að taka forystuna. Stjarnan er hins vegar á öðrum stað en KR í dag og þannig fór sem fór. Jason Tyler Gigliotti, leikmaður KR, spilaði tæplega ellefu mínútur og komst ekki á blað. Dómararnir [7] Dómarar kvöldsins voru Kristinn Óskarsson, Jakob Árni Ísleifsson og Ingi Björn Jónsson. Leikurinn var mjög vel dæmdur og gekk hratt fyrir sig. Stemning og umgjörð Umgjörðin á leik kvöldsins hjá Stjörnunni var til fyrirmyndar. Just Wingin it var á svæðinu og áhorfendur gátu fengið sér dýrindis brisket. Í hálfleik fengu allir sem vildu að fara niður á gólf og taka þátt í skotleik. Ungir stuðningsmenn beggja lið mættu en það hefði verið gaman að sjá Helga Magnússon sem varð sjö sinnum Íslandsmeistari með KR freista þess að vinna sælgæti í sjoppunni en Helgi var á leiknum. „Hilmar Smári var mjög góður og við áttum í erfiðleikum með hann“ Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, hrósaði Stjörnunni eftir leik kvöldsinsVísir/Anton Brink Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, var nokkuð brattur eftir átta stiga tap gegn Stjörnunni. „Í fyrri hálfleik voru þetta mikið af lausum boltum og þeir fengu sóknarfráköst og náðu að halda okkur frá þeim með því. Í seinni hálfleik var Hilmar Smári mjög góður og við áttum í erfiðleikum með hann. Heilt yfir vorum við að elta sem var erfitt en við hótuðum í seinni hálfleik en náðum aldrei að gera alvöru leik úr þessu,“ sagði Jakob í viðtali eftir leik. Jakob var ánægður með vörn liðsins þegar KR-ingar minnkuðu forskot Stjörnunnar niður í tvö stig í þriðja leikhluta. „Vörnin okkar var góð, við vorum hreyfanlegir og vorum að hjálpa hvor öðrum. Við gerðum miklu betur heldur en í fyrri hálfleik. Við náðum að opna völlinn og fengum opin skot. Þeir voru mjög sterkir á hálfum velli en við náðum aðeins að opna þá á þessum kafla.“ „Við vorum búnir að minnka forskotið niður í tvö stig og þeir náðu aftur forskotinu undir lokin sem var sárt en við náðum samt aftur að minnka forskot þeirra í fjórða leikhluta en þeir eru eitt af betri liðunum í deildinni og örugglega það besta í augnablikinu. „Þrátt fyrir að við værum að koma til baka þá var ekkert stress hjá þeim og þeir héldu sínu leikplani og vissu að hverju þeir ættu að leita af,“ sagði Jakob að lokum.