Íslenski boltinn

Hin efni­lega Arn­fríður Auður í raðir Vals

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nýjasti leikmaður Vals.
Nýjasti leikmaður Vals. Valur

Ungstirnið Arnfríður Auður Arnarsdóttir er gengin í raðir bikarmeistara Vals í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Hún er fædd árið 2008 og kemur frá Gróttu þar sem hún hefur leikið til þessa. Valur greindi frá á samfélagsmiðlum sínum.

Hin unga Arnfríður Auður fór mikinn í Lengjudeildinni síðasta sumar þar sem hún skoraði 9 mörk í 18 leikjum en hún leikur vanalega á miðri miðjunni. Alls hefur hún spilað 34 leiki fyrir Gróttu í Lengjudeildinni og skorað í þeim 16 mörk.

„Aufí er tæknilega góð og kröftug og ég þekki hana vel enda var hún hjá mér í Gróttu. Það verður spennandi að sjá hvernig hún spjarar sig í Val og í deild þeirra bestu en ég hef fulla trú á því að hún eigi eftir að ná mjög langt,“ segir Matthías Guðmundsson, annar af þjálfurum Vals.

Arnfríður Auður er fimmti leikmaðurinn sem gengur í raðir Vals á stuttum tíma. Markverðirnir Tinna Brá Magnúsdóttir og Esther Júlía Gustavsdóttir komu frá Fylki og Keflavík. Þá komu þær Hrafnhildur Salka Pálmadóttir og Sóley Edda Ingadóttir frá Stjörnunni.

Valur tapaði Íslandsmeistaratitlinum til Breiðabliks eftir tap í hreinum úrslitaleik undir lok móts. Síðan þá hefur Pétur Pétursson, þjálfari liðsins, látið af störfum og fellur það í hendur Kristján Guðmundssonar og Matthíasar að sækja titilinn til baka úr Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×