Handbolti

Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eva Björk Davíðsdóttirog félagar hennar í Stjörnunni sóttu tvö stig til Vestmannaeyja í dag.
Eva Björk Davíðsdóttirog félagar hennar í Stjörnunni sóttu tvö stig til Vestmannaeyja í dag. Vísir/Jón Gautur

Stjarnan fagnaði sigri í Olís deild kvenna í handbolta í dag en það var jafntefli í hinum leik dagsins.

Stjörnukonur unnu eins marka sigur á ÍBV út í Vestmannaeyjum, 23-22. Þetta var sjötta tap Eyjakvenna í röð.

Þetta var fyrsti sigur Stjörnukvenna á nýju ári eftir tap í fyrsta leiknum.

Stjarnan var einu marki yfir í hálfleik, 13-11. Stjörnukonur voru komnar með fimm marka forskot, 21-16, en Eyjakonur voru næstum því búna að fá eitthvað út úr leiknum.

Tinna Sigurrós Traustadóttir og Eva Björk Davíðsdóttir voru markahæstar hjá Stjörnuliðinu með fimm mark hvor. Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir varði mjög vel í markinu og tók meðal annars tvö víti.

Sunna Jónsdóttir skoraði fimm mörk og þær Birna Berg Haraldsdóttir og Agnes Lilja Styrmisdóttir voru með fjögur mörk hvor.

Sara Dögg Hjaltadóttir tryggði ÍR 17-17 jafntefli á móti Selfoss þegar hún jafnaði metin með sínu ellefta marki í leiknum. Hún skoraði tvö síðustu mörk leiksins en Selfoss var 17-15 yfir þear fimm mínútur voru eftir.

Sara var langmarkahæst í ÍR-liðinu því næstar komu Katrín Tinna Jensdóttir og Vaka Líf Kristinsdóttir með tvö mörk hvor.

Perla Ruth Albertsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Selfossliðið og Katla María Magnúsdóttir var með fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×