Körfubolti

Geggjaðar troðslur á­berandi í Bónus-deildinni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Sadio Doucoure leikmaður Tindastóls hefur átt nokkrar góðar troðslur í vetur.
Sadio Doucoure leikmaður Tindastóls hefur átt nokkrar góðar troðslur í vetur. Vísir/Anton Brink

Tilþrif vikunnar voru á sínum stað í Bónus Körfuboltakvöldi þegar 13. umferð Bónus-deildarinnar var gerð upp á föstudagskvöldið.

Bónus Körfuboltakvöld var á dagskrá á föstudagskvöldið líkt og vanalega en þá gerðu þeir Stefán Árni Pálsson, Jón Halldór Eðvaldsson og Hermann Haukasson upp 13. umferð deildarinnar. 

Venju samkvæmt voru bestu tilþrifin í umferðinni skoðuð vel og þar kenndi ýmissa grasa.

Shaquille Rombley og Sadio Doucoure áttu tvö tilþrif hvor en báðir sýndu þeir áhorfendum geggjaðar troðslur í leikjum sinna liða. Þá komst Álftnesingurinn Justin James einnig á blað fyrir frábæran varnarleik í tapi liðsins gegn Njarðvík.

Bestu tilþrif 13. umferðar og innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Tilþrif 13. umferðar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×