Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar 15. janúar 2025 13:30 Enn og aftur þarf ég að skrifa grein um íslensk útlendingalög sem eru brot á mannréttindum flóttamanna. Þar sem núna á að vísa fjölskyldu frá Venúsela frá Íslandi og barn þeirra er í miðri aðgerð sem er lífsnauðsynleg eins og var sagt frá í fréttum á Vísir.is, Rúv og mbl.is. Staðreyndin er sú að ástandið í Venúsela er ekki öruggt og flóttafólk frá Venúsela var svipt réttindum á Íslandi á grundvelli lyga á Alþingi á síðasta kjörtímabili. Flestir af þeim þingmönnum sem stóðu að þeim lygum eru horfnir af Alþingi en sumir eru samt ennþá þarna og skammast sín ekki neitt fyrir þann fasisma og útlendingahatur sem þeir stóðu að. Kærunefnd Útlendingamála, sem átti að tryggja réttindi flóttafólks er ekki hæf til þess starfa sem henni er ætlað. Það hefur verið vitað í talsverðan tíma. Núverandi útlendingalög voru sett fram og samþykkt á Alþingi á grundvelli lyga og blekkinga. Það má gjarnan líta á slík lög sem ólögmæt, þar sem lögmæti laga kemur frá þeim grundvelli að þau samræmist samfélagssáttmálanum. Það er ekki tilfelli með lög um útlendinga. Það hefur sýnt sig að þessi lög eru andstæð íslenskum samfélagsáttmála. Rasismi er uppfinning manna og er og var notuð til þess að réttlæta þrælahald á fólki. Útlendingahatur er einnig uppfinning manna og er notuð til þess að réttlæta þjóðerniskennd, þjóðernishyggju og fasisma. Á Íslandi hefur þetta verið notað til þess að ljúga til um stóra hópa flóttamanna sem koma til Íslands í leit að öryggi frá stjórnvöldum sem gjarnan vildu myrða þau. Staðan í Venúsela er þannig að stjórnvöld á Íslandi ættu að leyfa þessu fólki að sækja um hæli á Íslandi án nokkura skilyrða eða takmarkana. Það má einnig benda á að fjöldi morða sem eru framin í Venúsela er með því hæsta í heiminum í dag (heimild, Wikipedia). Síðan koma mannrán og aðrir glæpir í kjölfarið. Síðan hafa ólögmæt stjórnvöld í Venúsela verið að taka fólk af lífi án dóms eða nokkura laga með „sérsveit“ (Wikipedia) sem þau stofnuðu árið 2016. Engu að síður horfa íslensk stjórnvöld og útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála framhjá þessum staðreyndum og finnst það í fínu að senda fólk í fangið á dauðasveitum ólögmætra stjórnvalda í Venúsela. Það er einnig staðreynd að staðreyndir um stöðu mála í heimaríkjum flóttafólks hafa aldrei skipt Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála nokkru einasta máli þegar markmiðið er að vísa sem flestum frá Íslandi á sem minnstum tíma. Fyrrverandi ríkisstjórn Íslands fór í þessa vegferð og núverandi ríkisstjórn ætti að stöðva þessa vegferð, breyta lögum á þann hátt að þau samræmist skyldum íslenskra stjórnvalda þegar það kemur að mannréttindum og alþjóðlegum skuldbindingum. Það er það eina sem er rétt og það eina sem verður alltaf rétt. Mannréttindi eru fyrir alla, ekki bara Íslendinga. Höfundur er rithöfundur. Mannréttindi eru fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Enn og aftur þarf ég að skrifa grein um íslensk útlendingalög sem eru brot á mannréttindum flóttamanna. Þar sem núna á að vísa fjölskyldu frá Venúsela frá Íslandi og barn þeirra er í miðri aðgerð sem er lífsnauðsynleg eins og var sagt frá í fréttum á Vísir.is, Rúv og mbl.is. Staðreyndin er sú að ástandið í Venúsela er ekki öruggt og flóttafólk frá Venúsela var svipt réttindum á Íslandi á grundvelli lyga á Alþingi á síðasta kjörtímabili. Flestir af þeim þingmönnum sem stóðu að þeim lygum eru horfnir af Alþingi en sumir eru samt ennþá þarna og skammast sín ekki neitt fyrir þann fasisma og útlendingahatur sem þeir stóðu að. Kærunefnd Útlendingamála, sem átti að tryggja réttindi flóttafólks er ekki hæf til þess starfa sem henni er ætlað. Það hefur verið vitað í talsverðan tíma. Núverandi útlendingalög voru sett fram og samþykkt á Alþingi á grundvelli lyga og blekkinga. Það má gjarnan líta á slík lög sem ólögmæt, þar sem lögmæti laga kemur frá þeim grundvelli að þau samræmist samfélagssáttmálanum. Það er ekki tilfelli með lög um útlendinga. Það hefur sýnt sig að þessi lög eru andstæð íslenskum samfélagsáttmála. Rasismi er uppfinning manna og er og var notuð til þess að réttlæta þrælahald á fólki. Útlendingahatur er einnig uppfinning manna og er notuð til þess að réttlæta þjóðerniskennd, þjóðernishyggju og fasisma. Á Íslandi hefur þetta verið notað til þess að ljúga til um stóra hópa flóttamanna sem koma til Íslands í leit að öryggi frá stjórnvöldum sem gjarnan vildu myrða þau. Staðan í Venúsela er þannig að stjórnvöld á Íslandi ættu að leyfa þessu fólki að sækja um hæli á Íslandi án nokkura skilyrða eða takmarkana. Það má einnig benda á að fjöldi morða sem eru framin í Venúsela er með því hæsta í heiminum í dag (heimild, Wikipedia). Síðan koma mannrán og aðrir glæpir í kjölfarið. Síðan hafa ólögmæt stjórnvöld í Venúsela verið að taka fólk af lífi án dóms eða nokkura laga með „sérsveit“ (Wikipedia) sem þau stofnuðu árið 2016. Engu að síður horfa íslensk stjórnvöld og útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála framhjá þessum staðreyndum og finnst það í fínu að senda fólk í fangið á dauðasveitum ólögmætra stjórnvalda í Venúsela. Það er einnig staðreynd að staðreyndir um stöðu mála í heimaríkjum flóttafólks hafa aldrei skipt Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála nokkru einasta máli þegar markmiðið er að vísa sem flestum frá Íslandi á sem minnstum tíma. Fyrrverandi ríkisstjórn Íslands fór í þessa vegferð og núverandi ríkisstjórn ætti að stöðva þessa vegferð, breyta lögum á þann hátt að þau samræmist skyldum íslenskra stjórnvalda þegar það kemur að mannréttindum og alþjóðlegum skuldbindingum. Það er það eina sem er rétt og það eina sem verður alltaf rétt. Mannréttindi eru fyrir alla, ekki bara Íslendinga. Höfundur er rithöfundur. Mannréttindi eru fyrir alla.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun