Sport

Dag­skráin í dag: Körfuboltakvöld og enska b-deildin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigtryggur Arnar Björnsson og félagar í Tindastól mæta á Ásvellina í kvöld.
Sigtryggur Arnar Björnsson og félagar í Tindastól mæta á Ásvellina í kvöld. Vísir/Anton Brink

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á föstudögum.

Fjórtánda umferð Bónus deildar karla í körfubolta klárast í kvöld með leik Hauka og Tindastóls en þar mætast reynsluboltarnir Friðrik Ingi Rúnarsson og Benedikt Guðmundsson með lið sín. Engir hafa stýrt fleiri félögum í efstu deild karla í körfubolta.

Það verður einnig sýnt frá sádi-arabíska fótboltanum, ensku b-deildinni og NHL-deildinni í íshokkí.

Leikurinn frá Sádi Arabíu er frá leik Al Nassr sem er auðvitað lið Portúgalans Cristiano Ronaldo, markahæsta leikmanns allra tíma.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.05 hefst útsending frá leik Hauka og Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta.

Klukkan 20.50 hefst Bónus Körfuboltakvöld þar sem öll fjórtánda umferð Bónus deildar karla verður gerð upp.

Vodafone Sport

Klukkan 16.55 hefst útsending frá leik Al Taawoun og Al Nassr í sádi-arabíska fótboltanum.

Klukkan 19.55 hefst útsending frá leik Burnley og Sunderland í ensku b-deildinni.

Klukkan 00.05 hefst útsending frá leik Carolina Hurricanes og Vegas Golden Knights í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×