Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2025 09:10 Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í hljóðveri Bylgjunnar í morgun. Bylgjan Nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að ríkið verði að standa við gerða samninga um samgöngusáttmála og borgarlínu þrátt fyrir neikvæð ummæli leiðtoga hans eigins flokks um línuna. Hann tekur sína fyrstu skóflustungu sem ráðherra þegar framkvæmdir við borgarlínu hefjast formlega í dag. Byrjað verður á framkvæmdum við Fossvogsbrú og þannig fyrsta áfanga borgarlínunnar í dag. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tekur fyrstu skóflustunguna, sína fyrstu sem ráðherra. Ummæli Ingu Sæland, leiðtoga Flokks fólksins, um að borgarlínan væri „rugl“ voru borin undir Eyjólf í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og hann spurður hvort að hann væri persónulega fylgjandi framkvæmdunum. Sagði Eyjólfur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og borgarlínuna umdeilda og að hún yrði það áfram. Gert væri ráð fyrir að hægt yrði að gera breytingar á framkvæmdunum í framtíðinni. „Það er búið að semja um höfuborgarsáttmálann. Við verðum að standa við gerða samninga,“ sagði Eyjólfur. Spurður að því hvort hann væri sammála því að setja 311 milljarða í framkvæmdirnar benti Eyjólfur á sá kostnaður væri til fimmtán ára. Áætlaður samfélagslegur ávinningur af framkvæmdunum væri 1.140 milljarðar króna. Ljósárum á eftir Norðmönnum og Færeyingum í jarðgangnagerð Íslendingar hafa ekki staðið sig nógu vel í jarðgangnamálum, að mati nýja ráðherrans, og eru „ljósárum“ á eftir Norðmönnum og Færeyingum í þeim efnum. Sagðist Eyjólfur vilja að stjórnvöld væru alltaf með ein jarðgöng í gangi hverju sinni en engar jarðgangaframkvæmdir hafi átt sér stað frá 2020. Hann sagðist ekki hafa gert upp við sig hvar ætti að byrja á jarðgöngum og að allir yrðu örugglega ekki á eitt sáttir um það. Að hans mati ætti að fjármagna jarðgöng með almennri skattheimtu frekar en vegtollum á landsbyggðinni. „Ég tel að þetta verði allavegana í hinum dreifðu sveitum fjárlög,“ sagði Eyjólfur sem útilokaði ekki blandaða leið veggjalda og opinberrar fjármögnunar. Borgarlína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Tengdar fréttir Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Eyjólfur Ármannsson, nýr samgönguráðherra, mun taka fyrstu skóflustunguna að byggingu Fossvogsbrúar. Brúin er fyrsta stóra framkvæmdin í Borgarlínuverkefninu. 16. janúar 2025 15:18 Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Kynningarfundur vegna fyrstu lotu Borgarlínu fór fram síðdegis í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu segir glitta í framkvæmdir og að það sé ánægjulegt að verkefnið sé komið svo langt. 9. janúar 2025 20:47 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Byrjað verður á framkvæmdum við Fossvogsbrú og þannig fyrsta áfanga borgarlínunnar í dag. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tekur fyrstu skóflustunguna, sína fyrstu sem ráðherra. Ummæli Ingu Sæland, leiðtoga Flokks fólksins, um að borgarlínan væri „rugl“ voru borin undir Eyjólf í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og hann spurður hvort að hann væri persónulega fylgjandi framkvæmdunum. Sagði Eyjólfur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og borgarlínuna umdeilda og að hún yrði það áfram. Gert væri ráð fyrir að hægt yrði að gera breytingar á framkvæmdunum í framtíðinni. „Það er búið að semja um höfuborgarsáttmálann. Við verðum að standa við gerða samninga,“ sagði Eyjólfur. Spurður að því hvort hann væri sammála því að setja 311 milljarða í framkvæmdirnar benti Eyjólfur á sá kostnaður væri til fimmtán ára. Áætlaður samfélagslegur ávinningur af framkvæmdunum væri 1.140 milljarðar króna. Ljósárum á eftir Norðmönnum og Færeyingum í jarðgangnagerð Íslendingar hafa ekki staðið sig nógu vel í jarðgangnamálum, að mati nýja ráðherrans, og eru „ljósárum“ á eftir Norðmönnum og Færeyingum í þeim efnum. Sagðist Eyjólfur vilja að stjórnvöld væru alltaf með ein jarðgöng í gangi hverju sinni en engar jarðgangaframkvæmdir hafi átt sér stað frá 2020. Hann sagðist ekki hafa gert upp við sig hvar ætti að byrja á jarðgöngum og að allir yrðu örugglega ekki á eitt sáttir um það. Að hans mati ætti að fjármagna jarðgöng með almennri skattheimtu frekar en vegtollum á landsbyggðinni. „Ég tel að þetta verði allavegana í hinum dreifðu sveitum fjárlög,“ sagði Eyjólfur sem útilokaði ekki blandaða leið veggjalda og opinberrar fjármögnunar.
Borgarlína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Tengdar fréttir Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Eyjólfur Ármannsson, nýr samgönguráðherra, mun taka fyrstu skóflustunguna að byggingu Fossvogsbrúar. Brúin er fyrsta stóra framkvæmdin í Borgarlínuverkefninu. 16. janúar 2025 15:18 Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Kynningarfundur vegna fyrstu lotu Borgarlínu fór fram síðdegis í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu segir glitta í framkvæmdir og að það sé ánægjulegt að verkefnið sé komið svo langt. 9. janúar 2025 20:47 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Eyjólfur Ármannsson, nýr samgönguráðherra, mun taka fyrstu skóflustunguna að byggingu Fossvogsbrúar. Brúin er fyrsta stóra framkvæmdin í Borgarlínuverkefninu. 16. janúar 2025 15:18
Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Kynningarfundur vegna fyrstu lotu Borgarlínu fór fram síðdegis í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu segir glitta í framkvæmdir og að það sé ánægjulegt að verkefnið sé komið svo langt. 9. janúar 2025 20:47