Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Smári Jökull Jónsson skrifar 12. janúar 2025 08:01 Vichai Srivaddhanaprabha var og er afar vinsæll á meðal stuðningsmanna Leicester. Hér er hans minnst eftir leik félagsins á síðustu leiktíð. Vísir/Getty Fyrrum eigandi Leicester Vichai Srivaddhanaprabha lést í þyrluslysi við leikvang félagsins árið 2018. Nú ætlar fjölskylda Srivaddhanaprabha í mál við þyrlufyrirtækið og vill fá rúmlega 370 milljarða króna í skaðabætur. Banaslysið átti sér stað í október árið 2018. Um klukkutíma eftir að leik Leicester og West Ham í ensku úrvalsdeildinni lauk fór þyrla eigandans á loft frá miðjuhring King Power-leikvangsins í Leicester. Örskömmu síðar byrjaði vélin hins vegar að snúast í loftinu og hrapaði til jarðar á bílastæði utan við leikvanginn. Fimm létust í slysinu en Srivaddhanaprabha keypti Leicester árið 2010 og vann félagið enska meistaratitilinn gríðarlega óvænt tímabilið 2015-16 þegar Srivaddhanaprabha var eigandi. Nú hefur fjölskylda Srivaddhanaprabha hins vegar ákveðið að fara í mál við þyrlufyrirtækið Leonardo sem framleiddi þyrluna. Á mánudag hefst rannsókn þar sem vitni að atvikinu, starfsfólk bráðaþjónustu og fulltrúar þyrlufyrirtækisins munu bera vitni fyrir kviðdómi. Skýrsla frá breskum flugmálayfirvöldum úrskurðaði árið 2023 að slysið hefði verið óumflýjanlegt eftir röð tæknilegra vandamála og þar kom sömuleiðis fram að flugmaður þyrlunnar hefði lítið getað gert til að bregðast við. Lögmaður Srivaddhanaprabha-fjölskyldunnar segir mikilvægt að allir notendur þyrlanna frá Leonardo-fyrirtækinu treysti þyrlum fyrirtækisins. Fjölskyldan hefur krafist rúmlega tveggja milljarða punda í skaðabætur eða rúmlega 370 milljarða íslenskra króna. „Við erum búin að skoða skýrsluna frá breskum flugmálayfirvöldum og skoðað í þaula hvernig við viljum bregðast við,“ sagði Aiyawatt Srivaddhanaprabha, sonur Vichai. Talsmaður Leonardo segir að fyrirtækið muni berjast gegn skaðabótakröfu fjölskyldunnar. „Dauði þessa fólks var afar sorglegur. Leonardo eru meðvitaður um málsóknina og mun nú ákveða næstu skref í samráði við lögfræðinga og tryggingafélag okkar. Leonardo mun verjast þessum ásökunum.“ Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Banaslysið átti sér stað í október árið 2018. Um klukkutíma eftir að leik Leicester og West Ham í ensku úrvalsdeildinni lauk fór þyrla eigandans á loft frá miðjuhring King Power-leikvangsins í Leicester. Örskömmu síðar byrjaði vélin hins vegar að snúast í loftinu og hrapaði til jarðar á bílastæði utan við leikvanginn. Fimm létust í slysinu en Srivaddhanaprabha keypti Leicester árið 2010 og vann félagið enska meistaratitilinn gríðarlega óvænt tímabilið 2015-16 þegar Srivaddhanaprabha var eigandi. Nú hefur fjölskylda Srivaddhanaprabha hins vegar ákveðið að fara í mál við þyrlufyrirtækið Leonardo sem framleiddi þyrluna. Á mánudag hefst rannsókn þar sem vitni að atvikinu, starfsfólk bráðaþjónustu og fulltrúar þyrlufyrirtækisins munu bera vitni fyrir kviðdómi. Skýrsla frá breskum flugmálayfirvöldum úrskurðaði árið 2023 að slysið hefði verið óumflýjanlegt eftir röð tæknilegra vandamála og þar kom sömuleiðis fram að flugmaður þyrlunnar hefði lítið getað gert til að bregðast við. Lögmaður Srivaddhanaprabha-fjölskyldunnar segir mikilvægt að allir notendur þyrlanna frá Leonardo-fyrirtækinu treysti þyrlum fyrirtækisins. Fjölskyldan hefur krafist rúmlega tveggja milljarða punda í skaðabætur eða rúmlega 370 milljarða íslenskra króna. „Við erum búin að skoða skýrsluna frá breskum flugmálayfirvöldum og skoðað í þaula hvernig við viljum bregðast við,“ sagði Aiyawatt Srivaddhanaprabha, sonur Vichai. Talsmaður Leonardo segir að fyrirtækið muni berjast gegn skaðabótakröfu fjölskyldunnar. „Dauði þessa fólks var afar sorglegur. Leonardo eru meðvitaður um málsóknina og mun nú ákveða næstu skref í samráði við lögfræðinga og tryggingafélag okkar. Leonardo mun verjast þessum ásökunum.“
Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira