Frá­bært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sex­tán ára strák

Federico Chiesa innslagði sigur Liverpool í dag með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Hér fagnar hann marki sínu.
Federico Chiesa innslagði sigur Liverpool í dag með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Hér fagnar hann marki sínu. Getty/Jan Kruger

Liverpool komst áfram í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í dag eftir 4-0 sigur á D-deildarliði Accrington Stanley.

Það bjuggust allir við sigri Liverpool og kannski stærri sigri en gestirnir í Accrington Stanley stóðu sig vel á Anfield í dag. Liverpool skoraði tvö mörk undir lok leiksins og vann því sannfærandi sigur.

Liverpool hvíldi vissulega marga lykilmenn í leiknum en stillti engu að síður upp sterku liði í þessum leik.

Liverpool þyrfti að bíða í næstum því hálftíma eftir fyrsta marki sínu en eftir annað markið leit dagsins ljós í lok fyrri hálfleiks var þetta nokkuð þægilegt.

Diogo Jota og Trent Alexander-Arnold skoruðu mörk Liverpool í fyrri hálfleiknum.

Jota skoraði á 29. mínútu eftir að hafa fengið óeigingjarna sendingu Diogo Jota frá Darwin Nunez. Trent Alexander-Arnold átti stóran þátt í því marki og hann bætti síðan sjálfur við öðru marki með frábæru langskoti á 45. mínútu.

Jayden Danns var ekki búin að vera lengi inn á vellinum þegar hann skoraði þriðja mark Liverpool. Strákurinn kom inn á 72. mínútu og skoraði á 76. mínútu.

Federico Chiesa var í góðu færi en lét verja frá sér. Danns var hins vegar á réttum stað á réttum tíma og skoraði í opið markið.

Chiesa var nokkrum sinnum nálægt því að skora en hans fyrsta mark fyrir Liverpool kom loksins á 90. mínútu. Hann lét vaða fyrir utan teig og skoraði með föstu skoti og hnitmiðuðu skoti.

Þetta var sögulegur leikur fyrir Liverpool því hinn sextán ára gamli Rio Ngumoha var í byrjunarliðinu. Þetta var hans fyrsti leikur fyrir aðalliðið og hann varð yngsti leikmaður Liverpool í sögu ensku bikarkeppninnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira